Thursday, August 28, 2008

Í Köben er ennþá sumar...

Veit ekki hvernig veðrið hefur verið heima en hérna spáir um það bil 25 stiga hita og blíðu um helgina. Sem er reyndar kærkomið þar sem það hefur rignt óvenju mikið finnst okkur síðan við komum.
Á sunnudaginn var yndislegt veður og við hjóluðum til móts við uppáhalds litlu fjölskylduna okkar og borðuðum með þeim pítsu á meðan Margrét Rós lék sér á rólóvelli. Hún er svo mikið krútt að það er leitun að öðru eins. Hún er farin að babla rosa mikið en ég skil ekki neitt sem hún segir... Held samt að hún sé að reyna að segja Eva. Ef þið viljið lesa meira um krúttílínuna þá bendi ég á heimasíðuna hennar: www.msmargret.blogspot.com. Þar eru líka frábærar myndir sem Hildur María tekur af henni.

Talandi um myndatökur þá fór ég með Hildi í stúdíóið í fyrradag og við tókum milljónþúsund myndir held ég. Í alls konar settings og með alls konar þemu. Ég skemmti mér konunglega og vona að Hildur hafi fengið eitthvað bitastætt í möppuna sína... eða að minnsta kosti æft sig í stúdíóljósmyndun. Mér finnst hún alveg ótrúlega klár by the way....

Lalli fór í dag og skráði sig á Konunglega bókasafnið og er þar með tæknilega byrjaður á MA ritgerðinni sinni. Hann kom síðan heim með fullt af nýju Sisu Kobenhavn dóti og nú erum við formlega Sisufélagar eins og kom fram í færslunni á undan. Deildin byrjar í október og mamma og pabbi hafa nú þegar boðað sig í heimsókn þann 10. október til að kíkja á heimaleik.
Erum enn að leita eftir einhverjum sem gæti tekið nýju tölvuna okkar með frá Íslandi sem fyrst. Ef þið vitið af einhverjum á leiðinni til Köben þá látið okkur endilega vita. Ég var bara að bulla með að hún þyrfti að fara í handfarangur hún getur auðvitað líka farið í ferðatösku og hún er í kassa og í kassanum er frauðplast sem verndar hana. Soooo if you have a little space eða vitið um einhvern sem gæti bætt þessu við sig. Allt í þágu menntunar og aukinnar netnotkunar.

4 comments:

Unknown said...

Gaman að heyra frá ykkur, gangi ykkur vel í öllu því sem þið eruð að gera:)
Kveðja Eygló og Bragi

Anonymous said...

hæhæ.. gaman að geta fylgst með .. sá bloggið hja ykkur á síðunni hjá frímanni og teddy...

gangi ykkur vel.. knús og kossar

kv
Ina björg

Anonymous said...

Söknum ykkar ógurlega...ef ég gæti fengið vélina til London til að stoppa aðeins við í Köben þá myndi ég renna til ykkar tölvunni...en flugmaðurinn tók það ekki í mál! Ef tölvan er ekki komin til ykkar þá skal ég tékka hjá manninum hennar Helgu vinkonu sem er flugmaður hjá Icelandair hvort hann gæti kippt henni með til ykkar ef hann fer til Köben á næstu dögum?
Eitt enn...fyrir okkur sem erum svo hallærisleg að vera ekki með facebook...er séns að fá að sjá myndir hérna inni (fyrir mig og mömmu...) Bestu kveðjur af klakanum. Fjóla

Lalli og Eva said...

Hææææ... Djíí hvað við söknum ykkur heldur betur líka!!! Já endilega það væri algjör snilld og við gætum bara komið á völlinn og náð í hana - verðum í bandi með það í vikunni. Mamma gæti komið henni til þín þá.

Í sambandi við myndir þá er ég sko einmitt að hugsa þetta og þarf að koma einhverjum svona link þar sem allar myndinar sjást. Lofa betrum og bótum í þessari viku!!

KNÚZ