Thursday, February 12, 2009

Ég...

  • fór í mega kósý brunch með Ásu Ninnu í Frederiksberg og mátaði falleg föt hjá henni
  • fékk LÍN og LÆKKAÐI yfirdráttinn - jedúdda mía hvað það var góð tilfinning
  • framlengdi leigusamninginn við Trine - erum núna með íbúðina út september 
  • sat á kaffihúsi með prófessor í tvo klukkutíma og talaði um borgaravitund og lifelong learning
  • lærði um muninn á creativity og innovation 
  • las Etica Para Amador í þriðja skiptið 
  • fékk atvinnutilboð á Íslandi
  • íhugaði að flytja alfarið til Spánar
  • spilaði skák við Lalla og náði bara að færa tvö peð áður en ég tapaði

Það er í tísku að vera í íslenskri ull í kreppunni...



4 comments:

Anonymous said...

Íhugaðir að flytja alveg til Spánar.... og hvað með Lalla... en mig??? ;)

Koss og Knús í tilefni Valentínusar.... Guðrún

Lalli og Eva said...

hahaha takk elskan mín og kossar og knús til baka. Lárus fylgir með í kaupunum og mér finnst upplagt að þið flytjið litla fjölskyldan til spánar þar sem sólin skín og rauðvínið drýpur. Ha hljómar vel?

Anonymous said...

Hæ elsku Eva!

Þú bara verður að senda mér nánari útlistanir á því hver niðurstaða ykkar prófessorsins varð um muninn á creativity and innovation. Ég er nefnilega í kúrs núna í HÍ er heitir því skemmtilega nafni Creative industries og ég er alltaf að reyna að kryfja það til mergjar. Nú vantar Evu og ca. hálfan kaffihúsadag;-)
Þetta er alveg ótrúlega spennandi líf sem þú lifir. Ég færi sem fyrst til Spánar ... þyrfti ekki að hugsa mig lengi um.
Hitti Hjört Sveins í síðustu viku en þeim líkar lífið dásamlega í Andalúsíu.
Kær kveðja,
Guðrún

Anonymous said...

Krúslan mín, ég sé þig alveg fyrir mér í skákinni við Lalla hehehe
Líst vel á Spá.... en hvaða atvinnutilboð fékkstu??
Jules