Monday, November 10, 2008

...

Engar fréttir eru góðar fréttir... eða hvað? 

Það sem er helst að frétta af okkur skötuhjúum er:

Lalli spilaði fyrsta deildarleikinn sinn í vetur. Var bara þrusugóður í fætinum en aðeins of keppnis kannski þar sem hann var rekinn útaf með 2 ásetningsvillur þegar 8 mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn tapaðist svo með 3 stigum stigum sem var einstaklega svekkjandi. Til allra lukku tekur hann líklegast út leikbannið sem hann fékk í bikarleik í næstu viku og getur því vonandi sýnt stjörnuleik þann 29. nóvember svona í tilefni þess að mamma og pabbi eru að koma til að horfa og svo auðvitað í tilefni þrítugsafmælisins...!! 

Á jákvæðari nótum þá er ég komin með vinnu frá og með 1. desember nk. Kem til með að kenna fimleika sem "after school activity" fyrir krakka í CIS sem er international einkaskóli hérna í Köben. Ég á einnig möguleika á að vinna eitthvað sem forfallakennari sem er einkar jákvætt fyrir fjárhaginn. 

Sem smá mótvægi við alla þá umræðu sem hefur verið í gangi um að Íslendingar fái slæmt viðmót í Danmörku og annars staðar erlendis þá langar mig að koma með örlítið innlegg. Við, og allir vinir okkar (að mér vitandi) hafa ekki fengið neitt nema ótrúlega góðan skilning á stöðunni og ástandinu. Fleiri en einn og tveir hafa boðist til að hjálpa okkur að finna vinnur, við höfum fengið allan þann frest sem við þurfum varðandi greiðslur og fólk er upp til hópa mjög boðið og búið að gera allt sem það getur til að létta manni lífið og hefur í raun og veru töluverðar áhyggjur af manni - sem mér fannst bara ótrúlega sérstakt og fallegt. Þeir íslendingar sem hafa fengið slæmt viðmót eru að ég held algjör undantekning frá því sem gengur og gerist í eðlilegu samfélagi fólks. 

Einmitt og akkúrat... og ekki orð um það meira ;) 




3 comments:

Anonymous said...

Hvað er hlaupið í manninn ;) Það er nú ekki líkt ljúfa Lalla að vera með ásetning eða í leikbanni!

Kv,
Guðrún

Lalli og Eva said...

Uhumm nei þetta er "danski" Lalli að rasa út held ég ;)

Unknown said...

þar sem ég horfði á leikinn, þá get ég sagt að hann átti ekki þessar villur skilið.....