Monday, April 27, 2009

sól sól skín á mig

Þegar maður þarf að vera inni að læra þá gerist þetta:




Helgin var svo hugguleg, sól og blíða, góðir vinir og dýrmætar stundir! 

Ég vann alla helgina að ritgerð um hvernig borgaravitund og lýðræði birtist í námskrá í grunnskólum í Danmörk og á Íslandi. Ritgerðin er hluti af stærra verkefni sem ég er að fara að kynna á tveggja vikna ráðstefnu í Lignano á Ítalíu í ágúst. Pantaði mér einmitt flugmiða til Feneyja í gærdag. Mikil tilhlökkun og spenningur!

Lalli er á fullu að vinna, bæði hjá Jens (framkvæmdarstjóra SISU), við að þjálfa 94 módel af strákum í körfubolta og sem íþróttakennari hjá CIS. Okkur veitir víst ekki af því að reyna að þéna smá peninga áður en við flytjum suður á bóginn ;) 

Hlökkum mikið til allra heimsóknanna sem eru handan við hornið. Vinir og fjölskylda væntanleg í maí og júní. Enda er stefnan tekin á að klára sem mest fyrri 14. maí til að geta notið þess að taka á móti gestum í rólegheitum... og vonandi í jafn góðu veðri og er búið að vera síðustu daga og spáir næstu vikuna :) 


Tuesday, April 14, 2009

Vor í lofti

Yndislegt páskafrí að baki og á morgun höldum við heim. Já það verður að viðurkennast að Kaupmannahöfn hefur hægt og rólega áunnið sér rétt til að heita "heim" og við hlökkum sannarlega til að komast heim til vina, heim í Vesterbro og síðast en ekki síst heim í sól og sumaryl. Við förum sátt og sæl með gott frí á Íslandi þar sem fjölskyldan fékk að vera í fyrirrúmi. Við áttum margar góðar stundir með bæði vinum og fjölskyldu í borg, bæ og sveit en upp úr standa hins vegar okkar fyrstu kynni af 13 marka og tæplega þriggja vikna dreng sem ilmar eins og vorið og fallegri en allt sem fagurt er. 

Næstu vikurnar verða ansi strembnar vinnu- og skólalega séð hjá okkur báðum og ef það verður fátt um fréttir þá er ástæðan góð og gild. Við viljum að sjálfsögðu eiga góðan tíma til að sinna þeim gestum sem eru væntanlegir til okkar í Kaupmannahöfn á næstunni og þá er um að gera að nýta næstu vikur vel.