Friday, August 18, 2006

Tilviljanir

Já lífið er fullt af tilviljunum, eða hvað?

Eftir að hafa velt mér óþarflega mikið upp úr vandamálum nágrannans þá ákvað ég að salta þetta sakamál og hugsa um eitthvað annað. Það gekk því miður ekki alveg sem skyldi...

Í gærkvöldi fór Lárus á körfuboltaæfingu um átta leytið og ég var heima í rólegheitunum. Fljótlega eftir að hann er farinn út hringir síminn hans. Ég sá að númerið var danzkt og hélt strax að þetta væri einhver úr vinnunni hans.

Í símanum var karlmaður sem talaði óskiljanlegt mál (afrískt??) mjög hratt og hafði mikið að segja. Ég stoppaði hann í miðri ræðu og spurði hver þetta væri á ensku. Hann svaraði hátt og snjallt ABDULLAH! Hjartað í mér tók bókstaflega aukaslag og ég spurði aftur "who is this" Abdullah sagði maðurinn hinu megin. Ég spurði þá hvert hann væri að hringja og hvern hann vildi tala við. Þá kom önnur eins ræða á óskiljanlegu máli og ég segi við hann í miðri ræðu að hann sé örugglega að hringja í vitlaust númer... Þá hættir hann að tala við mig og virðist beina orðaflaumnum að einhverjum við hliðina á sér... við það skellti ég bara á!

Ég get ekki lýst því hversu skelkuð ég varð. Fór beint á krak.dk og fletti upp númerinu. Það stóð heima að maðurinn sem skráður var fyrir númerinu var Zarif Abdullah Mohamed. Ég læsti hurðinni, lokaði gluggunum og taldi mínúturnar þangað til að Lalli átti að koma heim. Lárus tók hins vegar extra langa æfingu þetta kvöldið og var ekki komin heim fyrr en að ganga 12 að miðnætti. Þá var ég orðin stjörf af hræðslu um að vinir hans Abdullah hefðu bara tekið Lalla líka. Sem betur fer kom hann þó heim og varð ekki var við neitt undarlegt á leiðinni heim.

Af nágrannanum er það að frétta að það kom einhver heim til hans í gær - ekki hann þó held ég. Fór inn og fljótlega aftur út. Læsti hurðinni þrisvar sinnum innan frá þegar hann fór inn og tvisvar sinnum utan frá þegar hann fór út aftur. Hann tók hins vegar ekki fjallið af póstinum sem hefur hlaðist upp fyrir framan dyrnar hjá honum.

Tilviljun að Abdullah hringir í Lalla eftir að hann hverfur úr íbúðinni sinni í rúma viku?? Við erum by the way með óskráð númer hérna úti...

2 comments:

Anonymous said...

ómæ - fríkí

Anonymous said...

úfff thetta fer ad vera spennandi sakamalasaga!
Annars er allt gott fra Tenerife :)