Friday, July 28, 2006

New Home

Fengum úthlutað íbúð á Stúdentagörðunum!! Erum í skýjunum núna... því við áttum hvergi heima frá og með 1. september fyrir nokkrum dögum síðan. Núna eigum við heima á Eggertsgötu 28 :)

Nálægt fullt af vinum, skólanum og kaffihúsunum... Loksins komin soldið down town - jibbý kóla!!

Tuesday, July 25, 2006

Köbendagar...

Hjóluðum Köben þvera og endilanga um síðustu helgi. Hjóluðum um allt Norrebro, Österbro, Vesterbro og um allan miðbæinn. Enduðum síðan í bjór á Nyhavn og fengum okkur ofsa góða Pizzu á litlu pizzeria á Nansengade á leiðinni heim. Mæli með því - beint á móti Bankeraat fyrir þá sem vita hvar það er...

Áttað mig eiginlega í fyrsta skiptið í þessum hjólatúr hvernig Köben liggur, hvernig hverfin liggja og svo framvegis. Mjög skemmtileg uppljómun :)

Erum búin að vera ágætlega dugleg að liggja á ströndinni og njóta veðurblíðunnar sem er viðvarandi hérna í Danmörku. Heitasti júlímánuður síðan mælingar hófust. Ágætis árangur það. Erum líka orðin soldið sólarsjúk eins og sönnum dönum sæmir. Mælum brúnku og "basetan" daglega. Keppni sem Lalli vinnur reyndar alveg áreynslulaust þar sem hann er með eina Afríkuferð í forskot á flest alla aðra.

Fullt í deiglunni hjá okkur - Berlinarferð og fleira skemmtilegt. Þeir sem hafa hug á að kíkja á okkur endilega verið í bandi. Tökum óhikað á móti fullt af gestum hérna í 40 fermetrana. Bara kósý sjáiði til!! :)

Ætla að vinna smá fyrir háskólann meðan Lalli og Gústi eru á körfuboltaæfingu.

See Ya

Friday, July 21, 2006

Rigning!

Hlaut að koma að því! Fyrsti dagurinn síðan við komum út (14. júní) sem rignir... Lárus upplýsti mig um það að úrkoma í Köben mældist 68 mm síðasta sumar en hefur rétt náð 1 mm í sumar. Ekki kvarta ég :) Rigningin er samt bara þægileg í 30 gráðu hita. Verst að það fylgir henni svaðalegur raki svo maður svitnar á undarlegustu stöðum allan sólahringinn...

Gestalaus vika framundan hjá okkur - kostir og gallar -

Vikan með Fjólu og co var yndislega skemmtileg. Bara gaman að "þurfa" að fara í Tívolí og Zoo. Lalli skellti sér í fallturninn og plataði svo alla hina til að fara í tryllingstækið Drekann (tæki sem ég hef farið að háskæla í). Ég sleppti öllum tækjum í þetta skiptið og skemmti mér best í dýragarðinum ;)

Takk svo mikið fyrir komuna elskurnar!! Vona að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og við :)

Nýjasta dýrið í garðinum er Tasmanian Devil... hann vildi nú ekkert láta sjá sig. Urraði bara undir trjábol í skugganum. Í sumar er hægt að fara í Zoo alveg til 10 á kvöldin. Langar pottþétt aftur um kvöld til að reyna að sjá framan í hann. Hann er frekar lítill og loðin - algjört krútt - alveg eins og í teiknimyndunum... þangað til hann opnar munnninn sem er fullur af vígtönnum. Svo er hann er ógeðslega grimmur og étur allt sem hann kemst í og meltir allt - hann meltir hauskúpur og járndrasl og bara allt sem hann setur ofan í sig!!

Við erum orðin ansi heimavön á Íslandsbryggju enda bara næs að fara þangað í sólinni og baða sig í sjónum ef það er orðið of heitt. Á bryggjunni er hægt að spila körfubolta og þar safnast oft saman gaurar sem halda að þeir séu the hottest thing... með aðra buxnaskálmina bretta upp og í ægilegum körfuboltabúningum eða merkjafötum... talandi ensku við hvorn annan og mjög gettólegir. Eru samt í raun og veru bara frekar mikið danskir og lítið sem ekert svalir... en mjög skemmtilegir á að horfa ;)

Meira skemmtilegt sem er hægt að gera á bryggjunni... lærðum Tangó síðasta þriðjudag - bara gaman!! Ég átti samt í smá erfiðleikum með að leyfa Lalla að stjórna :/ hehehe kemur á óvart?

Tékkuðum á Amagerströnd í síðustu viku og steiktum okkur bókstaflega. Lalli nældi sér í viðurnefnið Lalli Lobster eftir daginn! Skemmtilegt að koma á strönd þar sem ekki er gert út á túrisma - bara ein ísbúð og engin að reyna að selja þér feik cucci og prada skeljar og skartgripi...

...smá innsýn inn í það sem er að gerast hjá okkur :) Good times allt the time... Vona að þið hafið það jafn gott í sólinni sem er loksins farin að skína á Íslandi.
Hlaut að koma að því! Fyrsti dagurinn síðan við komum út (14. júní) sem rignir... Lárus upplýsti mig um það að úrkoma í Köben mældist 68 mm síðasta sumar en hefur rétt náð 1 mm í sumar.

Ekki kvarta ég :)

Rigningin er samt bara þægileg í 30 gráðu hita. Verst að það fylgir henni svaðalegur raki svo maður svitnar á undarlegustu stöðum allan sólahringinn...

Gestalaus vika framundan hjá okkur - kostir og gallar -

Vikan með Fjólu og co var bara skemmtileg. Bara gaman að "þurfa" að fara í Tívolí og Zoo. Lalli skellti sér í fallturninn og plataði svo alla hina til að fara í tryllingstækið Drekann (tæki sem ég hef farið að háskæla í). Ég sleppti öllum tækjum í þetta skiptið og skemmti mér best í dýragarðinum ;)

Takk svo mikið fyrir komuna elskurnar!! Vona að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og við :)

Nýjasta dýrið í garðinum er Tasmanian Devil... hann vildi nú ekkert láta sjá sig. Urraði bara undir trjábol í skugganum. Í sumar er hægt að fara í Zoo alveg til 10 á kvöldin. Langar pottþétt aftur um kvöld til að reyna að sjá framan í hann. Hann er frekar lítill og loðin - algjört krútt - alveg eins og í teiknimyndunum... þangað til hann opnar munnninn sem er fullur af vígtönnum. Svo er hann er ógeðslega grimmur og étur allt sem hann kemst í og meltir allt - hann meltir hauskúpur og járndrasl og bara allt sem hann setur ofan í sig!!

Við erum orðin ansi heimavön á Íslandsbryggju enda bara næs að fara þangað í sólinni og baða sig í sjónum ef það er orðið of heitt. Á bryggjunni er hægt að spila körfubolta og þar safnast oft saman gaurar sem halda að þeir séu the hottest thing... með aðra buxnaskálmina bretta upp og í ægilegum körfuboltabúningum eða merkjafötum... talandi ensku við hvorn annan og mjög gettólegir. Eru samt í raun og veru bara frekar mikið danskir og lítið sem ekert svalir... en mjög skemmtilegir á að horfa ;)

Meira skemmtilegt sem er hægt að gera á bryggjunni... lærðum Tangó síðasta þriðjudag - bara gaman!! Ég átti samt í smá erfiðleikum með að leyfa Lalla að stjórna :/ hehehe kemur á óvart?

Tékkuðum á Amagerströnd í síðustu viku og steiktum okkur bókstaflega. Lalli nældi sér í viðurnefnið Lalli Lobster eftir daginn! Skemmtilegt að koma á strönd þar sem ekki er gert út á túrisma - bara ein ísbúð og engin að reyna að selja þér feik cucci og prada skeljar og skartgripi...

...smá innsýn inn í það sem er að gerast hjá okkur :) Good times allt the time... Vona að þið hafið það jafn gott í sólinni sem er loksins farin að skína á Íslandi.

Saturday, July 15, 2006

Nýjar Myndir

Fullt af nýjum myndum - í sama albúmi og gömlu. Þið skellið bara í slideshow og kíkið á gömlu myndirnar aftur ;) Set inn nýtt albúm næst svo þið fáið ekki ógeð á því að kíkja á myndirnar!!
Myndir frá...
-housepartý í Valby
-partý hjá Ágústi og Hildi
-Ísabella í pössun
-mamma og pabbi í heimsókn
-Fjóla og fjölskylda í heimsókn
-Dýragarðuinn

Wednesday, July 05, 2006

Hróarskelda

Prenthæfar myndir til sýnis á www.fotki.com/evahardardottir eða inn á síðunni www.evahardar.blogdrive.com undir MyndaAlbúm nr 4 og Roskilde Festival.

Skemmtum okkur algjörlega út fyrir ósonlagið...