Wednesday, November 12, 2008

Hér verður boðið upp á góðar fréttir...

Á meðan Lalli býr til nesti handa okkur (skyrdrykk) frammi í eldhúsi ætla ég að uppfæra bloggið með góðum fréttum. Ekki vanþörf á svoleiðis fréttum hef ég heyrt.

Ég fékk vinnu og svo meiri vinnu! Ég byrja að vinna sem fimleikaþjálfari í desember eins og áður hefur komið fram (þetta er alveg eins og ekta fréttaveita). Síðan hef ég verið að bíða eftir því að verða kölluð í viðtal vegna forfallakennslu og fékk loksins símtal í kvöld þar sem ég var ekki boðuð í viðtal heldur einfaldlega beðin um að koma og kenna á fimmtudag og föstudag. Fyrsta forfallakennslan felst í að kenna 1. bekk - væntanlega bara allt sem er á dagskránni þessa tvo daga. Síðan er bara vonandi að sem flestir verði forfallaðir og veikir á næstu vikum og mánuðum! 

Aðrar góðar fréttir eru þær að Lalli fékk ekki leikbann fyrir þessar blessuðu ásetningsvillur sem voru dæmdar á hann í síðasta leik (sem voru að sjálfsögðu afar óréttmætar og óþarfa væl í dómurunum). Dómararnir sáu víst sjálfir að þetta var algjör rugl dómur og skrifuðu þar af leiðandi ekkert leikbann á skýrsluna. Lalli er því geim í næsta leik sem verður þann 20. nóvember á móti Randers í bikarkeppni. 

3 comments:

Anonymous said...

til lukku með vinnuna, eða vinnurnar öllu heldur:) kv. handan Enghavevej

Anonymous said...

Sjæse, ertu að fara að kenna á dönsku?

Lalli og Eva said...

Njeee sjúkket ekki sko!! Alt pa engelsk - einkaskóli þar sem sendiherrabörnin kunna ensku, dönsku, sitt eigið mál. Mjög fjölþjóðlegt og fræðandi.