Monday, July 09, 2007

Myndir


Living the good life. Hver segir að heimalærdómur þurfi að vera leiðinlegur. Stór bjór og spænskubók... bara næs. Við erum reyndar hætt að mega læra saman - kennarinn okkar segir að við svindlum með því og núna þurfum við að læra í sitt hvoru lagi.





Þó svo að við búum í ágætis hverfi þá er vissara að nota allar læsingarnar á hurðinni. Eigandi íbúðarinnar okkar setti aukalás á hurðina eftir að við komum og við læsum iðulega þrisvar innan frá og utan þegar við förum út eða komum heim. Viss um að mömmu og pabba finnst gott að vita af þessari staðreynd ;)



Hugurinn ber mann hálfa leið er það ekki? Það er vel hægt að vera í sólarstemmingu þó svo að úti sé skítkalt. Estufa eða rafmagnsofninn okkar sem ég var svo ánægð með!! Svo kom reyndar hiti í íbúðina eftir að við lærðum að kveikja á kyndingunni :S hahaha




Í umferðinni hérna gilda hálfgerð frumskógarlögmál. Það er að segja þeir sem geta troðið sér sem allra mest á milli bíla og upp á gangstéttir jafnvel komast leiðar sinnar fyrstir. Til dæmis keyrum við þessa einbreiðu götu áleiðis í skólann okkar á morgnanna og á þessari mynd má glögglega sjá að í raun eru bílar á þremur "akgreinum" tveir strætóar sitt hvoru megin og við vorum á miðri götunni í leigubíl að reyna að troðast á milli tveggja annarra bíla.

Fórum með nokkrum krökkum úr skólanum okkar á mjög flott Tango show. Staðurinn heitir Cafe Tortoni og sýningin var ekki bara tangó heldur líka söngur, lifandi tónlist og leikur. Mjög skemmtilegt á að horfa.













Myndir úr hverfinu okkar. Húsin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Það úir og grúir af alls konar byggingarstíl. Fallegust þykja mér húsin sem er í mjög sterkum ítölskum stíl. Í götunni okkar er verið að byggja risa stórt háhýsi með rosalega flottum íbúðum í. Ég er byrjuð að safna mér fyrir penthouse íbúðinni. Aðeins frá okkur eru stórir járnbrautateinar sem skipta Palermo hverfinu í tvennt. Öðru megin liggur "soho" þar sem við búum og hinu megin liggur "hollywood" þar sem ríkara fólk býr og stór fyrirtæki eins og kvikmyndafyrirtæki eru til húsa.

Við skelltum okkur í miðbæinn eða microcentro þrátt fyrir skítakulda þennan dag. Skoðuðum aðal ferðamannagötuna og casa rosada sem er "ætlaður" bústaður forsetans. Hann býr hins vegar ekki þarna núna. Evita Peron stóð hins vegar á þessum svölum og talaði til fólksins. Myndi Evita var líka tekin í þessu húsi. Ein kenning segir að húsið sé bleikt á litin til að sameina federalista sem eru sambandssinnar eða þeir sem vilja minni miðstýringu í landinu og meiri sjálfstjórn héraðanna (liturinn þeirra er rauður) og unitarists sem eru þeir sem styðja stjórnina og vilja sterka miðstjórn (liturinn þeirra er hvítur). Önnur kenning segir að liturinn hafi komið frá því að höllin var máluð með uxablóði.

No comments: