Monday, March 30, 2009

Já já já - ég er tilbúin...

Fæ þetta lag á heilan alltaf öðru hverju. Hver man ekki eftir þessu grípandi góða lagi. "já já já, ég er líka tilbúin og ég er líka tilbúin" sem fylgdi símaauglýsingunum þegar verið var að tilkynna og undirbúa fólkið í landinu undir það að fá 7 stafa símanúmer í stað fimm stafa. Gamla númerið mitt var lengi vel mjög smart 4477 en breyttist síðan í 3-4477. Það var síðan auðvitað mikil og drastískt breyting þegar það varð 483-4477 (48 kom náttúrlega bara í staðin fyrir 98 sem var landshluta númerið). Sem maður þurfti hvort eð er alltaf að hringja ef vera kynni að maður væri staddur utan heimabæjarins. Ég eyddi til dæmis mörgum klukkustundum í að tala við hana Telmu frænku mína í síma á mínum yngri árum og þá þurfti ég iðulega að hringja í 91 á undan nr. hennar þar sem hún átti heima í Reykjavík.

En nú er ég tilbúin í svo margt annað en að fá 7 stafa símanúmer - enda er ég með 8 stafa númer í gemsanum hérna og hef líka prófað að vera með 13 stafa númer í Argentínu. Ég er meira tilbúin að koma heim í páskafrí, tilbúin að kynnast nýjasta fjölskyldu gullinu, tilbúin að fá góðan mat hjá mömmu og pabba, tilbúin að svamla um í Laugarskarði, tilbúin að fara með 30 vinum okkar út að borða, tilbúin að knúsa alla og kyssa sem hafa ekki fengið koss frá mér allt of lengi, tilbúin að kjósa.

Ég er hins vegar alls ekki tilbúin með það sem ég þarf nauðsynlega að skila af mér í skóla og vinnu áður en ég dirfist að fara í frí....

Friday, March 27, 2009

Elfu og Ottósson

Lifid er yndislegt! Fengum litinn frænda i heiminn i morgun, eftir sma bras, en hann kom a endanum og nu safna foreldrar og hann krøftum til ad byrja ad kynnast og læra a hvort annad. Eg get ekki bedid eftir ad komast heim til ad skoda hann og kyssa - sem verdur einmitt okkar fyrsta verk a Islandi.

Til hamingju Elfa og Otto med frumburdinn!!

Af Kaupmannahafnarbuúm er lika allt gott ad fretta. I gærkvøldi fekk eg til min nokkrar skvisur i svokallad "pigeaften" thar sem vid eldudum saman og kjøftudum saman fram a kvøld. Loveli! Vid Lalli keppumst bædi vid ad vinna og læra sem mest adur en vid komum heim til Islands til ad geta tekid thvi rolega heima yfir paskana. Um helgina erum vid bodin i, an efa, storskemmtilegt 30 afmæli hja Juliu. Thad verdur svaka humarveisla upp a Solbakken og vid hløkkum fullt til. Stud og stemming. Larus fer sidan a sunnudeginum med strakana sina i kørfuboltanum ad keppa Næstved.


Thangad til næst... verid god vid hvort annad og goda helgi


Eva (sem getur ekki einbeitt ser i vinnunni fyrir kæti)

Sunday, March 22, 2009

Grannar...

Á móti okkur búa naktir nágrannar. Ekki svo að segja að við séum ekki öll einhverntíman nakin en þau eru hins vegar mjög oft nakin. Ástæðan er líka sú að baðherbergið þeirra snýr að stofuglugganum okkar og þeim finnst algjör óþarfari að fjárfesta í gardínum.  

Fyrir ofan okkur býr síðan smiður. Sem af hljóðunum að dæma er ekkert sérlega fær í sínu fagi. Ég er viss um að pabbi væri búinn að smíða, hvað sem það er sem hann er að smíða þessi gaur, á fimm mínútum en nágranninn neglir og neglir eins og hann sé að smíða heilt hús þarna uppi en á hraða snigilsins. Æ þið vitið svona eins og ef ég er að negla þá hitti ég bara á naglann í annað hvort skiptið og þarf alltaf að byrja upp á nýtt.... Hann hljómar þannig *negl, negl, negl* *ohh for fanden* *negl, negl* *ohh for satan* *negl, negl, negl*  ...you get the picture?

Annars allt gott að frétta af okkur. Deildin hjá Lalla búin í bili en reyndar verða æfingar hjá þeim út júní, sem er hið allra besta mál. Þeir fengu nefnilega nýjan þjálfara og sá vill endilega byrja strax að móta liðið. Hið besta mál allt saman. Annars bara þetta helsta, skóli og vinna hjá mér og vinna, vinna, vinna hjá Lárusi. Bloggum meira seinna þegar eitthvað krassandi gerist ;) 

Tuesday, March 17, 2009

Liðið og á döfinni...

Arkitektartillagan okkar á vefnum :)    HÉR  Með því að smella á myndina má sjá restina af tillögunni. Ég er ótrúlega stolt af tillögunni og kannski sérstaklega vegna þess að þetta er í fyrsta skiptið sem ég tek þátt í verkefni af þessu tagi (arkitektarverkefni). Líka vegna þess að við vorum einu þátttakendurnir í verðlaunasæti sem ekki komu frá stórri arkitektarstofu. Verkefnið var unnið á kvöldin og um helgar á met-tíma við eldhúsborðið á Korsgade í Nørrebro. En það var nóg af sköpunargleði og hugmyndum sem skilaði sér í þessu líka fína verkefni :)


Ég eyddi deginum í dag í Slagelse sem er lítill bær á austurhluta Sjálands. Þar fór fram ráðstefna í litlum "efterskole" um borgaravitund og umhverfismál. Ég fjallaði aðeins um Ísland, álframleiðslu og virkjanir. Til að gefa krökkunum raunveruleg dæmi sýndi ég myndir frá Hengilssvæðinu og umhverfi í kringum Hveragerði og fjallaði um umræðuna sem hefur átt sér stað í kringum virkjanir á þessu svæði. Þau stóðu öll á öndinni yfir myndunum og náttúrunni og gott ef það voru ekki lögð drög að ferðalögum til Íslands og þá helst Hveragerði í hádegishléinu ;) 


Aðal umræðan snérist hins vegar um ábyrgð og skyldur hvers og eins borgara í heiminum til að taka þátt í vernda umhverfi sitt.  Krakkarnir voru alveg frábær og allt starfið í skólanum síðustu tvær vikurnar hefur markast af þessu þema. Þau voru á fullu að útbúa stóra lokadaginn þar sem fram fer blaðamannafundur, stór sýning og afraksturinn sýndur foreldrum og öðrum gestum. 

Síðasti leikurinn í dönsku deildinni hjá Lárusi fór fram síðasta laugardag þar sem SISU rúllaði yfir Roskilde. Um kvöldið var síðan körfuboltapartý hér á Matthæusgade þar sem liðið skemmti sér saman langt fram á nótt.... Það er að segja allir nema Jesse Pellot-Rosa sem skellti sér með næsta flugi til Íslands og skoraði tæplega 30 stig í leik daginn eftir fyrir Keflavík.

Lárus er búin að taka að sér þjálfun yngri flokka í SISU sem er ágætis uppfylling og búbót fyrst að sumarfríið kom jafn snemma og raun bar vitni. Við erum ennþá að kenna "afterschool activities" hjá CIS og núna er Lalli búin að bæta við sig körfuboltakennslu og frjálsum íþróttum. Ég held áfram með fimleikana eftir páska og við verðum í þessu fram í júní eða þangað til að skólanum lýkur. 

Styttist í páskafríið - og Íslandsheimsókn!! 

Friday, March 13, 2009

vika nr hvad??

Er sammála Vølu Rún um ad vikan virdist samanstanda af mánudøgum og føstudøgum eingøngu. Nú er semsagt kominn føstudagur og helgin framundan í øllu sínu veldi. Vid Lárus áttum skemmtilega og afkastamikla viku. Vinnudagurinn gekk vel og arkitektartillagan er nú á leid í enskri útgáfu í Ítalskt vef-hønnunarblad.

Ég var med kynningu í skólanum á mánudaginn sem gekk mjøg vel - thad var ekki síst tvhi ad thakka ad eg var med stærfrædi séní med mér í kynningunni. Ótrúlegt en satt tha áttum vid ad kynna og fjalla um grein sem snérist mikid til um causality og errors og thá er nú fínt ad hafa einn old time banker med sér í hóp.


Á midvikudaginn føgnudum vid Holy (litafestival Indverja) med tvhi ad fara á indverskan veitingastad med HMV og ÁEB. Reyndar endudum vid á indverskum stad fyrir algjøra tilviljun thar sem thad var fullt á Kalaset, fullt á Salonon og full á franska Créps stadnum... En allt hid besta mál. Ódýrt og gott ad borda. Í gærvkøldi var sídan nokkurs konar re-union í MA LLL hópnum. Krakkarnir sem eru ári á undan mér (og voru thar af leidandi á Spáni sl. ønn) voru ad koma aftur til DK og af tvi tilefni var haldid smá party i skolanum. Ekta international partý thar sem voru dansadir indverskir, serbneskir, tyrkneskir og ethiopískir dansar. Sunging indversk, pakistønsk og dønsk tjodløg og svo framvegis. Mikid stud og mikil stemming - ég á hins vegar ennthá soldid langt í land med ad finnast svona mikid húllumhæ ekki kjánalegt... en thetta kemur kannski eftir tvø ár af samkvæmisleikjum, dønsum, søng og ljódalestri.


Stefnan er sídan tekin a einstaklega rólegt og huggulegt kvøld, í kvøld, thar sem mig grunar ad laugardagskvøldid verdi svokallad "tjúttkvøld" med øllu tilheyrandi. Lárus og félagar í SISU er ad spila sinn sídasta leik (svo framarlega sem their vinna) og eftir sigurinn verdur bodid upp á partý á Matthæusgade 48. Ég ætla hins vegar ad skella mér út med einni stelpu úr vinnunni í sushi og hvítvín, hljómar ekki illa ha??


Ég er búin ad monta mig smávegis af vorvedri og sólskini hérna sídustu daga, sem vard eingøngu til thess ad thad fór ad snjóa í gær... Sjáum til hvort thad verdi eitthvad úr thvi eda hvort vorid sé ad koma, eins og ég held statt og stødugt fram!
Ást og kossar thangad til næst...
E&L

Monday, March 09, 2009

...

Það var róló-rómó-huggó helgi sem leið og framundan tekur við frekar annasöm vika. Langur dagur í skólanum í dag sem byrjaði á klukkan 9 á Arbejdermuseum hér í borg sem var algjört æði skal ég segja ykkur. Safnið er risastórt og spannar vinnu- og verkalýðssögu Danmerkur frá 18. öld. Ég datt í algjöra nostalígu þar sem hægt var að lesa, skoða og kaupa alls konar hluti frá mismunandi tímabilum. Til dæmis varð ég hálf ringluð af tryllingi þegar ég kom inn í 60's og 70's sýningarherbergin. Við fengum líka mjög skemmtilegan túr þar sem farið var yfir sögu verkalýðsfélaga, uppþota og óeirða, verkfalla og áfanga í sögu iðnaðar og atvinnu í Danmörku. Þetta hljómar örugglega ekki jafn skemmtilega og það var í raun og veru. En trúið mér þetta safn er miklu skemmtilegra en til dæmis Louisiana modern art safnið sem er hins vegar mun vinsælla. En fyrir safnalúða (eins og mig) þá er þetta safn algjör gullmoli. 

Föstudeginum eyddum við í félagsskap Agne og Alanas og á laugardagskvöldið litum við eftir Ágústi og Margréti Rós, svona fyrst að húsmóðirin á heimilinu var í öðru landi. Á sunnudaginn unnu SISU fyrsta sigurinn (af vonandi tveimur í röð) í neðri/úrslitakeppninni og eiga því útileik gegn Roskilde á laugardaginn næsta. Vinni þeir þann leik er deildinni lokið hjá þeim og þar með æfingum og svo gott sem öllu körfuboltatengdu. Reyndar er Lárus að fara að þjálfa nokkra yngri flokka núna þegar æfingum lýkur svo það verður áfram smá körfubolta í lífinu okkar þrátt fyrir að deildin hafi endað full snemma að okkar mati. Í tilefni sigurs fórum við skötuhjú út að borða á æðislegan stað sem heitir Bio Mio held ég hafi bloggað um hann áður meira að segja. 

Skólinn heldur áfram og nú endurtekur sagan sig frá því á síðustu önn og ritgerðarskrif hefjast á fullu. Í þetta skiptið er ég að skrifa tvær afar ólíkar ritgerðir. Önnur verður samanburðarritgerð þar sem ég ætla að skoða eða bera saman citizenship education í Danmörku og á Íslandi. Það verður spennandi og vonandi praktískt að sjá hvernig slík menntun hefur þróast og tekið á sig ýmsar myndir í gegnum tíðina í hvoru landi fyrir sig. Hvaða samfélagslegu, efnahagslegu og menningarlegu öfl hafa haft áhrif og hvernig. Hin ritgerðin verður meira í stjórnunar-anda og snýst um nám og samvinnu kennara innan vinnustaða, það er skóla. Ritgerðin er hluti af námskeði sem fjallar eingöngu um nám og menntun innan vinnustaða eða stofnanna og er mun tengdari viðskipta- og hagfræði en því sem ég hef áður gert - alltaf gaman að takast á við eitthvað nýtt :) 

Vinnudagur á morgun í tengslum við hugmyndina okkar að nýjum miðbæ í Hveragerði. Hugmyndin hefur fengið athygli og nú erum við að vinna hana fyrir frekari birtingu í fjölmiðlum. Ekki leiðinlegt það - enda afbragðs klárir krakkar á ferð í þessum hópi held ég að sé óhætt að fullyrða :) 

Á miðvikudaginn eigum við Lárus síðan double date með uppáhalds fólkinu okkar. Júhú! Já þetta er ekki leiðinlegt líf - ónei ónei. 


Thursday, March 05, 2009

Bilbao

Tíminn líður eins og óð fluga og mitt á milli körfuboltaæfinga, körfuboltaleikja, ritgerðahugleiðinga og vinnu þá hugum við örlítið að Bilbao... Eignuðumst nýjan vin í gærkvöldi sem heitir Urtzi og er fæddur og uppalin á Norður Spáni, nánar tiltekið í Bilbao. Hann fræddi okkur um allt "do's and don'ts" í borginni fögru. Æðislegt að fá svona "first hand" upplýsingar og borgin hljómar ansi spennandi og hefur eflaust upp á margt, margt skemmtilegt að bjóða.

Erum annars bara mest spennt þessa dagana fyrir ófæddu Ottó og Elfu kríli... getum ekki beðið eftir að koma heim um páskana til að kynnast gullmolanum - og auðvitað líka til að knúsa og kyssa alla aðra fjölskyldumeðlimi. 

Ps. Inga Dóra gerir bestu borgara og nachos í heimi - er ennþá södd síðan í gærkvöldi! 

Monday, March 02, 2009

Jamm & Jæja

Nóg að gera eins og alltaf. Áttum ansi fjöruga og skemmtilega helgi þar sem við fengum algjörlega stjarnfræðilega góðan ítalskan mat hjá Jónasi og Lísu.... Er ennþá að hugsa um allt gotteríið og fæ vatn í munninn!! Takk svo mikið fyrir okkur!

Við kíktum síðan örstutt á körfuboltaleik hjá Íslendingafélaginu Guðrúnu sem rústaði andstæðingum sínum og ég sá Ágúst skora þriggja stiga körfu! Eftir leikinn fórum við með góðu fólki á koktelabar og fengum bestu koktela í himingeimnum... eftir það var okkur ekki til setunnar boðið og skelltum okkur í karókí með fleiri góðum Vesterbro-ingum á ponsu litlum lókal karókíbar/bodegu og það vakti svo mikla lukku að meira segja Lalli söng hvert lagið á fætur öðru!!

Nedtryknings-spil næsta laugardag þegar SISU tekur á móti Roskilde og spilar um það að halda sér uppi í deildinni. Þeir þurfa semsagt að vinna tvo leiki af þrjá gegn liðinu sem lenti í neðsta sæti. Vonandi verða það bara tveir sigrar í röð - þá hafa þeir tryggt sér 7. sætið og pláss í deildinni aftur að ári. Nú eru uppi miklar vangaveltur um það hverjir haldi sinni stöðu í liðinu, hverjir fari, hverjir verði áfram og svo framvegis.

Þau ykkar sem þekkja okkur Lárus lítillega vita að við erum auðvitað búin að hringla með framtíðarplön alveg fram og til baka og ákveða alls konar brjálæðislegar hugmyndir og hætta við allt saman til að geta ákveðið eitthvað alveg nýtt... Já það er um að gera að vera ekkert að stressa sig of mikið á þessu lífi, láta þetta bara koma í ljós og njóta þess sem verður - alveg sama hvað það verður.

Eitt er víst að framundan er páskaferð til Íslands og grínlaust þá erum við byrjuð að bóka kvöld og daga hingað og þangað sem ég veit að er hálf kjánó en ég vil samt frekar gera það en að missa síðan af mörgum eins og gerðist pínulítið síðast. En auðvitað er líka stór hluti heimferðarinnar ætlaður fjölskyldunni, gömlum jafnt sem nýjum meðlimum!! :D

Þannig að planið er að skrifa að minnsta kosti eins og eina ritgerð áður en ég kem heim og vera helst búin með dágóðan slatta til að geta sett tærnar upp í loft og notið þess í botn að vera heima yfir páskana.

Þangað til næst.... :)

Sunday, March 01, 2009

KOMA SVO...!!

Hraðtilboð á Economy Class eða Economy Comfort til Kaupmannahafnar, London og Osló.

Til sölu í einn sólarhring, mánudaginn 2. mars kl. 00:00 - 24:00

Ferðatímabil 20. mars - 31. maí.

Economy Class
Frá 9.900 kr. aðra leið
Frá 19.800 kr. báðar leiðir