Stoppið á Íslandi er varla byrjað og nánast búið.
Ég er þrátt fyrir allt búin að hitta nokkra vini og vinkonur og eiga ómetanlegar stundir með þeim. Við hittum fjölskylduna hans Lalla á einu bretti í gærkvöldi sem var alveg yndislegt og fengum síðan skammt af minni fjölskyldu í dag sem var líka gott þrátt fyrir að við værum saman komin til að kveðja afa gamla. Hefðum ekki getað fengið betra veður og athöfnin var í alla staði falleg og góð.
Síðasti dagur heimsóknarinnar verður eflaust nýttur til að fara í sundlaugina í Laugarskarði og hlaða batteríin fyrir "heimkomu" til Danmerkur, lærdóm, ritgerðarskrif, körfuboltaæfingar og endurhæfingu.
Næsti leikur hjá Lalla er síðan á laugardaginn næsta og við vonum auðvitað hið besta, semsagt að kappinn geti spilað nokkrar mínútur... Pakka í kvöld og svo flugrútan aðfaranótt fimmtudags.
No comments:
Post a Comment