Tuesday, August 12, 2008

Dagurinn fyrir daginn sem við flytjum...

er í dag.
Þá er allt klappað og klárt og ekkert annað að gera en að vaka alla nóttina og horfa á strandblakið eða jafnvel júdóið. Missti klárlega af öllum fimleikunum um helgina og vakti þar af leiðandi í alla nótt til að horfa á "the best of" Lárusi til mikillar mæðu. Honum fannst til dæmis tónlistin ekki mjög flott og vildi alls ekki sjá aftur og aftur þega Santos gerði tvöfalt streit á gólfi. Erum búin að pakka í tvær töskur - veit þið trúið því ekki en við erum actually að fara út með tvær ferðatöskur og ekki eitt kíló umfram leyfilega farangursþyngd! Og nú minni ég alla á að við erum að fara að flytja af landi brott næstu tvö árin. Reyndar ætlum við að gera heiðarlega tilraun til að fara með sex töskur í handfarangur...
Lárus er kominn með leiðbeinenda í Masterstnámið og ég er búin að fá senda þrjá 100 síðna bæklinga um kynningarvikurnar, námið sjálft, lesefni fyrir hvern tíma og allt um það hvernig á að lifa lífinu í Kaupmannahöfn. Það er óhætt að halda að það verði hugsað vel um mig og aðra tilvonandi nemendur í þessu námi.
Fyrir þá sem hafa ekki enn hugmynd um hvað við erum að fara að gera... Þá er förinni heitið til Köben, öðru sinni til að eiga heima þar - nema í lengri tíma í þetta skiptið. Ég ætla að setjast á skólabekk og reyna við meistaragráðuna. Lalli er töluvert eldri og reyndari en ég og er einungis einni ritgerð frá því að verða meistari í alþjóðasamskiptum. Ritgerðina ætlar hann að massa í vetur ásamt því að skora fullt af körfum í dönskum körfubolta. Það hefur eitthvað vafist fyrir fólki hvað ég er að fara að læra og það er spurning um að reyna að koma því í orð. European Master in Lifelong Learning: Policy and Management er hið virðulega heiti námsins og held ég að nafnið sjálft geri fólki jafnvel örlítið erfitt fyrir að skilja restina. Námið er á vegum Evrópuráðsins og er Mastersnám í menntunarfræðum - þar sem ég afla mér sérþekkingu á sviði menntamála. Áherslan er síðan á hugtak eða stefnu sem kallast Lifelong Learning sem gæti útlagst sem símenntun eða lífsmenntun. Á Íslandi hafa þessi hugtök viljað loða við endurmenntun eingöngu. Í dag er Evrópuráðið hins vegar að leggja upp með að allt menntakerfið, frá leikskóla og upp úr, taki tillit til þess að við ættum að geta lært og haft aðgang að námi og þekkingu allt okkar líf. Fyrsti kúrsinn sem ég sit endurspeglar að einhverju leyti það sem allt námið snýst um. Þar er fjallað um The new educational order eða nýtt menntakerfi og nýja hugsun í fræðslu- og menntamálum. Þar sem áherslan er ekki endilega lögð á að við þurfum að mennta okkur til þess að verða eitthvað eitt ákveðið allt okkar líf - heldur að menntun og þekking sé eitthvað mun sveigjanlegra og endurmótanlegra.

Svona til að setja þetta í samhengi þá hefur til dæmis "ömmu og afa" kynslóð oftast bara unnið við eitt starf og það hefur án efa mótað þeirra "identity" eða sjálfsmynd að mjög miklu leyti. Næsta kynslóð þar á eftir menntaði sig fyrir ákveðið starf en hafa mörg hver síðan gengið í gegnum einhverja endurmenntun þegar upplýsingaflæði og tækni fóru að bjóða upp á að þekking og nýjar upplýsingar skiluðu sér á mun meiri hraða en áður. Mamma fór til dæmis í Háskólann fyrir nokkrum árum og skipti síðan um starf núna fyrir rúmu ári. Þá hafði hún unnið á sama staðnum í ca 20 ár. Fæstir krakkar á mínum aldri sjá fyrir sér að verða í sama starfinu næstu 20-30-40 árin....
Já já já... blablabla (ég hef alltaf verið soldið léleg að koma mér að kjarna málsins) en pointið er þá nokkurn vegin það að menntastefnur framtíðarinnar þurfa að taka mið af því að við erum ekki endilega að mennta fólk til að verða eitthvað ákveðið fyrir lífstíð. Menntun er líka orðin aðgengilegri fyrir fleira og fleira fólk og ætti að auðvitað að vera aðgengileg fyrir alla. Endalaust upplýsingaflæði á netinu gerir það til dæmis að verkum að oft vita nemendur í grunnskólum miklu meira um eitthvað efni en kennarar þeirra. Allar þessar breytingar í hugsunarhætti og þjóðfélagi samræmast ekki endilega því menntakerfi sem er við lýði í flestum löndum og hefur verið við lýði alveg frá því á iðnöld þegar mikilvægt var að mennta fólk beint til allra þeirra nýju starfa sem mynduðust við tæknivæðingar þess tíma.
Jæja nú er Lalli farin að hlægja að því hvað ég skrifa mikið og ég efast um að þið séuð einhverju nær eða hafið dottið út þarna einhvers staðar í 20-30-40... En ég segi alltaf að það er gott að fólk hefur mismunandi áhugamál og lærir mismunandi hluti... Annars væri nú lífið einsleitt.
En svona til að koma Lárusi að líka þar sem þetta er jú sameiginlegt blogg... Þá er vinnuheitið á ritgerðinni hans: Alþjóðasamskipti, íþróttir og þróunarmál. Þið getið síðan reynt að ímynda ykkur efnistök út frá því... mér finnst þetta hljóma frábærlega spennandi og sýnir einmitt Lifelong Learning hugtakið í allri sinni dýrð. Íþróttakennari sem fer í alþjóðasamskipti en hefur líka mikinn áhuga á þróunarmálum og nær að sameina þetta allt saman í einu verkefni.
En nóg af blaðri í bili - lengdin á blogginu er ekki endilega lýsandi fyrir það sem koma skal... lofa hins vegar ágætis upplýsingaflæði um það sem á daga okkar drífur í Kaupmannahöfn. Þeir sem við náðum ekki að kveðja (sem voru alltof margir): Kiss og knúz og allir auðvitað velkomnir í heimsókn!!

6 comments:

Anonymous said...

Elsku Eva og Lalli.
Mikið eru spennandi tímar framundan hjá ykkur. Þið eruð svo sannalega að gera það gott. Lalli gangi þér vel með ritgerð, og Eva gangi þér vel með þetta spennandi nám.....sem ég náði næstum því að skilja ZZZZZZZ hahaha nei djók.
Ég á nú vonandi eftir að koma til Köben á næstu tvemur árum, þá kíki ég á ykkur.
kv
Láretta

Anonymous said...

Knús til baka Láretta - á þig og alla í familíunni :)

Anonymous said...

Þetta hljómar mjög spennandi hjá ykkur. Hlakka til að lesa bloggið og fylgjast með. Gangi ykkur vel.
Kær kveðja,
Bryndís

Anonymous said...

Takk Bryndís!! góða skemmtun á blómstrandi og auðvitað í stórafmælinu!!

Anonymous said...

Elsku Eva og Lalli, gangi ykkur rosalega vel í köben, verður gaman að fylgjast með ykkur hér á þessari síðu. kveðja Magga Rós

Anonymous said...

Hæhæ, vonandi hefur allt gengið vel hjá ykkur á útleið :) Gott að fá svona detail um námið svo ég get nú sagt fólki almennilega frá því hvað þú ert að læra. Kv, Guðrún