Monday, July 09, 2007

Hola, que tal?

Fyrst af öllu:
Hildur og Ágúst til hamingju með litlu snúlluna sem er endalaust falleg á fyrstu myndinni sinni!!! Vildi óska að ég hefði barasta getað verið á staðnum og allt - en við hlökkum rosalega til að koma og knúza ykkur öll í september.

Fannar og Magga til hamingju með stóra daginn ykkar - vonum að dagurinn hafi verið sá yndislegasti hingað til fyrir ykkur og að allir hafi skemmt sér stórkostlega þó svo að okkur hafi vantað.... hugsuðum til ykkar allt kvöldið.


Það þarf varla að spurja að því hvernig fólk hafi það heima - allir svo glaðir og sáttir með heitasta sumar í manna minnum. Hérna hinu megin á jarðkringlunni - nánar tiltekið í Argentínu er aftur á móti kaldasti vetur í 50 ár. Hitinn í dag fór til dæmis niður í 5 gráður og er þetta án efa kaldasti dagurinn síðan við komum hingað. Það verður líka mjög rakt í borginni þar sem áin Plata eða Río de la Plata liggur við borgina.

Síðustu daga höfum við náð koma okkur aðeins betur fyrir og lært töluvert inn á hverfið sem við búum í, strætó samgöngur og neðanjarðarlestina. Metróin hérna er mjög góður og við erum svo heppin að búa rétt við stöð og gengur línan beinustu leið í skólann okkar.

Við erum búin að hitta þjónustukonuna okkar sem kemur á hverjum föstudegi að taka til og hún kenndi okkur á eitt og annað í íbúðinni. Til að mynda hvernig á hækka hitann svo nú er komin hiti í öll gólf og nýji rafmagsnofninn okkar orðin óþarfur. Það er nú samt ágætt að eiga hann svona til að ylja manni yfir morgunmatnum. Íbúðin er líka orðin töluvert hreinni þar sem konan tók til í marga klukkutíma hjá okkur. Ástæðan fyrir því hversu skítug íbúðin var þegar við komum var sú að fólkið á undan okkur hafði ekki borgað fyrir maid en það er sko lúxus sem við borgum fyrir með glöðu geði. Erum búin að finna allt það nauðsynlegasta í hverfinu okkar eins og til dæmis þvottahúsið. Fórum á föstudaginn með tvo fulla poka af þvotti og fengum allt hreint og straujað til baka tveimur klukkustundum seinna. Þessi þjónusta kosta svo mikið sem 150 kr. Ekki það að mamma gerir þetta nú frítt.... en engu að síður alveg afskaplega ódýrt og þægilegt.

Á morgun er frí í skólanum hjá okkur þar sem það er þjóðhátíðardagurinn þeirra, 9. júlí. Það er reyndar ekkert skipulagt fyrir daginn sjálfan hérna. Kennarinn okkar sagði að þau notuðu daginn bara til að sofa. Hins vegar er stefnt á djamm kvöldið fyrir frídaginn. Við fórum á fyrsta djammið okkar á föstudaginn. Hittum vini okkar úr skólanum, tvær stelpur frá Englandi þær Töru og Hazel og svo Joni frá Ísrael. Við fórum með þeim út að borða - þríréttað og tvær flöskur af víni fyrir tæpan 3000 kall samtals. Kíktum síðan á mjög vinsælan klúbb sem er í hverfinu okkar. Joni hafði fengið boðsmiða gefins og við komumst fram fyrir LANGA röð og fengum frítt inn. Staðurinn var risastór og skiptist í tvo mismunandi sali sem spiluðu sitt hvora tónlistana. Öðru megin mjög lélegt teknó (við höldum að við séum bara of góðu vön) og hinu megin 90s lög og R&B. Reyndar eru flest lög í útvarpinu soldið 90s og maður er í nettu nostalgíukasti allan daginn. Þessa dagana snýst allt um Cup America og leikir eru sýndir á hverjum degi á mörgum stöðum. Fótboltamennirnir hérna eru eins og guðir og allt slúður í slúðurblöðum snýst 99% um þá og kærusturnar þeirra.

Fórum í gærkvöldi á staðinn Milion sem við ætlum sko að fara aftur og aftur á. Guðrún og Viðar við erum búin að setja þennan stað á to do listann þegar þið komið. Staðurinn er á fjórum hæðum og er einn sá allra flottasti sem við höfum farið á. Í morgun fórum við síðan á ofsalega flottan stað sem er annálaður fyrir góðan sundaybrunc - við borðuðum morgunmat þar frá klukkan 1 til 5 og hlustuðum á plöturnar hennar Bjarkar. Spurning hvort maður þurfi ekki einhvern tíma til að rétta sig af þegar maður kemur heim, engin þjónustukona og ekki nýr veitingarstaður á hverjum degi....

2 comments:

Anonymous said...

Vá 1 til 5 djöfull getur hlunkurinn étið!!!

Anonymous said...

Hljómar vel... spurning hvort við komum nokkuð heim aftur, hehehe :)