Sunday, June 24, 2007

Ný plön

Við gerðum smá breytingar á plönum í gærkvöldi. Skiptum um skóla og erum nú í óða önn að leita okkur að nýrri íbúð til að leigja. Ekki kannski alveg ég að skipta svona um stefnu degi fyrir brottför en ég er viss um að við erum að gera rétt með því að breyta aðeins til.
Okkur var nefnilega boðið í morgunkaffi til Páls nokkurs Dungals og í gærmorgun skunduðum við á Þingvöll í bústaðinn hans til að fræðast um Buenos Aires. Hann benti okkur á betri skóla, ódýrari leigu og skemmtilegri staðsetningar. Það var því úr í gærkvöldi að við "offuðum" fyrri plön og erum svona í rólegheitunum að gera ný. Nú vonum við bara að við náum að redda íbúð áður en við förum út.
Nýji skólinn okkar heitir Hispan Aires og virkar mjög vel á okkur. Við fengum svar um leið frá þeim og fengum að auki afslátt af náminum fyrir það eitt að þekkja til Páls Dungals. Draumastaðsetning fyrir íbúð er síðan í Palermo, rétt við Santa Fe. Ekki of nálægt City en þó ekki of langt inn í Palermo. Ég skrifaði á nokkrar leigumiðlanir í dag og býð spennt eftir svari. Það er nú reyndar ekki von á því á sunnudegi þar sem fólk tekur sér réttilega frí á sunnudögum í Suður Ameríku.
Annars er ég ekki mjög áhyggjufull, borgin er afskaplega stór og mikil og eflaust íbúðir og hótel á hverju götuhorni. Á stór Buenos Aires svæðinu búa um það bil 14 milljónir en í miðkjarnanum þar sem fjögur til fimm hverfi mynda þéttustu byggðina búa um það bil 4 milljónir.
Helstu hverfin eru Palermo, Barrio Norte, Recoleta, City Center og San Telmo. Þessi hverfi liggja öll ofan í hvort öðru nokkurn vegin en hafa öll hver sitt einkenni sem ég ætla að lýsa betur þegar á staðinn er komið.

3 comments:

Anonymous said...

Góða ferð á vit ævintýranna elskurnar.

Hlakka til að fylgjast með....

Knús - Sif

Anonymous said...

oo mæ eva ertu að seiga mér að þú sért ekki með FULL skipað plan!!!! you surpræs mí. :)

hlakka til að fá ykkur í kvöld love love

hildur

Anonymous said...

Það versta sem gerist þegar maður er ekki með bókaða gistingu er að maður verður að sofa á geðveikt fínu hóteli, samkvæmt minni reynslu allavega, og það er bara fínt að sofa á fínu hóteli, stundum er meira að segja baðkar!