Wednesday, December 31, 2008
Fyrstu áramótin...
Tuesday, December 30, 2008
Annáll
Lent í Köben
Tuesday, December 16, 2008
Jólin nálgast
Thursday, December 11, 2008
Sjónvarpsleikur
Saturday, December 06, 2008
*ESSAY WRITING*
Tuesday, December 02, 2008
Thursday, November 27, 2008
Allt að gerast...
Lárus og félagar unnu fyrsta leikinn sinn í langan tíma og rúlluðu yfir Horsens sem var mjög ánægjulegt. Hr. Jónsson sem á eitt stykki stórafmæli á morgun - já giskiði nú - er allur að koma til og á vonandi eftir að eiga góðan leik næsta laugardag þegar Sisu tekur á móti Roskilde. Helgin verður einkar skemmtileg og spennandi fyrir þær sakir að mamma og pabbi ætla að kíkja á okkur, fylgjast með körfubolta og bjóða okkur í julefrokost... ekki slæmt það!
Við Lalli erum síðan bæði komin með annan fótinn inn í hinn frábæra skóla CIS (www.cis-edu.dk) þar sem Lalli verður líklegast líka substitute kennari þar auk þess að kenna íþróttir í svokölluðu after school activities fyrir krakkana. Alltaf gott að skapa tengsl og fá tækifæri á að þéna nokkrar danskar krónur.
Ég, Tinna frænka, Haukur og Maggi (einstaklega færir og skemmtilegir arkitektar) erum síðan að leggja lokahönd á tillögu okkar að nýjum miðbæ í Hveragerði. Tillagan er frekar nýstárleg og nokkuð "wild" svo ég sletti aðeins en að mínu mati ótrúlega spennandi og vel framkvæmanleg og án efa besti kosturinn fyrir Hveragerðisbæ. Skilafrestur er 1. desember svo helgin verður undirlögð...
Setjum inn fullt af myndum frá afmælishelginni miklu og heimsókn...
Monday, November 17, 2008
...
Thursday, November 13, 2008
Ms. Eva
Wednesday, November 12, 2008
Hér verður boðið upp á góðar fréttir...
Monday, November 10, 2008
...
Monday, November 03, 2008
Vinir
Wednesday, October 29, 2008
...
Tuesday, October 28, 2008
Bein útsending
Myndir
Sunday, October 26, 2008
...
Thursday, October 23, 2008
Heima og heiman...
Tuesday, October 21, 2008
tíminn flýgur
Thursday, October 16, 2008
Heim á leið
Sunday, October 12, 2008
Fyrirmyndarforeldrar
lífið og tilveran
Sunday, October 05, 2008
Hemmi Gunn
Friday, October 03, 2008
Svona er lífið...
Tuesday, September 30, 2008
hlýjindi
Minnug þess að í Argentínu síðasta sumar keyptum við rafmagnsofn og sváfum í flíspeysum í tvær vikur áður en við uppgötvuðum gólfhitakerfið ætluðum við að hafa samband við Trine sem við leigjum af og spurja hvort það væri ekki örugglega hiti í samningnum okkar. Í dag fékk ég síðan óvænta heimsókn frá Hildi og Ágústi. Þau komu með brauð og sætabrauð með sér. En komu líka með ómælda þekkingu á ofnum og hitakerfi Danmerkur. Ágúst gerði sér lítið fyrir og tappaði af ofninum í stofunni og taaaraaa! eins og eldingu væri veifað kom hiti á allan ofninn! Okkur hafði klárlega ekki dottið þetta í hug - fyrr hefðum við keypt annan rafmagnsofn líkt og í Argentínu forðum daga. Hildur gerði sér síðan lítið fyrir og uppgötvaði að í raun og veru eru þrír ofnar en ekki tveir í íbúðinni. Þriðji ofninn er vandlega falin við loftið í forstofunni. Hildur er greinilega örlítið stærri en meðalhæð heimilisfólksins er hér á bæ (eða bara svona athugul) og sá því þennan forláta ofn sem var auðvitað skrúfaður í bont líka...
Nú er bara tropical stemming í Matthæusgade 48. Heitt og gott og huggulegt.
Sunday, September 28, 2008
Annasöm vika framundan
Wednesday, September 24, 2008
Sisu vs. Grindavík
Tuesday, September 23, 2008
Örlitlar útlitsbreytingar
Friday, September 19, 2008
Helgin framundan
Thursday, September 18, 2008
Miðvikudagskvöldin
Nú sitjum við yfir miðnætur lasagnea og rauðvínsglasi... Já stundum er gott að geta sagst vera "í útlöndum" og leyft sér ýmisleg huggulegheit í miðri viku.
Monday, September 15, 2008
Ný vinnuvika...
Jónsson var semsgt fjarverandi alla helgina sökum körfubolta en mér leiddist þó alls ekki þar sem ég fékk góða heimsókn frá Bjarneyju og Hadda. Haddi var einmitt sjálfur í keppnisferðalagi og fengu þau að krassa á stofugólfinu hjá mér - strax komin góð reynsla á vindsængina og tvöföldu sænginga sem ég fjárfesti í fyrir framtíðarheimsóknir. Það var bara notalegt að hafa þau í heimsókn og ég fór og horfði á fyrsta körfuboltaleikinn minn í vetur - en klárlega ekki þann síðasta :)
Varðandi gengi á æfingamótinu hans Lalla getum við bara sagt að honum hafi gengið ágætlega, síðan er aftur annað mál með gengi liðsins. En þetta var góð reynsla og gott mót til að fá hópinn saman skildist mér á honum. Hann verður síðan bara að blogga sjálfur ef honum finnst ég rangtúlka staðreyndir :)
Vinnan hjá Lalla gengur vel og það er sko nóg að gera alltaf - ekki slegið slöku við hjá mr. Money Maker - yfirmanninum hans. Skólinn minn gengur líka vel. Ég þarf bráðlega að fara að velja mér efni í lokaritgerðirnar mínar tvær sem allt stendur og fellur með á þessari önn. Ég er opin fyrir öllum hugmyndum þar sem efnið er frjálst og hugurinn minn fer ekki nema í þúsund hringi á hverjum degi með þetta! Eina kríterían er að önnur þarf að tengjast The knowledge society og hin þarf að tengjast The learning individual... Já látið ykkur nú detta eitthvað sniðugt í hug :)
Set inn nokkrar myndir hérna fyrir þá sem lifa ekki á 21. öldinni og eru þar af leiðandi ekki með Facebook (sem er reyndar algjör tímaþjófur og alls ekki holl afþreyging - mæli ekki með að fólk fái sér aðgang).
Ást og kossar
Tuesday, September 09, 2008
Frá útlandinu
Ég fór á dönskunámskeið í skólanum. Svokallaðan crash course og kann núna að segja Jeg hedder Eva og jeg er fra Island.
Kennarinn á dönskunámskeiðinu gerði óspart grín að Íslendingum og tilkynnti hátt og snjallt (með ómældri kaldhæðni) að það væri ótrúlegt að Íslendingar væru svo menningarlegir að eiga meira að segja sinfóníu og dansflokk og svo lét hann alla í bekknum klappa fyrir mér og fannst hann ótrúlega sniðugur. Þá bætti Alex (stelpa frá Svartfjallalandi) við að Íslendingar hefðu líka unnið Dani í handbolta og þá hætti hann að hlægja. Hann gerði eina tilraun enn til að gera lítið úr Íslandi með því að nefna hversu heimskuleg stefna væri við lýði á Íslandi að búa til íslensk orð fyrir allt og ekkert og nefndi dæmi sínu til stuðning orðið pocket disco (vasadiskó auðvitað - en ekki hvað??) sem væri í öllum öðrum löndum walk man (sem kemst ekki í hálfkvisti við vasadiskó). Krökkunum fannst pocket disco miklu betra orð og nú er engin með ipod í bekknum mínum heldur ganga allir með pocket disco :)
Lalli er að fara að keppa í Svíþjóð um helgina. Nú verða æfingaleikir hjá honum allar helgar fram að móti. Mikill metnaður og spenna í gangi í liðinu held ég. Ég er orðin mjög spennt að kíkja á leik og hlakka mikið til að sjá hvort ég fái ekki VIP sæti í höllinni. Lalli vinnur líka eins og versti íslendingur (en ekki Dani) sem á vonandi eftir að sjá okkur fyrir salti í grautinn næstu mánuðina.
Höfum aðeins verið að velta fyrir okkur jólunum - hvar og hvernig - en það kemur nú allt betur í ljós þegar nær dregur og við sjáum betur hvernig gengur með ritgerð, vinnu, bikarkeppni og fleiri þætti sem allir hafa áhrif á ferðalög, fjárráð og svo framvegis.
Þangað til næst...
Saturday, September 06, 2008
Kósý kvöld í kvöld...
Tuesday, September 02, 2008
...
Sunday, August 31, 2008
Myndir hérna í bili
Thursday, August 28, 2008
Í Köben er ennþá sumar...
Monday, August 25, 2008
Hr. Jónsson
Sunday, August 24, 2008
Myndir
Útsýnið af svölunum okkar - það var sommerfest í garðinum þennan dag :)
Í historical túr með bekknum mínum...
Þarna má sjá gædinn, Söru frá París, Julie frá Shang Hæ og Roger frá Filipseyjum.
Aftur í historical tour og þarna má sjá í helming af Söru, Isidoru frá Serbíu, Abe frá Eþíópíu, Tariku frá Indlandi, Chetan frá Indlandi og Esther frá Þýskalandi.
Saturday, August 23, 2008
Vá!
Thursday, August 21, 2008
meira af okkur
Monday, August 18, 2008
daglegt líf...
Friday, August 15, 2008
Heimilisfang og símanúmer
Matthæusgade 48 C
4. sal -425 c/o T.T. Nielsen
1666 Kobenhavn V.
Danmark
Fyrir þá sem vilja ná í okkur símleiðis eða senda sms:
Lalli +45 5349 1510
Eva +45 5340 2048
Thursday, August 14, 2008
Flutt
Þá erum við semsagt flutt og tilveran rétt að byrja hér í Kaupmannahöfn. Ég hefði nú aldeilis átt að hrósa okkur meira fyrir að vera EKKI með yfirvigt þar sem hún reyndist vera um það bil 20 kg þegar á flugvöllinn var komið. Elskulegur innritunardrengurinn gaf okkur hins vegar æði mikinn séns og rukkaði okkur nákvæmlega ekki neitt – heldur brosti bara blítt til okkar og spurði hvort við værum að flytja...
Við komuna til Köben lá okkur heldur betur á að komast í nýju íbúðina og því vorum við einstaklega glöð þegar töskurnar okkar tvær komu fyrstar á færibandið. Við þustum því út í leigubíl áleiðis til borgarinnar og vorum komin hálfa leið inn í Köben þegar við uppgötvuðum að í reynd áttu töskurnar að vera þrjár. Við bættum nefnilega einni tösku við í farangursgeymsluna í blálokin við innritun svona fyrst að innritunardrengurinn var svona almennilegur.
Þetta uppátæki kemur kannski ekki nánustu ættingjum á óvart en sem betur fer endaði það allt saman vel. Við báðum leigubílstjórann vinsamlegast að taka U-beygju og bruna aftur á völlinn. Sem hann og gerði með glöðu geði enda mælirinn kominn hátt í 1000 danskar krónur. Taskan fannst síðan með hjálp starfsmanns og við vorum einstaklega ánægð með að endurheimta videocameruna, myndavélina og hjólalykilinn sem var með því dýrmætara í töskunni.
Við komum því töluvert seint um kvöld að Matthæusgade þar sem hin danska Trine beið okkar til að afhenda okkur íbúðina. Við ráfuðum aðeins um fyrir utan húsið þar sem við sáum engan augljósan inngan að íbúðarhúsnæði heldur blasti við okkur risastórt andyri að verslunarmiðstöð. Eftir smá leit fundum við dyrabjöllu og nafnið hennar Trine. Trine bauð okkur velkomin og opnaði innganginn að verzlunarmiðstöðinni.
Eins og okkur grunaði þá eigum við heima á 5. hæð fyrir ofan nýbyggðan (Júní 2008) verslunarkjarna í Vesterbro. Verslunarmiðstöðin tengir saman Matthæusgade og Vesterbrogade og hefur að geyma afar mikilvægar verslanir eins og Mödström og Message (umdeilanlegt kannski...) en ætli Netto sé ekki sú verslun sem við eigum eftir nýta okkur einna mest. Að ég tali nú ekki um að við innganginn okkar er líkamsræktarstöðin SATS sem er mjög fín stöð. Það duga víst engar afsakanir lengur hér á bæ... Já staðsetningin er semsagt bara frábær í alla staði.
Íbúðin sjálf er síðan æði hugguleg og ekki yfir neinu að kvarta þar. Ég sem hafði undirbúið mig undir sturtuhaus fyrir ofan klósettið og tengi í vaskinn eða eitthvað álíka mix – en gekk hinsvegar inn í flísalagt baðherbergi með sér sturtu og hitastýrðum blöndunartækjum. Brúnu og appelsínugulu flísarnar skipta engu máli þegar sturtan er jafn stór og raun ber vitni. Hvílíkur lúxus!! Annars er íbúðin rúmgóð og björt. Nóg pláss fyrir gesti og hún Trine var svo elskuleg að skilja eftir luftmadrass fyrir okkur þar sem hana grunaði að það yrði gestkvæmt. Við erum búin að eiga stutt spjall við tvo elskulega nágranna. Þau eiga samtals um það bil fimm hunda en það heyrist nú ekkert í þeim... ennþá að minnsta kosti. Hundarnir eru mjög vinalegir og komu í smá heimsókn til okkar í gær...
Við erum svo lukkuleg að vera ennþá inni í danska kerfinu síðan fyrir tveimur árum og þurfum því bara að sækja um sygesikringskort og velja okkur lækni. Við fórum niður í bæ til að gera þetta í dag en gleymdum auðvitað vegabréfunum (kemur ættingjum enn og aftur örugglega ekki á óvart) og gátum því ekkert gert... svo við fórum bara á Salonen í staðinn (sem er uppáhalds kaffihúsið okkar) og fengum okkur lífrænar samlokur og hummus. Stefnum á að redda CPR númerinu bara á morgun og ég er meira að segja búin að fá leiðbeiningar frá Hildi um það hvaða lækni ég á að velja. Ég á að biðja um denne smuk læger pa lægehuset i Vesterbro... eða eitthvað álíka. Það er allavega einn mjög sætur læknir þar sem heitir Jesper.
Lalli fer á fyrstu æfinguna sína í dag hjá Sisou og því ríkir mikil eftirvænting. Annars vöktum við langt fram á nótt í gær að fylgjast með ólympíuleikunum og eigum eflaust eftir að gera það áfram næstu daga og nætur.
Margrét litla Rós er í aðlögun á vöggustofu og stendur sig eins og hetja. Vinkar bless og leikur sér alveg eins og herforingi. Ég veit ekki hvort mín aðlögun (næstu tvær vikur) í skólanum verður jafn lukkuleg. Ég er ekki jafn mikil hetja og Margrét og þarf án ef á meiri stuðning að halda en 1 árs gamalt barn. Þá er ég nú heppin að eiga bestustu Hildi... Við fengum Hildi og Ágúst til dæmis strax í heimsókn sem var æði og þau buðu okkur í mat fyrsta kvöldið og BEZT í HEIMI er að þau eru í rölt færi.
Tuesday, August 12, 2008
Dagurinn fyrir daginn sem við flytjum...
Svona til að setja þetta í samhengi þá hefur til dæmis "ömmu og afa" kynslóð oftast bara unnið við eitt starf og það hefur án efa mótað þeirra "identity" eða sjálfsmynd að mjög miklu leyti. Næsta kynslóð þar á eftir menntaði sig fyrir ákveðið starf en hafa mörg hver síðan gengið í gegnum einhverja endurmenntun þegar upplýsingaflæði og tækni fóru að bjóða upp á að þekking og nýjar upplýsingar skiluðu sér á mun meiri hraða en áður. Mamma fór til dæmis í Háskólann fyrir nokkrum árum og skipti síðan um starf núna fyrir rúmu ári. Þá hafði hún unnið á sama staðnum í ca 20 ár. Fæstir krakkar á mínum aldri sjá fyrir sér að verða í sama starfinu næstu 20-30-40 árin....