Friday, January 30, 2009

Helgarfréttir úr Vesterbro

Gærdagurinn var stór dagur fyrir okkur skötuhjú. SISU spilaði gífurlega mikilvægan leik upp  á að eiga möguleika á að komast inn í úrslitakeppni á lokasprettinu og ég fór í annað og seinna prófið í Lifelong Learning mastersnáminu mínu. 

Ég var klárlega mun stressaðri fyrir þessa vörn en þá fyrri. Í þetta skiptið vissi ég hvað ég væri að fara út í og var því ekki nærri jafn clueless og í fyrri vörninni. Ég hikstaði aðeins þegar ég átti að útskýra hlutverk og áhrif Evrópusambandsins á borgaravitund ungs fólks og citizenship education í Evrópu, með tilliti til þess hvað Council of Europe, The European Commission og The European Parlament leggðu af mörkum. Ég komst hins vega betur frá því að útskýra áhrif hnattvæðingar á borgaravitund og því hvernig mikilvægi citizenship education héldist í hendur við globalization. Að lokum var ég send út í nokkrar mínútur, kölluð aftur inn og tilkynnt að ég hefði fengið 12 og væri eina í þessum mastersnámi sem hefði fengið hæstu einkunn í báðum prófunum. 

*smá mont* 

Fannst samt meira gaman að koma heim og fá risa búnt af rauðum rósum frá kærastanum og knús og kveðjur frá vinum og fjölskyldu. Um kvöldið skelltum við Lárus okkur á heimaleik hjá SISU. Félagið hefur þvílíkan metnað fyrir umgjörðinni í kringum leikina og það var mikil stemming fyrir leikinn, sem var fjórði sjónvarpsleikur SISU á tímabilinu. Fyrir utan íþróttahöllina voru logandi eldkyndlar, útigrill þar sem grillaðir voru borgarar og inni var hlaðborð sem hægt var að kaupa "all you can eat" frá klukkan 5 um daginn. Það skapaðist mikil stemming og í öllum hléum og pásum voru mjög flottir dansarar sem héldu uppi góðri stemmingu. Leikurinn var frábær og SISU rúllaði yfir Aabyhoj og unnu þá með nærri 30 stigum. Frábært að vinna fyrsta sjónvarpsleikinn í vetur og enn skemmtilegra að sýna og sanna að SISU er að verða eitt sterkasta liðið í deildinni. Nú er bara að vona að áframhaldið verði jafn ævintýralegt og að liðið komist í úrslitakeppnina. Það þarf smávegis lykke til þess að það gerist, eða semsagt að SISU vinni alla leiki sem eftir eru og að Horsholm eða Næstved tapi sínum leikjum... en við sjáum hvað gerist :) 

Erum núna að undirbúa okkur fyrir helgi í sveitinni, ætlum að gista hjá Bjarney og Hadda og eiga góðar stundir með þeim þessa helgi í Odense. Góða helgi til ykkar allra, þangað til næst.
 

6 comments:

Anonymous said...

Vá Eva, þú ert ótrúleg! Til hamingju svo mikið!
Við skötuhjú horfðum á leikinn sem var ekkert smá flottur! Ég krossa fingur um að SISU komist í úrslitakeppnina og þá verður sko efst á dagskrá hjá okkur að mæta á heimaleik hjá SISU þar!
Ég tek undir með þulum leiksins á dk4 sem sögðu að dómararnir væru að tæma "töse"villur á Lalla!!
EN sjáumst á eftir!

Anonymous said...

Það er svo frábært að lesa og heyra í ykkur þessa dagana. Bara allt svo jákvæt og ekki veitir okkur á Íslandi af að heyra jákvæðar fréttir af og til. Eigið góða helgi hjá Bjarney og Hadda. knús mamma

Jonas og lísa said...

Vá! tvær tólfur.... til hamingju með það.

Vildi að ég væri svona gáfaður og gæti skrifað svona flottan texta með ensku slettum sem erfitt er að skilja

Lalli og Eva said...

Bara horfa meira á sjónvarpið Jónas... þá verðuru bæði gáfaðri og betri í að sletta á ensku. Virkar fyrir mig allavega!!

Thelma frænka þín er nú meira krúttið og ps. þið misstuð af svaka leik!! En eruð samt rosa dugleg að skúra svo ég fari ekki alveg með þetta.

Anonymous said...

þú ert snillingur jeg er stolt

solbakki

Anonymous said...

Elsku Eva!

Innilegar hamingjuóskir með frábæra einkunn.
Þú ert ótrúleg!
Keep up the good work!!!
Hvernig skyldi maður nú segja það á dönsku.
Kær kveðja,
Guðrún Hafstein.