Hér á Calle Urazurrutia (prófið að segja þetta hratt 10 sinnum) er allt eins og það á að vera svona miðað við árstíma. Á meðan Jónsson keppir í körfu einu sinni í viku keppist ég við að lesa og skrifa. Eftir akkúrat eina viku verðum við síðan á heimleið til að halda upp á jólin í faðmi fjölskyldunnar.
Þetta með tímann er soldið skondið. Ég hef tekið eftir því að undanfarin ár hafa vinir og vinkonur á svipuðum aldri og ég nefnt það æ oftar að tíminn líði svo hratt. Ég er auðvitað í nákvæmlega sama pakka - geri mér betur og betur grein fyrir því hvað lífið er stutt og finn sífellt betur fyrir því hvernig tíminn gjörsamlega hleypur frá mér. Síðan held ég þetta versni bara þegar maður eignast börn þá finnst manni endanlega að lífið sé á fast forward held ég.
Sem dæmi má nefna að ég er algjörlega steinhissa á því að vera raunverulega að klára síðustu skólaönnina mína í MA náminu. Þegar ég skráði mig í námið haustið 2008 fannst mér ég næstum því vera að koma mér í eitthvað eilífðarverkefni. Tvöþúsundogtíu hugsaði ég og gat nánast ekki ímyndað mér hvenær það ár kæmi það var svo ógurlega langt í framtíðinni eitthvað... En núna er 2010 bara alveg að koma og ég að fara í síðustu "tímana" mína í náminu í næstu viku. Við tekur síðan auðvitað heil önn sem ætluð er undir rannsókn og lokaverkefni og eftir það get ég vonandi kallað mig meistara í.... uuu European Masters in lifelong learning: Policy and Management... hmmm ekki alveg að gera sig kannski?
En það skiptir engu máli það er svo langt í þetta... eða kannski ekki?
Þrátt fyrir tapleik hjá Santuxtu síðasta laugardag þá var engu að síður farið út á lífið þar sem "the rock" (Lárus Jónsson smkv liðsfélögum sínum) varð árinu eldri (þetta með tímann aftur - soldið spes). Við fórum á stað sem kallast Bilbao Deluxe og býður upp á RISA skammta af mat fyrir sanngjarnt verð. Síðan kíktum við á nokkra staði þangað til að við fengum nóg af latino og héldum heim á leið.
Fyrsta stopp heima verður í kósý hjá Fjólu og fjölskyldu og ég hlakka endalaust til!! Þá er nú heppilegt að þessi eina vika verður án efa eins og einn dagur að líða.
Hasta luego, venga, agur!
No comments:
Post a Comment