Monday, March 30, 2009

Já já já - ég er tilbúin...

Fæ þetta lag á heilan alltaf öðru hverju. Hver man ekki eftir þessu grípandi góða lagi. "já já já, ég er líka tilbúin og ég er líka tilbúin" sem fylgdi símaauglýsingunum þegar verið var að tilkynna og undirbúa fólkið í landinu undir það að fá 7 stafa símanúmer í stað fimm stafa. Gamla númerið mitt var lengi vel mjög smart 4477 en breyttist síðan í 3-4477. Það var síðan auðvitað mikil og drastískt breyting þegar það varð 483-4477 (48 kom náttúrlega bara í staðin fyrir 98 sem var landshluta númerið). Sem maður þurfti hvort eð er alltaf að hringja ef vera kynni að maður væri staddur utan heimabæjarins. Ég eyddi til dæmis mörgum klukkustundum í að tala við hana Telmu frænku mína í síma á mínum yngri árum og þá þurfti ég iðulega að hringja í 91 á undan nr. hennar þar sem hún átti heima í Reykjavík.

En nú er ég tilbúin í svo margt annað en að fá 7 stafa símanúmer - enda er ég með 8 stafa númer í gemsanum hérna og hef líka prófað að vera með 13 stafa númer í Argentínu. Ég er meira tilbúin að koma heim í páskafrí, tilbúin að kynnast nýjasta fjölskyldu gullinu, tilbúin að fá góðan mat hjá mömmu og pabba, tilbúin að svamla um í Laugarskarði, tilbúin að fara með 30 vinum okkar út að borða, tilbúin að knúsa alla og kyssa sem hafa ekki fengið koss frá mér allt of lengi, tilbúin að kjósa.

Ég er hins vegar alls ekki tilbúin með það sem ég þarf nauðsynlega að skila af mér í skóla og vinnu áður en ég dirfist að fara í frí....

9 comments:

Anonymous said...

dísus Eva!!! mannst þú þetta allt með símanúmerin? Ég hefði haldið að þú hefðir ekki verið fædd. Ég man þetta varla :-)
xoxoxo
mamma

Lalli og Eva said...

Ja mamma, aldur getur verid svo afstædur sjadu til... thad eru nu ad verda komin her um bil 30 ar sidan eg fæddist og nu get eg bradum sagt ad eg "muni timana tvenna" ;)

xxx EH

Anonymous said...

heheh minningar minningar.. meira að segja ég man :)

En ohhh þið verðið að taka sundsprett fyrir okkur í Laugaskarði.. eða kannski svona meira breytast í rúsínur í heita pottinum. Sakna þess mest held ég frá Íslandi að komast ekki í Laugaskarð!

Góða ferð til Íslands og njótiði þess í botn!

Kveðja frá Odense, Bjarney og Haddi

eyrún said...

Ég man þetta með númerin. Maður mátti tala lengur innanbæjar því það var ódýrara.

Lalli og Eva said...

Algjörlega... sem var ástæðan fyrir því að ég man þetta mjööög vel því ég vildi ólm tala mikið og lengi við Telmu frænku. En það var auðvitað rándýrt þar sem það var alla leiðina til Reykjavíkur. Sundurliðaður símareikningur kom ævinlega upp um mig þar sem 91-númerin birtust í löngum bunum....

eyrún said...

Hahah! Ég man þegar við lásum um að það væri gott fyrir sálarlíf unglinga að tala við vini sína í símann og reyndum að nota það til að knýja fram lengri símatíma. En mamma þín sagði að það væri afleitt fyrir sálarlíf foreldra að fá símreikninginn.

Lalli og Eva said...

Hahaha gott svar hjá henni!!! :) En við klókar að reyna að beita fyrir okkur vísindalegum rannsóknum.

Berglind said...

Ég er líka tilbúin að fá þig heim yndisfríð. Áttum við date 13. apríl?

Lalli og Eva said...

Heldur betur mín fagra!!