Sunday, March 22, 2009

Grannar...

Á móti okkur búa naktir nágrannar. Ekki svo að segja að við séum ekki öll einhverntíman nakin en þau eru hins vegar mjög oft nakin. Ástæðan er líka sú að baðherbergið þeirra snýr að stofuglugganum okkar og þeim finnst algjör óþarfari að fjárfesta í gardínum.  

Fyrir ofan okkur býr síðan smiður. Sem af hljóðunum að dæma er ekkert sérlega fær í sínu fagi. Ég er viss um að pabbi væri búinn að smíða, hvað sem það er sem hann er að smíða þessi gaur, á fimm mínútum en nágranninn neglir og neglir eins og hann sé að smíða heilt hús þarna uppi en á hraða snigilsins. Æ þið vitið svona eins og ef ég er að negla þá hitti ég bara á naglann í annað hvort skiptið og þarf alltaf að byrja upp á nýtt.... Hann hljómar þannig *negl, negl, negl* *ohh for fanden* *negl, negl* *ohh for satan* *negl, negl, negl*  ...you get the picture?

Annars allt gott að frétta af okkur. Deildin hjá Lalla búin í bili en reyndar verða æfingar hjá þeim út júní, sem er hið allra besta mál. Þeir fengu nefnilega nýjan þjálfara og sá vill endilega byrja strax að móta liðið. Hið besta mál allt saman. Annars bara þetta helsta, skóli og vinna hjá mér og vinna, vinna, vinna hjá Lárusi. Bloggum meira seinna þegar eitthvað krassandi gerist ;) 

3 comments:

Anonymous said...

Lítið krassandi semsagt að gerast á Matthæusgade þessa dagana :)
Ég er viss um að þér líkar við nýja þemað í "bangsímon" herberginu, komið svona út í froskagrænt með rosalegum eldtungu-vegglampa í anda við kónga/prinsa þemað ;)
Nýjast staðan á Ak ferðinni um páskana er að við förum í hád á miðvikud og komum aftur á sunnudeginum, endilega plönum eitthvað. Verðum í bandi!

Kv, Guðrún

Lalli og Eva said...

Já mánudagur til dæmis!!

Magga said...

Hahahhah, ég er eins og fáránlingur hérna á lesstofunni minni að reyna ða halda niðrí mér hlátrinum yfir sögunni af "smiðnum"!!! :D

Ég er reyndar sjálf oft hálfnakin heima hjá mér, finnst voðalega þægilegt að læra eða þrífa þannig - veit þó ekki hvað nágrannar mínir sem búa beint á móti hugsa, oftast er þó dregið fyrir! ;)

Knús!