Basta Ya eða Enough is enough eða Nú er nóg komið eru spænsk grasrótarsamtök að mínu skapi. Talsmaður þeirra og einn af stofnendum er Fernando Savater sem er fæddur og uppalin í San Sebastian, mikill baskamaður en alfarið á móti ETA sem og öllum öðrum hryðjuverkum. Basta YA býður alla borgara (frá öllum þjóðernum og löndum) til að taka þátt í að berjast fyrir þremur meginatriðum:
- Against terrorism of any sort, regardless of origin or intensity.
- Support for all victims of terrorism or of political violence.
- Defend the Rule of Law, the Constitution and the Statute of Autonomy of the Basque Country.
Fernando Savatar er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Hann er prófessor, heimspekingur og rithöfundur og uppáhaldsbókin mín eftir hann hefur einmitt verið þýdd á íslensku. Hún heitir Siðfræði Handa Amador og er algjörlega í einu orði frábær. Bókin er ekki kennslubók í siðfræði en heldur ekki skáldsaga um siðfræði. Hún er í raun bók sem Fernando skrifar til sonar síns sem er á unglingsaldri - ætluð honum sem leiðarljós í lífinu - bók sem segir frá og útskýrir nokkur grunngildi sem mér finnst að við ættum öll að geta unnið að því að lifa eftir til að lifa betra lífi.
Mæli með að allir gefi börnunum sínum (unglingum) þessa bók í jólagjöf og lesi hana síðan með þeim í góðu tómi.
Viðtal við Fernando (á ensku) um Frelsi fyrir Baskaland og bókina Siðfræði Handa Amador.
Basta Ya heimasíðan á ensku
2 comments:
Hljómar vel... kannski mar kíki á þetta :D langaði annars bara að senda þér knús og segja að það er alltaf gaman að kíkja á bloggið ykkar þótt ég sé ekki dugleg að kommenta ;)og já hlakka til að eiga kósý stund með þér um jólin :D
Hlakka til sömuleiðis sæta. Takk fyrir að skrifa, þykir vænt um það :)
Post a Comment