Monday, January 19, 2009

Allamalla

Átti súper afmælishelgi og takk fyrir allar góður kveðjurnar þið yndislega fólk. Ágúst besta skinn átti stærra afmæli en ég og hélt því upp á það með stæl. Ekki amalegt boð það. Skemmtum okkur svaka vel og íslenska lambalærið með piparostastósunni slær alltaf í gegn! 

Lárus vakti mig síðan á sunnudaginn, afmælisdaginn sjálfan með extra næs morgunmat og huggulegheitum. Ég spjallaði við Guðrúnu Anný í að minnsta kosti klukkutíma í símann sem var einstaklega ánægjulegt og eftir það röltum við Lalli niður í bæ í rigningunni. Forðuðum okkur fljótlega inn á kaffihús, fengum okkur gott að borða og höfðum það huggó. Enduðum síðan daginn og kvöldið í heimsókn hjá Tinnu og Janusi, spiluðum manna, kjöftuðum og borðuðum góðan mat. Gerist ekki mikið betra :) 

Í dag og á morgun er ég að undirbúa fyrstu vörnina mína sem fer fram á miðvikudaginn næsta. Vörn nr. tvö fer síðan fram á fimmtudaginn í næstu viku. Ég er ennþá frekar róleg yfir þessu, kemur bara allt í ljós og ég ætla nú ekki að gera mér of miklar vonir um einhvern stjörnuárangur. Verð hins vegar mjög sátt ef ég er svona í meðallagi og næ þessu öllu saman. Seinnipartinn í dag eru síðan fimleikar og Lalli er að leysa af körfuboltakennslu svo við verðum samfó upp í CIS á eftir. Svona erum við samrýmd.... ;) 

Við Lalli erum síðan að byrja að vinna meira fyrir SISU þar sem Lárus fékk stöðu sem svokallaður turnering leder eða svona mótsstjóri fyrir alla flokka innan SISU og ég ætla að hjálpa til við skipulagið eins og ég get. Auka krónur þar á ferðinni... þær bara spretta þessar aukakrónur.... var það ekki í einhverri auglýsingu?? 

Kiss og knús þangað til næst

E+L

1 comment:

Anonymous said...

Það endar nú bara með því að þessar aukakrónur bjóði mér til Köben ;)

Kv, Guðrún