Tuesday, August 22, 2006

Kun en uge...

Styttist heldur betur í flugferðina heim til Íslands. Vika til að njóta síðustu Köben daganna til fullnustu.

Helgin var viðburðarrík, sólrík og skemmtileg.

Við fylgdumst með gaypride göngunni sem var alls ekki svo stór eða flott. Allavega hef ég alveg farið í betri göngu heima - greinilegt að íslendingar eru metnaðarfullir gaypride gönguliðar. Kíktum á Nansensgade sem er ein af okkar uppáhaldsgötum í Köben. Þar var götufestival og við keyptum gamlar plötur og borðuðum pulsur. Á laugardagskvöldinu var okkur boðið í mat til Tinnu og Janusar þar sem boðið var upp á Víetnamskar pönnukökur og íslenskt brennivín.

Bara æðislegt :)

Sunnudagurinn var svo afslöppunardagur sem fólst í kaffihúsasetu, fótboltaglápi og bíóferð. Sáum Miami Vice sem var alveg yfirmáta svöl - sem var eiginlega alveg nauðsynlegt til að bæta upp fyrir alveg glaaatað handrit.

Hlökkum til að koma heim til að geta kennt fimleika, keppt í körfubolta, lært í háskólanum og hitt vini okkar og famílíu.

Allir sem vettlingi geta valdið... eða á haldið mega alveg bjalla í okkur á laugardaginn 2. sept til að vera með í flutningum... ;)

...frekar vinsælt?

4 comments:

Anonymous said...

Hlakka til að fá ykkur heim, bæði til að hitta ykkur og líka til að fá gott að borða ;-)
Þið eruð svo mikil dekurdýr að það er efnt til veislu þegar þið komið heim!!!
Hafið það gott þangað til þið komið og passið ykkur á nágrönnunum og félögum þeirra.

Anonymous said...

Ma eg vera fyrst til ad hringja :D

Anonymous said...

Heldur Betur Guðrún!! Ég verð örugglega á undan þér ;) hahaha

Hlakka til að borða, spjalla og vera með hele familien líka Sibba :D Kem með smá matarkyns með mér frá Köben ;)

Anonymous said...

Hæ elskurnar ætlaði bara að segja sorry að ég hitti ykkur ekkert, komst ekki niðrá salonen en takk fyrir sumarið og hafið það nú gott á klakanum, sjáumst vonandi um jólin... Knús og kossar, Inga Dóra