Monday, January 05, 2009

Áfram áfram

Rútína, dagleg líf, raunveruleiki... Já það hlaut að koma að þessu! 

Lalli fór að vinna í morgun og ég fór í skólann. Reyndar er ég ennþá á haustönn ólíkt því sem gengur og gerist í íslenskum skólum. Ég afrekaði að skila fyrstu masters verkefnunum mínum í dag og í kjölfarið af því fæ ég "frí" til að undirbúa vörn sem fer fram í lok janúar. Vörnin gildir 50% á móti ritgerðinni sjálfri er okkur sagt. Ég held nú reyndar að það virki meira þannig að leiðbeinandinn og prófdómarinn lesa ritgerðirnar, gefa einkunn og ákveða svo í vörninni hvort þessi einkunn sé við hæfi eða ekki. Sem er reyndar ágætt því þá gefst manni færi á að hækka sig. 

Ég afreka líka að týna símanum mínum (sem var nú ekki mikill skaði þar sem hann var eiginlega alveg búinn á því). Fékk afnot af eldgamla símanum hans Lárusar og fékk mér nýtt númer í dag. Það mun vera: +45 (fyrir útlendinga) 2792 3702. Ég er ennþá í TELIA svo ég geti blaðrað frítt allan daginn við Hildi Maríu, Ágúst og Lalla... ég er nefnilega frábær símavinur!! 

Körfuboltafréttir: Næsti leikur er 7. janúar 2009 á móti Amager.

3 comments:

Anonymous said...

Trúi því vel að þú sért góður símavinur elsku Eva mín,,,,gott að þú ert bara pennavinur minn í bili því ég hefði ekki tíma fyrir málæði :-) Eigum við að fá okkur shushi eins og í fyrra á afmælunum okkar ?? ykkur er boðið á Holtsgötuna :-) kv.MUS og co

Lalli og Eva said...

Va en fyndid ad thu skulir hafa verid ad hugsa um sushi... er buin ad suda um sushi alla vikuna og vid erum ad fara a føstudaginn ad fa okkur sushi!! :)

Vildi ad eg gæti komid a holtsgøtuna i sushi samt!!

Knus og kossar

Anonymous said...

hehe Eva þú og símar, hvað hefuru afrekað að týna mörgum hehe djók

knús á ykkur
kv. Hafný