Friday, July 21, 2006

Hlaut að koma að því! Fyrsti dagurinn síðan við komum út (14. júní) sem rignir... Lárus upplýsti mig um það að úrkoma í Köben mældist 68 mm síðasta sumar en hefur rétt náð 1 mm í sumar.

Ekki kvarta ég :)

Rigningin er samt bara þægileg í 30 gráðu hita. Verst að það fylgir henni svaðalegur raki svo maður svitnar á undarlegustu stöðum allan sólahringinn...

Gestalaus vika framundan hjá okkur - kostir og gallar -

Vikan með Fjólu og co var bara skemmtileg. Bara gaman að "þurfa" að fara í Tívolí og Zoo. Lalli skellti sér í fallturninn og plataði svo alla hina til að fara í tryllingstækið Drekann (tæki sem ég hef farið að háskæla í). Ég sleppti öllum tækjum í þetta skiptið og skemmti mér best í dýragarðinum ;)

Takk svo mikið fyrir komuna elskurnar!! Vona að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og við :)

Nýjasta dýrið í garðinum er Tasmanian Devil... hann vildi nú ekkert láta sjá sig. Urraði bara undir trjábol í skugganum. Í sumar er hægt að fara í Zoo alveg til 10 á kvöldin. Langar pottþétt aftur um kvöld til að reyna að sjá framan í hann. Hann er frekar lítill og loðin - algjört krútt - alveg eins og í teiknimyndunum... þangað til hann opnar munnninn sem er fullur af vígtönnum. Svo er hann er ógeðslega grimmur og étur allt sem hann kemst í og meltir allt - hann meltir hauskúpur og járndrasl og bara allt sem hann setur ofan í sig!!

Við erum orðin ansi heimavön á Íslandsbryggju enda bara næs að fara þangað í sólinni og baða sig í sjónum ef það er orðið of heitt. Á bryggjunni er hægt að spila körfubolta og þar safnast oft saman gaurar sem halda að þeir séu the hottest thing... með aðra buxnaskálmina bretta upp og í ægilegum körfuboltabúningum eða merkjafötum... talandi ensku við hvorn annan og mjög gettólegir. Eru samt í raun og veru bara frekar mikið danskir og lítið sem ekert svalir... en mjög skemmtilegir á að horfa ;)

Meira skemmtilegt sem er hægt að gera á bryggjunni... lærðum Tangó síðasta þriðjudag - bara gaman!! Ég átti samt í smá erfiðleikum með að leyfa Lalla að stjórna :/ hehehe kemur á óvart?

Tékkuðum á Amagerströnd í síðustu viku og steiktum okkur bókstaflega. Lalli nældi sér í viðurnefnið Lalli Lobster eftir daginn! Skemmtilegt að koma á strönd þar sem ekki er gert út á túrisma - bara ein ísbúð og engin að reyna að selja þér feik cucci og prada skeljar og skartgripi...

...smá innsýn inn í það sem er að gerast hjá okkur :) Good times allt the time... Vona að þið hafið það jafn gott í sólinni sem er loksins farin að skína á Íslandi.

No comments: