Engu að síður var það okkar fyrsta verk að kaupa pítsu af uppáhalds ítalska bakaranum okkar á Vesterbrogade um leið og við stigum fæti inn í Kaupmannahöfn, borða hana og taka síðan góðan lúr í notalega rúminu okkar hérna í huggulegu íbúðinni okkar. Alltaf gott að finna fyrir *notó* tilfinningu þegar maður kemur aftur heim.
Alltaf flykkjast fleiri Íslendingar til Köben. Við komum með fyrstu leiguna hennar Hlínar Guðna með okkur hingað út og Jónas bróðir hennar kíkti í kaffi til okkar áðan, tók við peningunum. Það verður spennandi fyrir þau systkin Hlín og Helga að flytja til borgarinnar eftir áramótin. Við plönuðum að hitta á Jónas og Lísu á morgun og fylgjast saman með skaupinu og jafnvel kíkja eitthvað út í partý þegar líða færi á nóttina.
Hérna eru byrjað að sprengja flugelda út um allt líkt og heima. Það verður víst rosa show á morgun víðs vegar um borgina og við erum nokkuð spennt að sjá hvernig Danir fagna nýju ári og hlökkum til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Hversdagsleikinn og rútínan eru nú samt fljót að segja til sín og Lalli á að mæta á æfingu strax í kvöld. Eins gott að taka vel á því fyrir fyrsta leik sem er 7. janúar nk.
Ný önn byrjar ekki fyrr en í febrúar hjá mér en skilin og prófin eru á næsta leyti. Það verður heldur betur huggulegt þegar fyrstu önninni líkur og ég get farið yfir hvernig þetta stendur allt saman hjá mér. Nauðsynlegt að nota fyrstu önnina í nýjum skóla til að læra af henni og sjá hvernig maður stendur í samanburði við aðra og svona.
1 comment:
Ég er svo sjálfhverf í þessum blessaða annáli að ég minnist ekki einu orði á stærsta viðburð ársins sem var þrítugs afmæli lárusar sem var haldið upp á með pompi og prakt hérna í Köben í félagsskap góðra vina og mömmu og pabba sem komu í heisókn til okkar. Ég er í afneitun held ég með þennan áfanga... ;)
Post a Comment