Saturday, June 03, 2006

Heimkoma

Vorum að koma heim. Fórum bæði beint í ýmis verkefni og vinnu. Fínt að vera upptekin þangað til að við förum aftur út. Ferðin til Búlgaríu var súper skemmtileg og sérstaklega félagsskapurinn sem var alveg til fyrirmyndar ;) Við mælum þó ekkert sérstaklega með því að fólk leggi leið sína á Golden Sands - sem er ekkert annað en þvottastöð fyrir dóp og vændispeninga. Þjónustan er eftir því léleg og matur og vín í algjörum lágflokki. Töluvert meiri upplifun og skemmtun að heimsækja borgir á borð við Burgos og Schumen þar sem borinn er fram alvöru matur og vínin eru góð. Fólkið þjónustulundað og góð stemming á hverju horni.

"Blakadarió" fyrir frábæra ferð krakkar. Jogvan og Þórhildur eru sjálfskipuð í næstu útlandanefnd. Þau stefna á að smala saman í hópnum þarnæsta sumar á Ólafsvöku og gefa Höllu Rós og Bjögga frí eitt sumar í Víkinni. Vona að sem flestir taki Verzlunarmannahelgina 2007 frá og skelli sér til Færeyja.

Vorum að fjárfesta í miðum á Roskilde festival og spenningurinn jókst töluvert við það að vita af öruggum miðum á hátíðina. Nú er bara að panta sól og gott veður svo ég geti mögulega sofið í tjaldi og skemmt mér í leiðinni.

Allir sem vettlingi geta valdið (eða á haldið) mega síðan hafa augun opin fyrir vinnu handa okkur skötuhjúum í Köben í sumar. Það slær örlítið á kæruleysið í mér með hverjum deginum og ég vona að við finnum okkur eitthvað að gera sem allra fyrst.

Eva & Lalli... living the good live

No comments: