Forláta kaffivélin sem ég gaf Lárusi í þrítugsafmælisgjöf í miðri kreppu og notaði í það dágóðan hluta af námslánunum mínum bilaði í dag. Kaffivélin sem Lárus elskar meira en mig virkar ekki lengur. Kaffivélin sem mér reiknast til að við höfum borgað um það bil 40.000 íslenskar krónur fyrir að láta flytja frá Kaupmannahöfn til Bilbao gerir ekki neitt kaffi!
Ég er að skrifa MA ritgerð - ég þarf kaffi!
2 comments:
Kaffivandræði!! þið getið þó keypt kaffi. Það er ekki mikið úrval af þessu hér í Kína. Kínverjarnir fá í magan af þessu og eru því ekki mikið fyrir kaffið. Það fæst í einstaka búðum og er rándýrt.
Gaman að skoða síðuna ykkar. Við höfum ekki getað það heima þar sem kínverska ríkið lokar síður eins og facebook, youtube og blogspot. En ég kemst inn á þetta í vinnunni þar sem ég er tengdur gegnum serverinn heima. Ef ykkur langar í heimsókn þá endilega sendið okkur línu og við tökum vel á móti ykkur
Kær kv. Eldur
Ps. Guðrún biður vel að heilsa
Úff ef okkur langar í heimsókn!!!!!! Jedúdda mía - já við værum sko ekki lítið til í það. Spurning að lengja í sumrinu og taka vikuferð í vetur. Er ekki bara næs veður hjá ykkur all year round?
Já við kíkjum líka á ykkar síðu - ótrúlega spennandi og þið eruð greinilega að koma ykkur vel fyrir og njóta lífsins.
En já rétt kaffið er amk til - og stendur ekkert á því að fara út í markað að sækja það.
Við látum okkur dreyma um Kínaferð!!!
Post a Comment