Saturday, June 17, 2006

Komin til Köben

Þá erum við komin til Kaupmannahafnar! Vorum svo heppin að fá íbúðina degi fyrr en áætlað var svo við sluppum við að leita að gistingu eina eða tvær nætur. Íbúðin er við Rolfsplads 19, 2000 Frederiksberg fyrir þá sem vilja banka upp á hjá okkur.

Staðsetningin er mjög góð og allt til alls í næsta nágrenni. Strætó gengur beint niðrí bæ og er ca 10 á leiðinni. Reyndar erum við búin að komast að því að það er fljótlegra að hjóla og við erum svona 5 mínútur að hjóla niðrí bæ.

Íbúðin sjálf er mjög notaleg og kósý. Hún er pínu lítil en bara akkúrat passlega fyrir okkur tvö. Við fengum netsamband strax og dönzk símanúmer - sem ég set inn von bráðar.

Næst á dagskrá hjá okkur að finna vinnu svo við getum fengið danzka bráðabyrgðar kennitölu og þénað einhverja peninga. Eyddum fyrstu dögunum og helginni í að skoða okkur um og hugga okkur með Hildi og Ágústi.

Veðrið er búið að vera yndislegt - rúmlega 20 stiga hiti og sól sem er bara hið besta sumarveður á íslenzkan mælikvarða. Meiri fréttir seinna...

-ástogkossar- L+E

No comments: