Thursday, December 11, 2008

Sjónvarpsleikur

Minnum alla vini og vandamenn nær og fjær á sjónvarpsleikinn í kvöld. Leikur á móti Horsholm, heldur betur spennandi viðureign þar á ferð þar sem Horsholm situr í 6. sæti deildarinnar og SISU í 8. sæti. Eftir hrikalega hittni í síðasta leik er vonandi að skytturnar í liðinu hjá SISU komist í gang og þá ætti þetta að verða alvöru leikur. Leikurinn verður sýndur í sjónvarpinu klukkan 19:15 að dönskum tíma og 18:15 að íslenskum tíma. Þeir sem eru með sjónvarpsstöðina DK4 geta fylgst með í sjónvarpinu og hinir á netinu á heimasíðu DK4 www.dk4.dk 

Annars gengur allt sinn vangagang hérna í Vesterbro. Ég er alveg í spreng að reyna að klára sem mest áður en ég kem heim um jólin til að geta nú örugglega átt notaleg og stress frí jól. Fer í próf á mánudaginn og síðustu "supervision" tímana mína á þriðjudaginn nk.  Eftir það lýkur skólanum og þá verð ég vonandi langt komin með seinni ritgerðina. 

Góðar stundir þangað til næst.

2 comments:

Unknown said...

gangi þér vel elskan............

Eva Harðardóttir said...

Muchas cracias chica!