Thursday, June 28, 2007

Æ það reddast... ;)

Þá erum við komin til Köben. Pínu ponsu eins og að koma heim. Sólin tók reyndar ekki beint á móti okkur heldur er búið að rigna nær stanslaust síðan við komum. En sem betur fer er næs að koma til Hildar og Ágústar í hvernig veðri sem er. Þau voru svo yndó að leyfa okkur að gista þó svo að Hildur sé alveg gjörsamlega að fara að eiga (sett á þriðjudaginn næsta).

Við fórum einmitt með ófrísku konunni ásamt fríðu föruneyti á bestu tónleika lífs míns á þriðjudaginn. Ófríska konan stappaði niður fótunum og rokkaði svo mikið að ég bjóst við að barnið myndi poppa út á hverri stundu. Ég hins vegar skældi bara af hrifningu. Afar tilfinningaríkir tónleikar en líka bara alveg ofsalega góðir og heilmikið rokk. Ég kom sjálfri mér bara hreint á óvart og fílaði þetta svona líka vel.

Við erum búin að fá smjörþefinn af því hvað þarf að græja og gera áður en maður eignast barn og erum búin að þræða þónokkrar barnabúðir og húsgagnaverslanir með þeim skötuhjúum. Annars eru þau mjög svo róleg yfir þessu öllu saman og ég ætla svo sannarlega að taka mér þau til fyrirmyndar þegar og ef ég eignast einhvern tíman barn. Svo er Hildur líka bara svo ofsalega falleg svona ófrísk (hún vildi að ég segði að hún væri feit og fín - en mér finnst hún bara ekki neitt feit).

En aftur að ferðinni....
Eftir nokkur bréfaskipti við vin okkar Pál Dungal komumst við að því að við getum ekki borgað leiguna með neinu öðru en beinhörðum dollurum. Ekki er tekið við kortum og hvað þá argentískum peningum. Dollarar eru jú mun verðmeiri og auðvitað eina vitið að fá þá beint í hendurnar. Þannig að eftir útreikninga okkar Lárusar þá telst okkur til að við þurfum að ferðast með um það bil þrjú hundruð þúsund íslenskar krónur í dolllurum til Argentínu til að geta greitt fyrir gistinguna og skólann þegar við komum út. Það er víst ekki alveg inni í myndinni að skipta peningum eða taka út peninga (dollara semsagt) í Argentínu. Frekar mikið "wanted" mynt og ekki á hverju strái.

Staðan er semsagt þannig að í dag vantar okkur næstum því allan þennan pening í dollurum og vitum ekki alveg hvernig við eigum að geta skipt svona miklum pening á einum degi. Eigum vissulega alveg þessa upphæð inni á bókinni okkar á Íslandi en það er hægara sagt en gert að ná þessum pening út á einum degi.
Ætlum að reyna að fara með kreditkortin okkar í danskann banka á morgun (síðasta daginn okkar í Köben) og athuga hversu mikið við náum út í dönskum krónum sem væri síðan hægt að skipta í dollara hérna í Köben, ólíkt því sem gengur og gerist í Argentínu greinilega.

Mér varð hugsað til þess ef þetta ástand myndi skapast á Íslandi. Hvað myndi gerast ef íslenski efnahagurinn færi eins og sá Argentíski gerði hérna árið 2002. Fólk í Argentínu sem hafði það fínt og var í raun af milli-há stétt, ferðaðist reglulega til Evrópu, sendi börnin sín í skóla erlendis fyrir árið 2002 er í dag bara að skrapa saman fyrir mat og hefur flest ekki tækifæri til að nýta menntunina sína eða þá stöðu sem það hafði unnið hörðum höndum að allt sitt líf. Skelfilegt að hugsa til þess ef að íslenska krónan yrði allt í einu ekki "krónu" virði.

Anyways þá er þetta planið okkar for now, að redda nægilega mörgum dollurum til að geta borgað fyrir gistingu. Kem með nánari díteils seinna um hvar við erum búin að leigja íbúð og nýja skólann and so on.

Kossar & Knúz
E+L

2 comments:

Anonymous said...

Úff gangi ykkur vel! Og gangið með þetta helst í nærbuxunum á leiðinni út ;)

Anonymous said...

Hehe já þetta verður verkefni!!