Tuesday, February 17, 2009

...

Hér í höfn Kaupmanna snjóar sem aldrei fyrr - krökkunum í international bekknum mínum til mikillar ánægju. Daglega koma inn ca 100 myndir á Facebook hjá þeim þar sem þau gera engla í snjónum, kasta snjóboltum og taka myndir af "bómullartrjám" (snjó á trjám). Mjög sætt allt saman og alveg í sama anda og þegar ég tek óendanlega margar myndir af öllum eðlum, froskum og fuglum sem á vegi mínum verða í heitum löndum.

Því miður fór síðasti körfuboltaleikur ekki eins og óskað var eftir. Leikurinn tapaðist mjög naumt og staðreyndin því sú að SISU kemst ekki upp um sæti á þessari leiktíð og þar af leiðandi ekki í úrslitakeppnina. Engu að síður eru tveir leikir eftir af tímabilinu og mikilvægt að vinna þá til að þurfa ekki að spila stórt umspil um að halda sér uppi í deildinni. Þessum fréttum fylgja bæði kostir og gallar og eru helstu kostirnir fólgnir í því að nú liggur engin vafi á því að við komumst heim um páskana. Hlökkum til!

Annars er tími ritgerða enn og aftur að renna upp - þar sem ég hugsa að með minnkandi körfuboltastressi færist vinnuálag Lárusar yfir á Masterritgerðina hans og mínar annarritgerðir þurfa að fara að taka á sig einhverja skýra mig á næstu vikum. Já þetta er nú svona frekar rútínerað hjá okkur skötuhjúum.

Jæja nú ætla ég að drífa mig niður í Netto, selja dósirnar mínar og kaupa í matinn :)

Ást og friður!

No comments: