Thursday, March 05, 2009

Bilbao

Tíminn líður eins og óð fluga og mitt á milli körfuboltaæfinga, körfuboltaleikja, ritgerðahugleiðinga og vinnu þá hugum við örlítið að Bilbao... Eignuðumst nýjan vin í gærkvöldi sem heitir Urtzi og er fæddur og uppalin á Norður Spáni, nánar tiltekið í Bilbao. Hann fræddi okkur um allt "do's and don'ts" í borginni fögru. Æðislegt að fá svona "first hand" upplýsingar og borgin hljómar ansi spennandi og hefur eflaust upp á margt, margt skemmtilegt að bjóða.

Erum annars bara mest spennt þessa dagana fyrir ófæddu Ottó og Elfu kríli... getum ekki beðið eftir að koma heim um páskana til að kynnast gullmolanum - og auðvitað líka til að knúsa og kyssa alla aðra fjölskyldumeðlimi. 

Ps. Inga Dóra gerir bestu borgara og nachos í heimi - er ennþá södd síðan í gærkvöldi! 

1 comment:

Anonymous said...

Flott að fá nánari upplýsingar um borgina!
Við erum í sveitinni núna um helgina, hugsa um litlar kisur og vona að sveitaloftið fái lítið kríli til að vilja koma í heiminn sem fyrst :) Hlökkum líka mikið til að sjá ykkur og knúsast með ykkur um páskana! :) kv. EB og OEJ