Tuesday, December 29, 2009
Jólin á Ísland
Í Brúarhvammi var boðið upp á rjúpur, á Giljum nörtuðum við í kaldann hrygg og fengum síðan hangikjöt á jóladag. Á annan í jólum voru tapasréttir og lambakjöt á boðstólnum að ótöldum öllum kökunum, jólabakstrinum, eftiréttunum osfrv.
Við erum búin að hitta fullt af vinum okkar, óvenju marga eiginlega miðað við að ég er búin að eyða nokkrum dögum í að vera veik - sem kallar á inniveru og rólegheit. En það er nú heil vika eftir svo að ég hef tíma til að þjóta á milli kaffiboða næstu dagana.
Í gærkvöldi áttum við til að mynda frábært kvöld og borðuðum geggjaðan mat með yndislegu fólki og í kvöld er stefnan sett á enn eina sumarbústaðaferðina, ég ætla nú reyndar bara að fara ein með Telmu vinkonu og eiga smá quality time með henni. Aldrei að vita nema að við spilum trjáspilið góða sem við spiluðum um það bil þrjúhundruð sinnum þegar við vorum litlar.
Eigiði góða rest elskurnar og gangið hægt um gleðinnar dyr - inn í nýja árið.
Tuesday, December 22, 2009
Ísland
Daginn sem við flugum frá Bilbao fór að snjóa þar og ég prísa mig himinsæla að vera stödd hér á Íslandi þar sem húsin eru upphituð og rúmlega það. Í íbúðinni okkar í Bilbao búum við nú ekki svo vel að vera með hita en getum þó stungið einum rafmagnsofn í samband ef svo ber undir. Það hefur hins vegar ekki gerst oft hingað til og ég vona að veðrið verði orðið betra þegar við lendum aftur á Spáni.
Ég hef líklegast ekki verið nægilega vel klædd miðað við aðstæður þessa fyrstu daga á landinu kalda því ég nældi mér hálsbólgu, hósta og hita. Ekki þó svínaflensu því mér skilst að maður verði svo ægilega veikur af henni, þannig að maður viti varla af sér. En ég er alls ekki það slæm, bara svona "inniveik" og kemst þar af leiðandi ekki í sund - en get eytt tímanum í að skrifa ritgerðir. Kannski eru þetta forlögin að hafa vit fyrir mér. Gera mig sæmilega veika til að vera inni en nógu hressa til að ljúka við lærdóminn. Enda ekki seinna vænna - margt að klára fyrir áramót.
Annars er þetta bara búið að vera notalegt, margir kossar (þannig nældi ég mér líklegast í flensu) og knús, vinamót og fjölskyldustundir. Yndislegt að hugsa til þess að dvölin er rétt svo hálfnuð, nóg eftir!
Wednesday, December 09, 2009
Hálfnuð
Ég hef nú þegar sett mér það markmið að heimsækja á næstu 10 árum amk þrjá bekkjarfélaga mína á þeirra heimaslóðir. Við erum 25 í bekknum og frá 15 löndum svo ég held að það sé raunhæft markmið. Svo er bara velja úr þeim löndum og heimsóknum sem standa manni til boða næstu árin. Ég er mest spennt fyrir Indlandi, Kína, Filipseyjum, Víetnam, Eþíópíu, Armeníu, Svartfjallalandi, Íran (held reyndar að vinur minn sem er frá Íran ætli ekkert endilega heim til sín aftur), Argentínu, Kanada og Króatíu.
Friday, December 04, 2009
1 ár, 1 vika, 1 dagur...
Monday, November 23, 2009
Við erum bókaormar
Sunday, November 22, 2009
Basta Ya
- Against terrorism of any sort, regardless of origin or intensity.
- Support for all victims of terrorism or of political violence.
- Defend the Rule of Law, the Constitution and the Statute of Autonomy of the Basque Country.
Mæli með að allir gefi börnunum sínum (unglingum) þessa bók í jólagjöf og lesi hana síðan með þeim í góðu tómi.
Viðtal við Fernando (á ensku) um Frelsi fyrir Baskaland og bókina Siðfræði Handa Amador.
Basta Ya heimasíðan á ensku
Wednesday, November 18, 2009
Bilbao
Alltaf eitthvað fallegt að sjá.
Búið að hengja upp jólaljósin á brúnni milli gamla hverfisins og fjármálahverfisins. Það þarf ekkert að kveikja á þeim alveg strax held ég.
Þetta hús finnst mér alltaf jafn flott.
Almenningsbókasafn í Abando - æðislegir stafirnir í gluggunum.
Gamalt og nýtt mætist... ein af óteljandi fallegum kirkjum í Bilbao í hverfinu Indauxtu. Þarna fyrir aftan má síðan sjá svakalegan glerturn sem rís á ógnarhraða og kemur til með að verða stærsti turn í Baskalandi.
Eins mikið og ég vil halda í falleg hús og gamla borgarmynd þá verð ég eiginlega að segja að þeim hefur tekist ótrúlega vel upp með að blanda saman gömlu og nýju hérna í borginni. Samanber myndina af rauða spegla húsinu sem sómir sér vel innan um mis gamlar blokkir.
lengri leiðin...
Tuesday, November 17, 2009
San Fransisco
Wednesday, November 11, 2009
Það er heldur...
Því miður voru veðurguðirnir ekki jafn spenntir fyrir komu þeirra skötuhjúa til Spánar og skelltu á beljandi rigningu og hagléli í fimm daga. Það gerði nú ekki mikið til því þau Halla Rós og Björgvin eru bjartsýnisfólk í meira lagi og létu ekki (ó)veðrið hafa áhrif á sig. Það var því með bros á vör og sól í hjarta sem við skáluðum í nokkrum bjórum, borðuðum góðan mat, hlupum á milli búða í "smá úða", þrjóskuðumst til að kaupa ekki regnhlífar, fórum í körfuboltagleði, dönsuðum til klukkan sex um morgunin, töluðum langt fram á morgun, sváfum langt fram eftir degi, borðuðum pinxtos, lögðum á ráðin um Ameríkuferðir, skáluðum fyrir jafnrétti, fórum næstum því í spilavíti og áttum hreint út sagt frábærar stundir saman. Takk fyrir yndislega ferð þið fallega fólk!
Nú tekur veruleikinn við, sem hefur sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar eins og lífið sjálft. Skóli, vinna, skrifa, lesa og svo framvegis. En það er líka komin fiðringur í okkur fyrir heimferð í desember.
Tuesday, November 03, 2009
Haustrigning, gestir og ráðstefna
Thursday, October 29, 2009
Ó þú norður strönd Spánar....
Tuesday, October 27, 2009
Monday, October 26, 2009
Erum við að af-alþjóðavæðast?
Sunday, October 25, 2009
Helgin í hnotskurn
Thursday, October 22, 2009
NEI
Ást
Wednesday, October 21, 2009
MEGAPARK
Sunday, October 18, 2009
Gestir til Bilbao!
Monday, October 12, 2009
Lítill heimur
Wednesday, October 07, 2009
Gamalt og nýtt - myndir úr Lalla Iphone
Tuesday, October 06, 2009
*pása*
Annars erum við ennþá södd og sæl eftir yndislegu San Sebastian ferðina okkar sem var farin síðasta laugardag. Veðrið lék við.... nei djók!! Borgin er einstaklega aðlaðandi og hefur upp á ótal margt að bjóða. Við eigum vafalaust eftir að fara þangað aftur og eyða lengri tíma. Borgin er ólík Bilbao að því að leyti að hún er yfirfull af ferðamönnum enda laðar hún að sér fólk frá öllum heimhornum. Við Lárus höfum hins vegar komist að því að ferðamenn og túristar eru ekki sama fólkið og það eru engir túristar í San Sebastian. Ferðamenn eru fólk sem ferðast til að komast í snertingu við eitthvað einstakt, satt og upprunalegt. Túristar eru meira á höttunum eftir bestu tilboðunum, skyndibitamatnum, fjöldaframleiddu Gucci úrunum eða stolnu Prada töskunum, gula bananabátnum eða froðudiskótekinu. Með þessari greiningu erum við samt sem áður ekki að leggja einn einasta dóm yfir túrista eða túristastaði.
Wednesday, September 30, 2009
Haust
Friday, September 25, 2009
Á Calle Urazurrutia
Wednesday, September 23, 2009
...
Tuesday, September 22, 2009
Mánudagur til meistaragráðu
Saturday, September 19, 2009
Það rignir
Sunday, September 13, 2009
Við erum happý!
Monday, September 07, 2009
Mánudagur um allan heim
Það skiptir víst litlu máli hvar maður býr í heiminum, á endanum er það hversdagurinn sem tekur við af ljúfa lífinu. Kaffihúsaferðum og rauðvínsglösum fækkar og við tekur venjulegur skóladagur og ritgerðarskrif. Það sem er þó að einhverju leyti óvenjulegt við lífið þetta haustið er hitinn og sólin sem skín framan í okkur Lárus á hverjum morgni.
Spænskupróf í morgun og síðan spænska á hverjum degi í þrjár vikur frá og með miðvikudegi. Nú er bekkurinn minn samansettur af rúmlega 20 krökkum frá bæði DPU háskólanum í Kaupmannahöfn og IOE í London og það verður skemmtileg tilbreyting að fá London krakkana með í hópinn og ég hef góða tilfinningu fyrir þessum vetri – ef vetur skyldi kalla.
Við erum hæstánægð með íbúðina okkar og þá helst hversu vel hún er staðsett. Ég hef síðan sannfært Hr. Jónsson um að koma með mér í ævintýraför (IKEA) á laugardaginn næsta. Eftir það verður íbúðin án efa orðin kósý og viðkunnaleg. Við ætlum meðal annars að skoða hvort okkur bjóðist rúm eða dýna á góðu verði þar sem rúmið sem við höfum deilt síðustu viku er nákvæmlega 98 cm á breidd og 185 cm á lengd. Ég var að enda við að mæla það til að vera viss um hvað við gætum látið okkur dreyma um bæta við mörgum sentimetrum. Plássleysið hefur samt sem áður ekki háð okkur það mikið enda er það er okkur Lárusi nú sem oft áður til happs og lukku hvað við erum ástfangin og ánægð með hvort annað!!! Ókei kannski líka það að við erum ekkert sérlega hávaxin eða fyrirferðamikil.
Styttist óðum í að Lárus verði meistari í alþjóðsamskiptum og við stefnum á rómantíska ferð til San Sebastian í tilefni áfangans!!
Sunday, September 06, 2009
Sunnudagur á Plaza Nueva...
Thursday, September 03, 2009
Takk fyrir allar yndislegu heillakveðjurnar - þær virkuðu!!!
Saturday, August 29, 2009
Nýju heimkynnin...
Friday, August 28, 2009
Baskaland - Bilbao - Bullandi gangur á þessu...
Wednesday, August 26, 2009
...
Wednesday, August 19, 2009
Ítalía
Thursday, August 13, 2009
meira en þúsund orð...
...nema stundum
Meira á Facebook...
...
Wednesday, August 05, 2009
Friday, July 31, 2009
Afmæliskvedja
Hann tengdapabbi minn er svo stór ad stundum stend ég upp á stól til ad knúsa hann. Hann leikur stundum Gunnar á Hlídarenda. Hann syngur hátt og vel. Hann vaknar alltaf fyrir klukkan sex á morgnanna. Hann er algjør hrekkjapúki. Hann á konu sem heitir Sólveig, kisu sem heitir Mía, 3 børn og 3 barnabørn.
Hann er flottur kall hann Smári á Giljum. Til hamingju med daginn!
Monday, July 27, 2009
Skemmtilegt
...
Sunday, July 26, 2009
Sunnudagssæla
Saturday, July 25, 2009
Laugardagslíf
Monday, July 20, 2009
Sunday, July 19, 2009
Gleði & Glaumur
Wednesday, July 15, 2009
Nýjar hliðar á Köben
Hjóluðum um í blíðunni, fengum sms um að lítill drengur hefði fæðst inn í þennan heim í nótt, borðuðum spínat fylltar pizzusneiðar á Stefanspizza og drukkum gott kaffi á Riccos. Yndislegur dagur í sól og 25 stiga hita. Gerist varla mikið betra.
Restin af deginum fer í akademískar pælingar og íbúðarleit. Uppgötvaði allt í einu að ef ég leita eftir "flat" en ekki "apartment" þá fæ ég svona hundrað sinnum fleiri íbúðir og á mun fýsilegri prís. Hver er eiginlega munurinn á flat og apartment?? Getur einhver sagt mér það. Virkar alveg það sama en er það greinilega ekki.