Thursday, October 23, 2008

Heima og heiman...

Ahhh hvað var nú gott að koma heim á Matthæusgade aftur. Komum með trilljón töskur og hjól og þurfum næstum stærri íbúð fyrir allt dótið sem við drusluðum með okkur heim. Allt var þetta þó eitthvað gífurlega mikilvægt. Harðfiskur, vetrarföt, lýsi og ullarsokkar svo eitthvað sé nefnt. Fyrir utan allt nammið sem Hildur María pantaði... en ég borðaði áður en hún fékk helminginn af því. 

Athöfnin gekk ofsalega vel og við náðum að hitta fleiri heldur en við bjuggumst við en auðvitað ekki alla sem við hefðum viljað hitta samt. Svona er þetta bara - verst að allir sem höfðu ætlað sér að kíkja til Köben á næstunni er náttúrlega löngu hættir við öll slík plön... en engu að síður er nóg pláss í stofunni hjá okkur og við rukkum ekki svooo mikið. 

Nú tekur við skóli, æfingar og vinna. Ég er með nokkrar vinnur í deiglunni núna og fer vonandi í einhver viðtöl í næstu viku, læt vita betur þegar þetta fer að skýrast. Á meðan framfleytir Lalli okkur með því að skakklappast í vinnuna og hvetja hina strákana á æfingum. Annars er hann allur að koma til og fær vonandi að vera smávegis með á æfingu í dag og hann setur síðan stefnuna á að spila sjónvarpsleik þann 30. október nk. sem er heimaleikur á móti Randers. 

Við áttum annars bara ágætlega huggulegt Iceland Express flug heim. Við bjuggumst við að það yrði hálf tóm vél þar sem fæstir væru nú að smella sér til útlanda svona í miðri kreppunni. Á leiðinni til Íslands var það nefnilega raunin - vélin var svo fámenn að það var heil sætaröð á mann. Það var hins vegar ekki þannig í morgun og vélin var stútfull. Í vélinni voru semsagt við Lárus. Einn vinkonuhópur að fara í tjúttferð til Köben og voru heldur betur orðnar hressar strax um hálf sjö leytið í morgun - búnar að kaupa allt vínið í fríhöfninni til að spara og byrgja sig upp áður en komið væri í dýra útlandið! Fyrir aftan þær sat síðan Klovn (úr þáttunum) ásamt kærustu og síðan fullt af fólki sem hafði örugglega unnið einhverja ferð til Íslands í boði hans. Það fólk var með fulla poka af dóti og vöru frá Íslandi og hafði örugglega gert kjarakaup síðustu daga. Restin voru síðan erlendir verkamenn á leiðinni heim. Nánast ennþá í vinnugallanum, örugglega dauðfegnir að komast heim og geta farið að vinna fyrir decent kaupi.

Veit ekki hvort þetta flug endurspeglar Ísland í dag en það var allavega voðalega gott að koma heim og geta knúst alla fjölskylduna. Líka gott að geta komið aftur hingað heim á Matthæusgade 48.

 

2 comments:

Anonymous said...

Gott þið eruð komin heil í dýra landið :) Ég hætti nú ekki við páskaferðina mína fyrr en á síðustu stundu ef þess þarf!! Er bara að vinna í því að nota American Express kortið mitt á fullu svo ég fái fullt fullt af punktum upp í ferð, hahaha ;)

Kv, Guðrún

Lalli og Eva said...

Hehehe já það er málið núna - eyða upp í punktana!! :) Knús til ykkar og batnaðar óskir til Vidda.