Það hefur verið frekar hlýtt og gott veður hérna síðan við komum. Í gær og í dag fór þó að draga fyrir sólu og blása hressilega. Við fórum því að huga að ofnum og kyndingu hérna í íbúðinni. Ofnarnir tveir voru því skrúfaðir í botn og kaldar tærnar settar í ullarsokka á meðan beðið var eftir hitanum í íbúðina... sem kom ekki. Engin hiti á ofnanna.
Minnug þess að í Argentínu síðasta sumar keyptum við rafmagnsofn og sváfum í flíspeysum í tvær vikur áður en við uppgötvuðum gólfhitakerfið ætluðum við að hafa samband við Trine sem við leigjum af og spurja hvort það væri ekki örugglega hiti í samningnum okkar. Í dag fékk ég síðan óvænta heimsókn frá Hildi og Ágústi. Þau komu með brauð og sætabrauð með sér. En komu líka með ómælda þekkingu á ofnum og hitakerfi Danmerkur. Ágúst gerði sér lítið fyrir og tappaði af ofninum í stofunni og taaaraaa! eins og eldingu væri veifað kom hiti á allan ofninn! Okkur hafði klárlega ekki dottið þetta í hug - fyrr hefðum við keypt annan rafmagnsofn líkt og í Argentínu forðum daga. Hildur gerði sér síðan lítið fyrir og uppgötvaði að í raun og veru eru þrír ofnar en ekki tveir í íbúðinni. Þriðji ofninn er vandlega falin við loftið í forstofunni. Hildur er greinilega örlítið stærri en meðalhæð heimilisfólksins er hér á bæ (eða bara svona athugul) og sá því þennan forláta ofn sem var auðvitað skrúfaður í bont líka...
Nú er bara tropical stemming í Matthæusgade 48. Heitt og gott og huggulegt.
5 comments:
Elsku Eva mín þú ert nú svolítið "Bibbu leg" Það heitir eins og hendi væri veifað
knús mamma
Hahahahaha!!! Já það er rétt hjá þér ég fattaði það ekki einu sinni fyrr en ég las núna. Maður veifar ekkert eldingum er það???
Hehehe stundum skil ég alveg hvernig komst eiginlega inn í þennan skóla mamma??
Knús á þig og pabba og Heru.
uuu skil ég EKKI alveg... þetta heldur bara áfram!
Hitinn hefur kannski bara komið eins og elding... ég skildi þetta alveg og þurfti alveg að leita aftur í textanum að þessu ;)
Kv,Guðrún
Hahaha ég líka - við skiljum hvor aðra Guðrún!!
Post a Comment