Wednesday, September 23, 2009

...

Í Bilbao rignir að meðaltali um 250 daga á ári var mér sagt í gær. Í dag er hins vegar 27 stiga hiti og flennisól. Verst að ég var í skólanum frá níu til hálf sjö í dag og þannig verður morgundagurinn líka á morgun.

Lárus komst loksins á körfuboltaæfingu eftir að hafa verið hlekkjaður við skrifborðið í hálfan mánuð. Honum brá heldur betur í brún þegar hann mætti á æfinguna þar sem aðstæðurnar voru vægast sagt "Harlem like" - spilað á steingólfi og hann mætti heim eftir æfingu með sprungna vör en bros allan hringinn, sáttur með að fá loksins að sprikla. Nú hefur hann líka fyrst tíma til að líta í kringum sig og koma sér inn í hlutina hérna.

Ég er búin að tala meiri dönsku heldur en spænsku held ég síðan ég kom út. Í skólanum mínum eru nokkrir Erasmus nemendur frá Kaupmannahöfn og alveg stukku á mig þegar þær vissu að ég hefði verið í Kaupmannahöfn líka.... "ahhh du taler altso dansk ikke"... í sporvagninum í dag voru síðan týndir túristar frá Danmörku sem ég aðstoðaði örlítið og þau þökkuðu mér í bak og fyrir og aumkuðu sig í leiðinni yfir "den krise krise".

Well búðin kallar... ætla að skella mér í stuttbuxur og njóta síðdegissólarinnar.

No comments: