Monday, November 17, 2008

...

Dagur tvö í forfallakennslunni var eins og þið höfðuð flest spáð mun auðveldari og nú hafði ég líka nokkur tromp uppi í erminni til að róa krakkastóðið ;) Þau voru hin ljúfustu og enduðu daginn á að lita stóra og fallega mynd handa mér. 



Helgin fór nú svona eins og við plönuðum nokkurn vegin í lærdóm. Kíktum reyndar aðeins út og hittum vini okkar. Við fengum líka heimsókn frá kvikmyndagerðarfólki sem ætlar að koma hérna einn dag í nóvember og taka upp mynd. Þau voru algjörlega heilluð af gamaldags 50's 60's lúkkinu og sögðu að þessari íbúð mætti aldrei breyta. Nú vissu allir í film-bransanum hvar ætti að taka upp myndir sem þyrftu gamaldags setting. Stelpan sem leigir okkur hefur áður leyft tökur á kvikmyndum hérna inni og þess vegna vissu þau af íbúðinni. Við erum alsæl þar sem við fáum smávegis borgað fyrir ómakið - sem er alls ekki neitt þar sem ég verð á Spáni og Lárus í vinnunni daginn sem þau taka upp. 

Sunnudeginum eyddum við á Loppemarked og versluðum nokkrar jólagjafir. Vinir og fjölskylda verða semsagt að sætta sig við gjafir keyptar á flóamarkaði þetta árið. Ég veit að mamma var að vonast eftir einhverju frá Arne Jacobsen en því miður fann ég ekkert frá honum á markaðnum mamma ;) 

Við fengum líka uppáhalds litlu fjölskylduna okkar hérna úti í heimsókn á laugardaginn í tilefni þess að ég, húsmóðir með meiru, bakaði eplaköku. Ekki amalegt það. Er búin að fá svo mikið heimabakað hjá Tinnu og Janusi að ég varð hreinlega að spreyta mig sjálf.

Annars er jólabjórinn auðvitað kominn í bæinn og við Lalli kíktum auðvitað á hverfisbarinn okkar til að fagna. Verst að okkur finnst hann ekkert voðalega spes. Tuborg Classic er alltaf bara bestur.
 







6 comments:

Anonymous said...

Good Eva, you are nice... Aaawww....

Anonymous said...

Æði myndin sem þú fékkst - auðvitað rúllaðir þú þessu upp eins og öðru :)

Bjarney

Lalli og Eva said...

Hahaha frekar krúttó mynd!! Það er allavega búið að biðja mig að koma aftur sem er jákvætt ;) Meiri vinna = more $

Jonas og lísa said...

Hmmmmm forfallakennari

Vona ad tad gangi vel...

Tad vaer ekki slaemt ad fa sma tips um Buenos Aires.....Eg verd samt ansi stutt tar.....Held ad eg lendi kl.8.00 og flyg svo solarhring seinna, en tad er nu ekki seint ad fara ut ad borda herna kl. 11.00 ekki satt.

Er reyndar ordin feitur og pattaralegur af raudvini og nautakjoti...spurning hvort heilt kvold af all you can eat se tad besta fyrir mig......

kv. Fra Malargue
Jonas

Anonymous said...

ok HÖTUM jónas það snóar í köben.. og ekkert rautt vin né kjöt.

knús

Hildur

Anonymous said...

kominn med kroniskar raudar tennur af vino tinto

kv. til hildar

Jonas