Wednesday, August 16, 2006

Nágrannar

Við búum á 1. sal tv. sem útlegst sem önnur hæð ti lvinstri á íslensku.

Á móti okkur búa mjög guðhræddir múslimar sem hafa í sumar stytt okkur Lalla stundir með bænamúsík og bænakalli. Nágrannar okkar hafa beðið til Allah á hverjum degi í allt sumar - undantekningarlaust. Þetta allt saman væri nú ekki frásögu færandi nema hvað...

Fyrir rúmri viku síðan hringdi dyrasíminn hjá okkur og spurt eftir Abdullah. Lárus sagðist ekki heita Abdullah og ekki þekkja neinn slíkan, þar með lauk samtalinu. Eftir nokkrar sekúndur hringir síminn aftur og ég svara. Á illskiljanlegri dönsk/ensku var spurt aftur eftir Abdullah og nú sagðist maður í símanum eiga erindi við hann og í rauninni eiga heima uppi á 1. sal th. Hann sagðist hafa gleymt lyklunum að útidyrahuðinni og þyrfti bara að komast inn ganginn.

Ég opnaði hurðina og hleytpi þeim inn fyrir tvær ástæður:

1. Ég hef mikinn skilning á því vandamáli að týna eða gleyma útidyralyklunum og hef ósjaldan dinglað á allar bjölllur í blokkinni á Laugarnesveginum sem og blokkinni hjá Júlíu þegar ég bjó þar.

2. Ég hef í raun og veru ekki hugmynd um hver býr þarna á móti okkur. Ég hef séð 3 menn fara þarna reglulega inn. Ég hef líka séð börn fara þarna inn með lykla og einu sinni hef ég séð konu fara þarna inn.

Allavega... þegar mennirnir komu upp beið ég að sjálfsögðu spennt á dyragatinu og fylgdist með öllu sem gerðist. Þeir voru í fyrsta lagi ekki með neina lykla og áttu alls ekki heima þarna. Þeir dingluðu dyrabjöllunni en fengu ekkert svar. Þrátt fyrir að fá ekkert svar stóðu þeir í ca klukkutíma og dingluðu dyrabjöllunni, kölluðu inn, lömdu á hurðina og létu frekar ófriðlega. Á endanum var annar maðurinn kominn á fjórar fætur að öskra inn um dyralúguna.

Mér leist ekki neitt á blikuna og kíkti inn á svalir hjá þeim (ef ég teygi mig frekar langt yfir mínar svalir og kíki til hægri sé ég inn til þeirra - frekar obvious og ekki hættulaust svo ég geri það ekkert oft... haha). En það var semsagt opið inn á svalir allt í rúst í stofunni...

Síðan í síðustu viku hefur ekki heyrst nein bænatónlist eða Allah áköll og pósturinn hlaðist upp fyrir framan dyrnar hjá nágrannanum (ég græddi IKEA bækling á því) það virðist hreinlega sem jörðin hafi gleypt hann.

Í dag var mér ekki farið að standa á sama og tók áhættuatriðis-kíkið yfir svalirnar... og viti menn það var allt eins og fyrir viku síðan - allt galopið, hurð og gluggar en enginn heima! Enginn búin að vera heima í heila viku, samt leit allt út eins og þeir hefðu bara ætlað að skreppa eitthvað smá þar sem allt er opið út hjá þeim???

Nú held ég að mennirnir sem komu í heimsókn og lömdu allt að utan hafi bara tekið nágrannann og stungið honum í skottið eða eitthvað þaðan af verra!!

2 comments:

Anonymous said...

Þetta er bara eins og hörku sakamálasaga, spurning að tilkynna þetta... eða kannski ekki, þið gætuð farið að flækja ykkur í einhvern glæpavef c",)

Anonymous said...

sæl kæru hjú....gaman að geta stytt sér stundir í vinnunni við lestur á þessu hörku spennandi sakamáli. Frekar spúki allt saman, farið nú varlega að bendla ykkur við þetta.