Thursday, November 27, 2008

Allt að gerast...

Búið að vera heldur betur mikið að gera og bloggið eftir því í lamasessi. Ég skrapp eins og einhverjir vita til Bilbao til að kynnast bæði skóla borg aðeins áður en ég held þangað á vit ævintýranna í september. Ferðin sjálf hefði alveg getað verið ögn ánægjulegri þar sem ég hóstaði mig í gegnum hana og var hálf meðvitundarlaus af slappleika. Engu að síður spennandi borg og æðislega sjarmerandi skóli.





Guggenheimsafnið jaðraði auðvitað bara við hálfgerða geðveiki en flott var það!! Við lærðum líka helling á að ferðast svona mörg saman, bekkurinn þjappaðist saman og það var ómetanlegt að fá að kynnast Londonhópnum (krökkunum sem eru á sama stað og ég í náminu en eru að læra í London) og öllum prófessorunum frá London að auki. Gerir reyndar ákvörðun um stað á 4. önninni aðeins flóknari, ég sem ætlaði aldrei til London er nú allt í einu orðin frekar svag fyrir því að skella mér þangað á síðustu önninni - af hverju ekki að taka þetta bara með trompi og fara á alla þrjá staðina og læra í öllum þremur skólunum??

Lárus og félagar unnu fyrsta leikinn sinn í langan tíma og rúlluðu yfir Horsens sem var mjög ánægjulegt. Hr. Jónsson sem á eitt stykki stórafmæli á morgun - já giskiði nú - er allur að koma til og á vonandi eftir að eiga góðan leik næsta laugardag þegar Sisu tekur á móti Roskilde. Helgin verður einkar skemmtileg og spennandi fyrir þær sakir að mamma og pabbi ætla að kíkja á okkur, fylgjast með körfubolta og bjóða okkur í julefrokost... ekki slæmt það!

Við Lalli erum síðan bæði komin með annan fótinn inn í hinn frábæra skóla CIS (www.cis-edu.dk) þar sem Lalli verður líklegast líka substitute kennari þar auk þess að kenna íþróttir í svokölluðu after school activities fyrir krakkana. Alltaf gott að skapa tengsl og fá tækifæri á að þéna nokkrar danskar krónur.

Ég, Tinna frænka, Haukur og Maggi (einstaklega færir og skemmtilegir arkitektar) erum síðan að leggja lokahönd á tillögu okkar að nýjum miðbæ í Hveragerði. Tillagan er frekar nýstárleg og nokkuð "wild" svo ég sletti aðeins en að mínu mati ótrúlega spennandi og vel framkvæmanleg og án efa besti kosturinn fyrir Hveragerðisbæ. Skilafrestur er 1. desember svo helgin verður undirlögð...

Setjum inn fullt af myndum frá afmælishelginni miklu og heimsókn...

5 comments:

Anonymous said...

Ég ætla að óska Lalla til hamingju með stóra daginn núna svo ég gleymi því ekki á morgun :) Njótið helgarinnar með mor og far! (ef ég man dönskuna rétt ;))

Kv,
Guðrún

Eva Harðardóttir said...

tusund tak min söde skat!! (til að rifja upp dönskuna) takk elskan og kiss og knús til ykkar beggja.

Anonymous said...

Jej.. gaman að sjá blogg :)

Njótiði helgarinnar með mömmu þinni og pabba - það er nú betra að fá þau en einhvern pakka ;)

Og til hamingju með afmælið til Lalla!

Kv. Bjarney

P.s. við höfum kannski samband við ykkur næstu helgi þegar við verðum í Köben, planið er ekki alveg komið á hreint - aldrei að vita nema við eigum lausan tíma til að kíkja á ykkur ef þið verðið eh heima ;)

Anonymous said...

Risaknús og afmæliskossar til Lalla bróður frá okkur hér í Reykásnum!

kv
Fjóla sys

Anonymous said...

Elsku Eva!

Vitanlega skellir þú þér til London líka!!! En ekki hvað?
London er líka svo stórkostleg, engu lík.
Skilaðu afmæliskveðju til Lárusar og hafið það gott.
Með kærri kveðju,
Guðrún Hvergerðingur