Thursday, September 03, 2009

Takk fyrir allar yndislegu heillakveðjurnar - þær virkuðu!!!

Við Lárus röltum á milli staða - rauðvínsglas hér - pintox þar. Stemmingin er öðruvísi, skemmtileg, afslöppuð og umfram allt heillandi.

Allar heillaóskirnar skiluðu sér yfir hafið og rúmlega það! Við fundum auglýsingu í háskólanum, hringdum í vinalegt fólk og gerðum leigusamning sama daginn. Fólk á aldur við mömmu og pabba (jafn ung semsagt) sem vilja allt fyrir okkur gera. Íbúðin er minni en allar íbúðir sem við höfum áður búið í (og þær eru nokkrar) en hún hentar okkur fullkomlega. Hún er nýleg, hrein og hefur allt til alls. Staðsett í Casco Viejo sem er afskaplega heillandi hluti borgarinnar, fullt af veitingastöðum, iðandi mannlífi og menningu. Fyrir utan gengur sporvagn beint í skólann minn.

Við hlökkum til að kynnast borginni og hvort öðru upp á nýtt - því nýtt umhverfi býður upp á endalaus ævintýri og nýjungar.

p.s. Það er ennþá stuttbuxna-veður ;)

4 comments:

Anonymous said...

Hljómar svo spennandi ég hlakka alltaf til að lesa nýja færslu frá ykkur :)

Kveðja úr Norðurbrúnni,
Guðrún, Viðar og Litli Túl

Karen said...

En æðislegt fyrir ykkur - til hamingju með þetta :)
Enn stuttbuxna veður í Svíþjóðinni líka :)

Knús á ykkur :)

Anonymous said...

Glæsilegt - til hamingju!
Kv. frá Odense

inspirationfreak said...

ööööfund :) gangi ykkur ofsa vel :)