er vikan þá hafin er... eða má ekki annars segja það líka. Það er nokkuð ljóst að þessi vika ætlar ekki að vera jafn fljót að líða og fyrri vikur. Hver dagur virðist vera hundrað klukkutímar í það minnsta og hver klukkutími hundrað mínútur.
Það styttist samt sem áður og svosem nóg fyrir stafni þangað til að við leggjum í hann. Ég skrifa eins og vindurinn um borgaravitund, menntamál og lýðræði út frá hinum ýmsu hliðum. Er með tvær stórar ritgerðir nokkurn vegin hálfkláraðar sem var einmitt markmiðið - að hálfklára þær báðar áður en ég kæmi heim. Hálfnað er verk þá hafið er!
Á föstudagskvöldið er okkur boðið í kínverskan mat hjá Yanyan vinkonu minni úr skólanum. Hún mun klára Mastersnámið sitt í London og flýgur í jólafrí til Kína á laugardaginn svo það verður nokkurs konar kveðjustund. Nú er farið að verða heldur mikið um þær innan hópsins. Mjög sorglegt að hugsa til þess að jafnvel gefst ekki tækifæri til að hitta sumt af þessu góða fólki aftur sem ég er búin að eyða næstum því tveimur árum með. En við erum staðráðin í að halda sambandi, annað væri bara vitleysa. Þetta er án efa öflugasta og alheimsvæddasta network sem ég hef komist í og svoleiðis sambönd ber að rækta.
Ég hef nú þegar sett mér það markmið að heimsækja á næstu 10 árum amk þrjá bekkjarfélaga mína á þeirra heimaslóðir. Við erum 25 í bekknum og frá 15 löndum svo ég held að það sé raunhæft markmið. Svo er bara velja úr þeim löndum og heimsóknum sem standa manni til boða næstu árin. Ég er mest spennt fyrir Indlandi, Kína, Filipseyjum, Víetnam, Eþíópíu, Armeníu, Svartfjallalandi, Íran (held reyndar að vinur minn sem er frá Íran ætli ekkert endilega heim til sín aftur), Argentínu, Kanada og Króatíu.
Ég hef nú þegar sett mér það markmið að heimsækja á næstu 10 árum amk þrjá bekkjarfélaga mína á þeirra heimaslóðir. Við erum 25 í bekknum og frá 15 löndum svo ég held að það sé raunhæft markmið. Svo er bara velja úr þeim löndum og heimsóknum sem standa manni til boða næstu árin. Ég er mest spennt fyrir Indlandi, Kína, Filipseyjum, Víetnam, Eþíópíu, Armeníu, Svartfjallalandi, Íran (held reyndar að vinur minn sem er frá Íran ætli ekkert endilega heim til sín aftur), Argentínu, Kanada og Króatíu.
4 comments:
Má ég koma með til Víetnam, langar sjúklega mikið að koma þangað!
Sjáumst eftir nokkra daga :)
Kv,
Guðrún
Jebbs díll, kemur með mér þangað. Förum í "stelpuferð" þangað og strákarnir verða heima að "passa" ;) Sjáumst eftir svo fáa daga!! Júhú.
Af 15 löndum ertu mest spennt fyrir 11, gangi þér vel að velja ;)
Uhhhhh hvað meinaru!!!
Post a Comment