Monday, July 09, 2007

Snjór....

Við fórum á netkaffihús í dag í skítakulda. Á meðan við sátum inni byrjaði að snjóa... Hérna hefur ekki snjóað í marga tugi ára og sýndu fréttirnar myndir síðan 1918 þar sem jafnfallin snjór sást á götunum síðast. Fólkið á kaffihúsinu fékk algjört kast og hljóp út og tók myndir og hrópaði upp yfir sig. Við vorum eina fólkið eftir sem sat inni ásamt einum gaur. Ég spurði hann hvort þetta væri óalgengt og hann sagðist halda það, hann væri sjálfur frá New York og því jafn óspenntur fyrir snjónum og við. Gaman að fá tilbreytingu frá fótboltanum í fréttirnar en við erum akkúrat þessa stundina að kanna hvort við förum ekki í nokkra daga ferð til Brasilíu - helst á morgun!!

Í sjónvarpinu er allt fullt af aukafréttatímum þar sem fólk hrópar og hoppar og kallar og veifar og allir eru svo kátir og glaðir með snjóinn!!

3 comments:

Anonymous said...

Hahaha!! Vonandi komist þið til Brasilíu... þið verðið nú að fá smá sumar :) Ég krossa putta og vona að það verði farið að sjást í vorið þegar við komum! Annars veit ég um góða leið til að hlýja mér = máta föt ;)

Anonymous said...

Já við erum að plana ferð til Ríó en verðið er reyndar frekar hátt (flugfarið og hótelið) því Brasilía og Argentína eru í finals í Cup America og þá eru allir á leiðinni til Brasilíu.

Annars hlakkar mig svo til að fá ykkur - og sérstaklega að fara með þér í allar sjúklega flottu búðirnar sem eru hérna!!! (Lalla hlakkar til að fá Viðar með sér á barinn á meðan held ég).

Annars var þessi upplifun alveg frábær - þó svo að snjórinn sem slíkur hafi nú ekki verið neitt neitt. Allt fólkið var svo hamingjusamt og rosalega mikið af fólki sem hefur aldrei farið út fyrir borgina og því margir að sjá snjó í fyrsta skipti á ævinni. Stemmingin í gærkvöldi var alveg eins og á gamlárskvöldi heima, það voru haldin partý (snjópartý) og fólk safnaðist saman, kveikti elda út um alla borg og fagnaði eins og þetta væri þvílíkt kraftaverk.

Held reyndar að ekki hafi spillt fyrir að þetta gerðist á þjóðhátíðardaginn þeirra (sem venjulega er ekki haldin neitt sérstaklega hátíðlegur).

Anonymous said...

Skondið en skemmtilegt að þetta hafi hitt á þjóðhátíðardaginn þeirra :)

En já okkur hlakkar ekkert smá til, 4 vikur í þetta og bara 21 vinnudagur! Það er sko verið að telja niður á þessu heimili ;)

Með ferðaplanið þá held ég að það sé efst á óskalistanum hjá okkur að fara til Perú og sjá Machu Picchu og jafnvel Igazu en spurning hvort það sé tímans og peningana virði... jafnvel betra að fara bara til Mendoza eða Salta, eða bæði, þaðan til Perú og svo aftur Buenos í búðir ;)

Við erum allavega opin fyrir öllu, verðum í bandi fljótlega á msn eða maili :)