Thursday, August 02, 2007

Hvað er...

Þrátt fyrir annálað partýstuð á miðvikudögum hér í landi tókum við skötuhjú þennan miðvikudaginn heldur rólega. Fórum í bíó að sjá nýjustu Harry Potter myndina. Erum nú ekki miklir aðdáendur og höfum hvorki lesið né fylgst með kvikmyndum um kappann fram að þessu en vegna mikils þrýstings frá nýja spænskukennaranum okkar skelltum við okkur. Nýji kennarinn okkar heitir Alejandra (lesist Alehandra) og er mikill Potter aðdáandi. Lárus vogaði sér að minnast á dauða Harry Potter í nýjustu bókinni og við lá að hún þyrfti áfallahjálp. Í löngu máli (á spænsku) sannfærði hún okkur síðan um ágæti Potters og hvernig hann myndi ráða Voldemort af dögum í síðustu bókinni og standa uppi sem ódauðleg hetja.... Hmmm við sjáum nú bara til með það.

Erum smátt og smátt að komast yfir að heimsækja öll helstu túrista "must see" (þýðing fyrir Uxann: Nauðsynlegt að sjá) í borginni. Fórum á mánudaginn í skítakulda (kemur á óvart) að skoða hverfi sem kallast La Boca og er eitt elsta hverfi borgarinnar. Í þessu hverfi á tangóinn rætur sínar og við dönsuðum tangó við ótrúlega uppáþrengjandi götudansara. Gaman að þessu samt :) Húsin í La Boca eru mörg hver úr áli og eru afar litrík. Eitt hús skartar kannski 5-7 litum og segir sagan að innflytjendur hafi notað hluta úr ónýtum skipum til að byggja sér hús í þessu hverfi. Þrátt fyrir að hverfið sé eitt helsta túrista-attraction (þýðing fyrir Uxann: ferðamanna-aðdráttarafl) borgarinnar býr lágstéttin ennþá þar og í flestum húsunum búa margar fjölskyldur saman. Gædinn okkar sagðist vita um allt að 50 manns búandi í þriggja herbergja íbúð saman.

Enginn tangó í þessari viku hingað til - fórum samt í spinning í gær þar sem persónulegi spinningkennarinn okkar kyssti alla sem komu í tímann hæ og óskaði öllum persónulega góðs gengis í tímanum. Ég mæli með þessu fyrir þá sem kenna spinning á Íslandi... hahaha....
Myndi ekki vilja vera "lokaða týpan" hérna í Buenos Aires.

Man ekki hvort ég hef minnst á það hversu mikið er gert út á útlit og kynþokka hérna í fjölmiðlum. Þættir í sjónvarpinu sem hægt er að fylgjast með hérna sem snúast eingöngu um útlit kvenna eða kynþokka eru óteljandi. Til dæmis dansþátturinn góði sem ég sagði frá um daginn, á hverju kvöldi er líka stöð sem sýnir "fallegustu konur Argentínu" (löng myndbönd með konum á bikini) og fleira í þessum dúr. Núna erum við líka að hlusta á útvarpsstöðina "Radio Sexito" (þýðing fyrir Uxann: Útvarp Kynþokki).

3 comments:

Anonymous said...

Hehehe, það er eins gott að fara að æfa stútinn og draga fram kynþokkann!!

Anonymous said...

Heldur betur...!! Vorum að leggja lokahönd á skipulagningu. Er orðin svo spennt :) Bara ein vika eftir af skólanum!!

Anonymous said...

bíddu deyr HArrí kallinn

hildur