Thursday, June 25, 2009

Hressleiki

Vid nutum timans med Lalla fjølskyldu i botn, thar sem vid versludum, skodudum Carlsberg safnid, forum i tivoli, drukkum bjor, bordudum godan mat, spiludum, spjølludum og attum i einu ordi sagt yndislega daga saman.


Sidustu daga erum vid sidan buin ad njota solarinnar i botn med tvi ad grilla uti, støkkva i sjoinn, liggja i solbadi og svo framvegis... Annars er komin tilhløkkun i okkur ad flytja, fyrst um set upp i Frederiksberg og sidar til Bilbao. Ætlum ad henda i sma matarparty a laugardaginn, nota sidustu dagana okkar i storri ibud og fa til okkar gott folk i godan mat.

Saturday, June 20, 2009

eða svona upphitun

Það er líka hægt að hita sig upp fyrir Bilbao með því að lesa svona fréttir:

Lögreglumaður lést í sprengjutilræði

mynd
Baskar hafa drepið yfir 800 manns í árásum sínum á Spáni.

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar:

Varðstjóri í spænsku lögreglunni lést í dag eftir að bílasprengja sprakk í borginni Bilbao í Baskalandi. Yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu kenna ETA, aðskilnaðarsamtökum Baska, um tilræðið.

ETA hefur lengi barist fyrir sjálfstæðu ríki Baska og hafa alls 800 manns misst lífið í árásum þeirra síðustu 40 ár. Samtökin bundu endi á friðarviðræður við yfirvöld þegar þau gerðu sprengjuárás í Madríd árið 2006. Þetta er fyrsta banatilræði þeirra í um hálft ár.

Zapatero, forsætisráðherra landsins, segist aldrei munu sætta sig við aðgerðir af þessu tagi, þó hættan af þeim kunni að vera til staðar.


...annars er þetta almennt hin rólegasta borg að mínu mati. Held að það hafi verið skotnir fleiri á færi hér í Köben en nokkurn tíman sprengdir í Bilbao. Spurning hvort það sé ekki líka sprengt fyrir göfugari málstað? Dregur að minnsta kosti ekkert úr tilhlökkun hjá mér! 

Fjölskyldan hans Lalla er hér í Köben að njóta lífsins með okkur og það er yndislegt! 


Tuesday, June 16, 2009

Paella

Hér á Matthæusgade 48, fimmtu hæð til vinstri var hitað upp fyrir Bilbao í kvöld með því að matreiða paellu. Uppskriftin var uppspuni frá rótum og kom því skemmtilega á óvart. 

Upphitunar-paella f. 2
1/2 laukur
1 rauð paprika
2 gulrætur 
1 stórt hvítlauksrif
ólívur (4-6)
1 lítill poki rækjur
3 dl brún hrísgrjón
6 dl soð (1 grænmetis- eða kjötteningur)
Sjávasalt, svartur pipar og karrý 

Aðferð
Saxa lauk, pressa hvítlauk og skera papriku og gulrætur eftir smekk
Dass af ólivíuolíu í pott eða djúpa pönnu
Mýkja lauk, hvítlauk, papriku og gulrætur
Hrísgrjónin út í 
Soðið út í blanda vel saman 
Krydda með salt, pipar og svona einni skvettu af karrý
Dass af hvítvíni 
Láta malla (við suðu) í svona 20 mínútur eða þangað til grjónin eru orðin ready
Bæta ólívum og rækjum út í og hita aðeins betur í svona 10 mínútur


Við borðuðum síðan rúkóla salat með plómutómötum og fetaosti með þessu. Næst ætla ég að bæta alls konar fleiri sjávarréttum út í... held það verði ennþá betra. Nammi namm!! 

Saturday, June 13, 2009

Frábær Föstudagur

Eyddum gærdeginum í að fagna með vinum okkar sem voru að ljúka ýmsum afar merkilegum áföngum í lífi sínu. Hildur María hélt ljósmyndasýningu í tilefni þess að hún er nú útskrifaður ljósmyndari. Frábær sýning þar sem myndirnar hennar báru algjörlega af enda fékk hún hrós og athygli samkvæmt því! Minni bara á síðuna hennar fyrir allt ljósmyndaþyrst fólk 

www.hildurphoto.com

Eftir þá sýningu lá leið okkar upp í Filmskolen eða danska kvikmyndaskólann þar sem leikstjórar framtíðarinnar, þar á meðal Janus Bragi Jakobsson stórvinur okkar, sýndu afraksturinn af náminu sínu. Myndin hans Janusar heitir The Gentelmen og var heldur betur skemmtileg og hressandi. Í henni leika þrír íslenskir herramenn sem fóru algjörlega á kostum svo ekki sé meira sagt. Við skemmtum okkur konunglega og sáum fullt af fleiri góðum myndum. Meðal annars útskriftarstykkið hans Rúnars Rúnarssonar, sem leikstýrði Síðasti bærinn í Dalnum svo eftirminnilega um árið. Allar myndirnar sem við sáum voru einstaklega flottar og áhrifaríkar og alveg ljóst að úr þessum skóla útskrifast upprennandi stjörnur. 

En dagarnir ganga að öðru leyti sinn vanagang, ég læri á meðan Lárus lyftir og síðan hittum við vini og gott fólk. Hlökkum mikið til að fá fjölskylduna í heimsókn í næstu viku og krossum puttana fyrir góðu veðri. 

Tuesday, June 09, 2009

Á döfinni

Ólíkt öllum sumarmyndunum sem ég hlóð inná Facebook í gærkvöldi þá rignir nú eins og hellt væri úr fötu hérna í borginni. Ég fór á sandölum og ermalausum bol (eins og segir í laginu) í vinnuna í morgun og hálf drukknaði síðan á leiðinni heim. Er náttúrlega hjólandi eins og allt fullfrískt fólk hérna í Köben. En enginn er verri þó hann vökni og þetta er víst gott fyrir gróðurinn og allt það... 

Nú styttist heldur betur í annan endan á Kaupmannhafnardvöl okkar Lárusar. Við erum komin í smávegis ferðagír enda þarf að huga að ýmsu áður en við flytjum okkur enn og aftur um set. Við ætlum samt að njóta danska sumarsins út í ystu æsar og eigum eftir að fá fullt af góðum gestum í heimsókn næstu tvo mánuðina. 

Í næstu viku klára ég formlega fyrsta árið mitt í meistaranáminu og ver tvær ritgerðir. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur þar sem ég var pínulítið "lost" svo ég sletti aðeins með þessar tvær ritgerðir. Sérstaklega þó aðra þeira sem er einmitt sú ritgerð sem ég er síðan að fara að kynna og flytja erindi upp úr á ráðstefnu núna í ágúst. En þetta kemur allt saman í ljós og fer bara eins og það fer... 

Lárus er formlega hættur hjá SISU núna en heldur áfram að æfa, lyfta og undirbúa sig fyrir næsta körfubolta tímabil, sem vonandi verður á Spáni, nánar tiltekið í Baskalandi. Það kemur líka allt betur í ljós með tíð og tíma og við erum í sjálfu sér frekar róleg yfir þessu öllu saman. Einstaka fiðrildi sem flögrar um í maganum en mamma segir að það sé bara aldurinn... það er að segja henni finnst ég hafa elst vegna þess að ég er ekki alveg jafn yfirmáta kærulaus og venjulega í sambandi við hvað tekur við hjá okkur. 

Eitt er þó víst að ég við yfirgefum Kaupmannahöfn hérna í ágúst og höldum á vit nýrra ævintýra, hvernig þau birtast okkur verður síðan bara að koma okkur á óvart, enda er lífið miklu skemmtilegra þannig. Við höfum líka "efni" á að láta koma okkur soldið á óvart í orðsins fyllstu merkingu þar sem ég fékk það staðfest formlega í síðstu viku að ég hlaut skólastyrk frá CIRIUS sem er stofnun innan danska menntamálaráðuneytisins og styrkir 2 meistaranema og 2 doktorsnema á ári til náms. Styrkur nemur um það bil 1 milljón íslenskra króna í heilt ár. Styrkinn fæ ég greiddan í skömtum eða mánaðarlega sem á að kosta bæði uppihald og námskostnað. Ég er óendanlega þakklát og hamingjusöm fyrir þetta tækifæri sem leiðir til þess að við Lalli getum farið saman til Spánar með töluvert færri fiðrildi í maganum... að minnsta kosti ekki áhyggjufiðrildi... meira svona bara tilhlökkunarfiðrildi... já semsagt... æ þið vitið! 


Ætla að skella mér í að lesa og skrifa. Undirbúningur fyrir Ítalíuráðstefnu og próf í næstu viku næst á dagskrá. Annars ætlum við skötuhjú líka að reyna að fara eins á eina ljósmyndasýningu hjá Hildi Maríu ofurljósmyndara og í eitt afmæli hjá Ingu Dóru ofurafmælisbarni á næstu dögum. 

Þangað til næst :* 

E+L

Saturday, June 06, 2009

Ísland

Á Íslandi skín sólin, vindurinn blæs og fjölskyldan er falleg. Við erum í stuttu stoppi heima við vegna fráfalls afa hans Lárusar og það er himneskt að koma heim í lyktina af nýslegnu grasi, faðm fjölskyldunnar og fá að kveðja afa gamla á Valló hinstu kveðju.
Það var engu að síður hálf skrýtið að skilja mömmu og pabba eftir í íbúðinni okkar í Vesterbro og fara heim til Íslands svona skyndilega. Við áttum yndislega viku með þeim þar sem við slökuðum vel á og sóluðum okkur í sannkölluðu Spánarveðri, fórum á Amagerströnd, lágum í leti í görðum borgarinnar, borðuðum á frönskum og dönskum veitingastöðum og nutum lífsins. Eftir nokkra daga er síðan von á stórfjölskyldunni hans Lárusar sem ætla að sækja okkur heim á þjóðhátíðardaginn.
Í dag var elsti fjölskyldumeðlimurinn kvaddur en á morgun fær sá yngsti nafn þar sem Lárus fær þann heiður að vera skírnarvottur og guðfaðir. Já gleðin og sorgin eru systur í þessu lífi og báðar viðstaddar í þessari stuttu heimsókn okkar til landsins í þetta skiptið.