Saturday, June 13, 2009

Frábær Föstudagur

Eyddum gærdeginum í að fagna með vinum okkar sem voru að ljúka ýmsum afar merkilegum áföngum í lífi sínu. Hildur María hélt ljósmyndasýningu í tilefni þess að hún er nú útskrifaður ljósmyndari. Frábær sýning þar sem myndirnar hennar báru algjörlega af enda fékk hún hrós og athygli samkvæmt því! Minni bara á síðuna hennar fyrir allt ljósmyndaþyrst fólk 

www.hildurphoto.com

Eftir þá sýningu lá leið okkar upp í Filmskolen eða danska kvikmyndaskólann þar sem leikstjórar framtíðarinnar, þar á meðal Janus Bragi Jakobsson stórvinur okkar, sýndu afraksturinn af náminu sínu. Myndin hans Janusar heitir The Gentelmen og var heldur betur skemmtileg og hressandi. Í henni leika þrír íslenskir herramenn sem fóru algjörlega á kostum svo ekki sé meira sagt. Við skemmtum okkur konunglega og sáum fullt af fleiri góðum myndum. Meðal annars útskriftarstykkið hans Rúnars Rúnarssonar, sem leikstýrði Síðasti bærinn í Dalnum svo eftirminnilega um árið. Allar myndirnar sem við sáum voru einstaklega flottar og áhrifaríkar og alveg ljóst að úr þessum skóla útskrifast upprennandi stjörnur. 

En dagarnir ganga að öðru leyti sinn vanagang, ég læri á meðan Lárus lyftir og síðan hittum við vini og gott fólk. Hlökkum mikið til að fá fjölskylduna í heimsókn í næstu viku og krossum puttana fyrir góðu veðri. 

No comments: