Tuesday, August 01, 2006

Myndasumarið mikla

Hef örugglega aldrei tekið svona margar myndir á einu sumri... eða á 2/3 af sumri. Skemmtilegar myndir komnar (settar inn 1.8.2006) í Meira Köben albúmið. Restin af myndunum sem teknar verða út Ágúst fara í nýjasta albúmið...

...ótrúleg skipulag alveg hreint finnst ykkur ekki?

Fyndið að renna yfir myndirnar - þær eru orðnar nokkuð margar en alveg skuggalega líkar. Sól og fólk á bryggjunni eða sól og fólk á ströndinni í miðri viku og partýmyndir um helgar...
Við erum sko alveg líka að gera margt annað en að vera í sólbaði og í partýum. Til dæmis að vinna, læra og í ræktinni og svona... það er bara ekki alveg nógu myndvænt efni... eða hvað?

Mér finnst alveg eins og sumarið sé alveg að verða búið - við búin að vera tvo þriðju af tímanum okkar hérna og bara ágúst eftir. Þá er bara um að gera að nýta þennan mánuð vel og gera eitthvað skemmtilegt... eins og til dæmis að fara á Beck tónleika í Tivoli!! :)

...úff sá eldingu inn um gluggann hjá mér, nú koma þrumurnar enn eitt kvöldið. Það er nú reyndar mikið í lagi ef það er alltaf skínandi sól daginn um morguninn!

2 comments:

Anonymous said...

Hæ og takk fyrir kveðjuna!
Er búin að ætla að senda ykkur kveðju fyrir löngu....
Heimferðin hjá okkur var frekar fyndin. Fyrst var öllum lestum frá Köben á flugvöllinn aflýst, engin skýring gefinn. Þá hlupum við með stútfullar töskur að leita að taxa og fundum einn sem skutlaði okkur í vitlaust terminal.
Löbbuðum yfir í rétt terminal en þá
var 2ja tíma bið eftir tékk-inn því það var 1 starfsmaður í að tékka alla inn. Seinkunin á fluginu var svo sem því nemur.
Svo var öllum hrúgað í strætó og þeir ferjaðir um allan flugvöllinn, það var sko keyrt úti hjá öllum flugvélunum. Rútan stoppaði svo hjá vélinni og við löbbuðum upp í gegnum rassinn á vélinni, þar var búið að draga út einhverjar innbyggðar tröppur í vélinni. Biðum svo í 30 mín eftir restinni af farþegunum.
Fegin vorum við að vera loksins komin heim....en töskurnar komu ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Fyrir rælni tók ég bíllyklana uppúr ferðatöskunni og setti í veskið...þannig að við komumst heim á endanum.
Frekar vígalegt, allt klikkaði eiginlega sem gat.
Frábært að heyra með íbúðina, til lukku með það. Bjó einu sinni í 32, þetta eru ágætis íbúðir.
Hafið það gott í sólinni, hér er rigning að venju.
Smá öfund hér með Beck, það verður geggjað.
Er veik að fara á Hróa aftur á næsta ári....algjör nostalgía að heyra í böndunum aftur t.d. í útvarpinu, staður og stund gleymist og er komin aftur út í stuðið...umm, það var svo gaman!
Sjáumst í haust,
Elín og co.

Anonymous said...

Hæ hæ Takk fyrir kveðjuna sömuleiðis. Jesús ég hefði verið búin að leggjast í gólfið og grenja!! Ætla rétt að vona að heimferðin okkar verði á þægilegri nótum ;) Gott að komast heim í skjólið sitt þó á endanum.

Roskilde verður í algleymi hjá mér for the rest of my life!! Skortir á stundum lýsingarorð til að segja frá því hversu skemmtilegt var hjá okkur :)

Stefnum líka á Ólafsvöku á næsta ári!! Það verður ekki síðri skemmtun ef ég þekki okkur rétt :D

Biðjum að heilsa á hringbrautina.