Wednesday, July 15, 2009

Nýjar hliðar á Köben

Það sem ég elska við stórborgir er að það má endalaust kynnast nýjum hliðum á borginni. Í dag uppgötvuðum við Lárus (eftir góðar ábendingar) að Jægerborggade og Stefansgade eru yndislega krúttlegar og skemmtilega spennandi götur í Nörrebro. Að vísu held ég að Vítisenglar eigi þessar götur með húð og hári og það voru nokkrar svona frekar vafasamar verslanir á stöku stað. En það er nú líka bara það sem gerir göturnar svona spennandi og sniðugar.

Hjóluðum um í blíðunni, fengum sms um að lítill drengur hefði fæðst inn í þennan heim í nótt, borðuðum spínat fylltar pizzusneiðar á Stefanspizza og drukkum gott kaffi á Riccos. Yndislegur dagur í sól og 25 stiga hita. Gerist varla mikið betra.

Restin af deginum fer í akademískar pælingar og íbúðarleit. Uppgötvaði allt í einu að ef ég leita eftir "flat" en ekki "apartment" þá fæ ég svona hundrað sinnum fleiri íbúðir og á mun fýsilegri prís. Hver er eiginlega munurinn á flat og apartment?? Getur einhver sagt mér það. Virkar alveg það sama en er það greinilega ekki.


3 comments:

Fjóla said...

annað orðið er breskt og hitt amerískt :) ætli valið á því hvort orðið er valið í auglýsinguna ráðist ekki af því hvort að bresk enska eða amerísk enska hafi verið kennd í viðkomandi grunnskóla?...

Eva Harðardóttir said...

Einmitt það sem ég hélt bara að það þýddi það sama. Ekkert eins og "flat" sé bara íbúðir með 2 herbergjum og "apartment" séu bara íbúðir með húsgögnum.

Það virkar samt soldið þannig, því þegar ég loksins fattaði að leita líka (á sömu síðunni sko) undir bæði "flat" og "apartment" þá fékk ég allt í einu bara milljón fleiri íbúðir. Þessi síða flokkar semsagt íbúðir í tvennt: "flats" og "apartments" alveg ruglað... sé engan mun og ekki heldur hvernig þeir flokka þetta. Reyndar sýnist mér að allt sem þeir kalli "flat" séu stórar íbúðir, það er ekki minni en 2 herbergja en allt sem er "apartment" eru frekar litlar íbúðir.

Spez!!

Eva Harðardóttir said...

Einmitt það sem ég hélt bara að það þýddi það sama. Ekkert eins og "flat" sé bara íbúðir með 2 herbergjum og "apartment" séu bara íbúðir með húsgögnum.

Það virkar samt soldið þannig, því þegar ég loksins fattaði að leita líka (á sömu síðunni sko) undir bæði "flat" og "apartment" þá fékk ég allt í einu bara milljón fleiri íbúðir. Þessi síða flokkar semsagt íbúðir í tvennt: "flats" og "apartments" alveg ruglað... sé engan mun og ekki heldur hvernig þeir flokka þetta. Reyndar sýnist mér að allt sem þeir kalli "flat" séu stórar íbúðir, það er ekki minni en 2 herbergja en allt sem er "apartment" eru frekar litlar íbúðir.

Spez!!