Thursday, November 13, 2008

Ms. Eva

Fyrsti dagurinn minn sem substitute teacher liðinn og mér líður eins og hafi orðið fyrir bíl. Mig óraði nú bara ekki fyrir því að sex ára gömul börn gætu verið svona fjörug!! Við erum að tala um það að ég var mætt í skólann 7:45 og kom heim um 16:00 ekki búin að fá eina mínútu í pásu til að borða eða drekka. 

Þau tala svo mikið og svo hátt og eru frá alls konar löndum. Rífast um alla hluti, fara undir borð og upp í glugga. Reyna að blekkja forfalla kennarann (mig) með ýmsum ráðum. Tala mörg mismunandi tungumál, eru æst og óþolinmóð en líka voða sæt þegar þau segja Ms. Eva do you know that in every second a new baby is born! 

Vá hvað það er miklu miklu miklu erfiðara að kenna börnum sem sum skilja þig ekki, sum tala dönsku, sum ensku, sum ítölsku, sum spænsku og sum þýsku. Líka óendanlega erfitt að hafa ekki orðaforða til að segja allt sem ég vil segja. Ég þarf miklu meiri tíma en venjulega til að hugsa og það er ekki mjög heillavænlegt í þessu umhverfi þar sem maður verður að geta svarað fyrir sig einn tveir og bingó og verið fljótur að leysa ýmis konar ágreining og misskilning. Annar dagur á morgun með sama hóp - þá verð ég kannski aðeins komin upp á lagið með að búa til stopp merki eða time out merki með höndunum. Stundum virkar táknmál bara betur ;) 

Hr. Jónsson fékk svo eftir allt saman leikbann (ætla að sleppa því að úthúða dómurunum) sem þýðir að hann tekur út bannið í næsta leik sem er bikarleikur um 4 liða úrslit. Eins gott að þeir standi sig kapparnir án hans og fari nú að spýta í lófana og hysja upp um sig buxurnar = vinna leik.

Komandi helgi og næsta vika verður undirlögð í lærdóm þar sem ég er að missa úr tvo heila daga nánast í dag og á morgun. Á föstudaginn eftir viku flýg ég síðan suður á bóginn í tengslum við námið mitt. Ráðstefna og seminar í Bilbao - ekki leiðinlegt það! Verð rúmlega helgina þar, kem síðan heim til Köben og geri klárt fyrir fyrstu heimsóknina frá Íslandi!! 





9 comments:

Eyrún said...

Grunnskólabörn eru ventillinn sem orka alheimsins streymir um, for real. Þau eru kraftmeiri en Kárahnjúkavirkjun og Tjernóbil til samans. Táknmál virkar örugglega vel í svona aðstæðum þar sem ekki allir tala sama tungumálið. Og svo er bara mindfulness málið, vera til staðar, og láta ekkert slá sig út af laginu -og þó það geri það að sýna það ekki :) Þetta kemur.

Massíft respect á þig fyrir að þora þessu!

Mundu samt að borða, góða, ef maður sinnir ekki sjálfum sér er maður minna fær um að gefa af sér. Af hverju færðu ekki frímínútur? Loooove...

Anonymous said...

Hahaha get næstum séð þetta fyrir mér en hlakka ekkert smá til að heyra söguna live :) Vonandi hefur dagurinn í dag gengið vel. Úff hvað ég öfunda þig að vera í öðru umhverfi og vera svo að fara í enn annað! En það styttist óðum í des ferðina mína, keypti dollara í dag á tæpar 138 kr. stykkið :( En hey á hvort annað ekki að nægja okkur í sjálfri brúðkaupsferðinni ;)
Heyrumst fljótt!!

Kv,
Guðrún

Lalli og Eva said...

Jú Guðrún mín, hvort annað ætti að duga ykkur í brúðkaupsferðinni. Þurfið örugglega ekki einu sinni að borða - þið lifið bara á ástinni og hamingjunni!!

Knús til ykkar!

Lalli og Eva said...

Úff átti sko frímó Eyrún bara hafði ekki einhvern vegin ekki tíma í þær. En fékk frímó og mat á föstudeginum - orðin töluvert vanari.. Takk fyrir respectið ;) Ég var rosa glöð með mig eftir þessa tvo daga og ekki spillti kaupið fyrir ;)

ÁSt og kossar til þín

Anonymous said...

haha, glæsilegt hjá þér krúsa! Ef ég þekki þig rétt þá verðurðu bráðum uppáhaldsforfallakennarinn í skólanum ;)

Svona reynsla á eftir að koma sér vel þegar þú kemur heim að tuska íslenskan menntalíð til!!

xoxo
Fjóla sys

Anonymous said...

of course menntalýð!

Lalli og Eva said...

Kiss til baka Fjóla!!

Magga said...

Frábært hjá þér að þora þessu!! Massíft respect frá mér líka! :D

Góða ferð til Bilbao - vá hvað ég er öfundsjúk!! ;)

Knús og kossar,

Anonymous said...

þið eruð svo dugleg, gangi ykkur súper vel
kv
Láretta frænka