Sunday, September 06, 2009

Sunnudagur á Plaza Nueva...

Á torginu er fullt af fólki að njóta septemberblíðunnar.

Götulistamenn kasta keilum og standa á höndum. Á milli súlnanna á torginu spila börn fótbolta og elta hvort annað. Bæði fullorðnir og börn skiptast á fótboltamyndum. Skrifa skiptin niður á blað, leita að eigulegum myndum og blanda geði við hóp af fólki í sömu erindagjörðum.

Hinu megin á torginu eru seld gæludýr, páfagaukar, hamstrar, hænur, mýs, íkornar og kisur. "Vale, vale, vale" heyrist úr flestum áttum. Hér er líka hægt að fá fornbækur og gamla tónlist, plötur og plötuspilara. Ferðamenn, heimamenn, börn, unglingar og gamalmenni. Krúttlegastir finnst mér litlu gömlu karlarnir sem ganga um með staf og baskahúfur sem líkjast stórum frönskum alpahúfum.

Við horfum á fólk, njótum sólarinnar og drekkum kaffi :)

No comments: