http://www.flickr.com/photos/7150774@N06/
Wednesday, August 29, 2007
Myndir
http://www.flickr.com/photos/7150774@N06/
Tuesday, August 28, 2007
Nokkrar myndir
Komin í ferð dauðans í Mendoza, keðjur á rútuna og upp í snjóinn. Það var mjög tilkomumikið að sjá Incabrúnna þrátt fyrir endalausan kulda.
Ferðasagan og myndir
Sunday, August 19, 2007
llegamos en salta
Salta er ekki kollud "Salta la linda" fyrir ekki neitt (tyding salta hin fallega). Borgin er stutfull af afar fallegum kirkjum, husum og byggingum og vid vorum naestum stoppud af hermonnum tegar vid reyndum ad fara inn i utanrikisraduneytid - heldum ad husid vaeri einhverskonar safn...
Erum a leidinni i 16 tima ferdalag klukkan half sex i fyrramalid ad skoda saltslettur og incarustir. Mjog spennandi og tess vegna verdur tetta laugardagskvold tekid snemma og farid i hattinn um 1 leytid... Eg er ordin nokkud god i a snua solahringnum vid a Argentiskan hatt og verd til daemis ekki svong fyrr en um 11 leytid nuna :)
Ollum heilsast vel thratt fyrir kakkalakkapizzuna hennar gudrunar - sem betur fer nadi Vidar ad oskra: Haettu ad borda!!! adur en gudrun hesthusadi pizzasneidinni godu med daudum kakkalakka a bakinu a..... JAMMI
Saturday, August 18, 2007
Loksins blogg
-gudrun og vidar misstu af fluginu til Buenos Aires og festust i ruman solahring i Miami
-lagt af stad til Mendoza
-leigubíllinn á leidinni inn í borgina vard bensinlaus og strakarnir yttu bilnum a naestu bensinstod
-smokkudum fullt af godu raudvini og skodudum vinekrur og verksmidjur
-voknudum uber snemma til ad fara i ferd upp i andes fjollin
-urdum naestum vedurtept tad snjoadi svo mikid...
-rutan sett a kedjur og haldid afram ;)
-helsta attraction ferdarinnar var "playing with the snow" (okkur fannst tad ekki svo spennandi)
-saum inca brunna, lamadyr og albatros fugl
-vid gudrun keyptum okkur eins lamadyrsullarsokka (mega hallo)
-forum ad djamma og spiludum bordtennis
-fengum pizzu med ovaentu aleggi.... kakkalakka (girno)
Eigum nuna 18 tima rutuferd fyrir hondum.. Til Salta tar sem vid vonumst til ad aevintyrin haldi afram og jafnvel ad solin lati sja sig i meira maeli. Wish us good luck
Friday, August 10, 2007
Leikurinn byrjar ekki fyrr en í hálfleik...
Lífið er fótbolti
Wednesday, August 08, 2007
Tuesday, August 07, 2007
Monday, August 06, 2007
La ultima semana
Leigumiðlunin okkar svaraði okkur í dag útaf flugunum og við fáum vonandi meindýraeyðir á morgun til að hreinsa út hjá okkur!! Ef allt virkar á Argentískan hátt hérna þá býst ég nú ekkert endilega við neinum fyrr en í næstu viku. Fólk er svo sannarlega ekki að æsa sig yfir hlutunum hérna og sérstaklega ekki ef það kemst upp með að gera eitthvað á morgun eða hinn.... Mér finnst þetta reyndar ágætis eiginleiki - að stressa sig ekki um of það er að segja.
Við komumst að þeirri niðurstöðu í gær að þessi verzlunarmannahelgi væri fyrsta verzlunarmannahelgin (fyrir utan í fyrrasumar) sem við værum ekki að vinna eða heima í rólegheitunum. Fórum á tjútt á föstudaginn með öllum úr skólanum. Hittum frekar skemmtilega karaktera í mjög svo international partýi. Þar á meðal jógakennarann John frá Texas. John kom til Argentínu fyrir 2 árum til að bæta við hagfræðimeistaragráðuna sína en fór að kenna jóga í staðinn og segist ekki geta breytt heiminum fyrr en hann nær að breyta sjálfum sér.... Akkúrat! Við erum einmitt að fara í jóga til hans í kvöld, spennandi... Hittum líka fyrir afar hressan strák frá Hollandi sem býr í Chile með kærustunni sinni frá Ástralíu. Skemmtileg blanda :) Hefði svo mikið viljað taka myndir og pósta á netið en það er víst ekki í boðinu eins og er.... :S
Eyddum laugardeginum í mest kitch garði sem ég hef á ævinni komið í... Garðurinn er "the first and only religious themepark in the world". Hmmmm segir margt?? Í garðinum sem heitir Tierra Santa er hægt að láta taka myndir af sér með Jesú, lærisveinunum, Ghandi eða Martin Luther King (allt miklir félagar greinilega). Það er líka hægt að fylgjast með síðustu kvöldmáltíðinni, aftur og aftur og aftur.... og við sáum ansi skemmtilegt lazergeisla-show þar sem Jesús fæddist og betlehemstjarnan vísaði vitringunum veginn til Betlehem!!! Við tókum nokkur videóklip og höfðum mikið gaman af öllum kjánalegheitunum. Fengum okkur kaffi á Kaffi Bagdad og skemmtum okkur konunglega. Lalli hljóp meira að segja upp Golgatahæðina og stillti sér upp með Jesú á krossinum.
Á sunnudaginn fórum við í stórum hópi fólks á fótboltaleik. Fyrsti leikurinn á tímabilinu á Bombonera stadium sem er heimavöllur La Boca. Leikurinn sjálfur var með rólegasta móti og endaði með markalausu jafntefli. Áhorfendur voru þó í hressari kantinum og þrátt fyrir skítakulda og endalausan tíma sem það tók að komast inn á völlinn, finna sæti, bíða eftir leiknum, og komast heim aftur þá skemmtum við okkur mjög vel. Heyrðum samt að þetta hefði verið mjög rólegur leikur og við þurftum til dæmis ekki að bíða í "nema" hálftíma lokuð inni í áhorfendastúkunni á meðan óeirðarlögreglan kom reglu á hlutina fyrir utan.
Friday, August 03, 2007
Heppin...
Thursday, August 02, 2007
Hvað er...
Monday, July 30, 2007
Sveittur sunnudagur!
Pósta einni mynd af okkur í tangó, svona til að halda tangóþemanum lifandi... Annars verður væntanlega einhver bið í nýjar myndir. Eða þangað til að við komumst yfir það að þurfa að kaupa nýja myndavél dýrum dómi.
Saturday, July 28, 2007
Letiblogg
Monday, July 23, 2007
Fleiri myndir síðan um helgina
Ein artí mynd af Jesú. Hildur hvað finnst þér?? Mér fannst ég voða flinkur ljósmyndari þegar ég sá myndina.... hmmm kannski ekki?Á miðjumyndinni erum við búin að fara einu sinni upp með kláf og eigum seinni kláfinn eftir. Fyrir aftan okkur sést í fjallið sem við fórum síðan upp á. Þetta er alveg út fyrir ósonlagið flott þegar maður er þarna uppi. Þeir hika ekki við að troða 70 manns í einu í kláfinn og stundum þarf að bíða eftir logni til að geta haldið áfram. Þá stoppa þeir bara kláfinn á miðri leið í vestu vindhviðunum. Gerðist sem betur fer ekki hjá okkur - ég hafði nú bara rétt hjarta í að fara upp.
Skruppum í vikunni í Recoleta kirkjugarðinn sem er alveg yndislega fallegur staður. Við tókum fullt upp á videó þar ég þarf endilega að læra að setja inn myndbönd. Staðurinn er alveg ótrúlegur. Þarna eru endalaus grafhýsi og þetta virkar eins og lítill bær (örugglega svona svipað stór og Hvolsvöllur....). Völundarhús af grafhýsum. Sum eru eldgömul og falleg og önnur mjög nýtískuleg og flott. Við fórum auðvitað að skoða frægasta leiðið eða grafhýsið sem er gröfin hennar Evu Peron. Inni í sumum húsunum sér maður kisturnar og fólkið hugsar ofsalega vel um þessi grafhýsi. Ef einhver getur tekið mig í videókennslu í gegnum skype eða msn þá er ég meira en til... eigum fullt af videóklippum. Seinsta myndir er nú bara snjónum sem kom í Buenos Aires (eins og sést - eða sést ekki á myndinni... mjög lítill snjór).
La vida!!
Saturday, July 21, 2007
Friday, July 20, 2007
Brazil
Við vorum búin að lesa okkur til um Ríó og fá góðan skammt af varnarorðum frá öllum sem við töluðum við. Sömu helgi og við vorum í Ríó voru Pan American leikarnir sem eru nokkurs konar ólympíuleikar Suður Ameríku. Þess vegna var öryggisgæsla á afar háu stigi og vopnaðir hermenn gengu um göturnar á Copacobana. Við náðum einnig úrslitaleiknum í Cup America þar sem Brasilía burstaði Argentínu - okkur til mikillar mæðu.
Sunday, July 15, 2007
Paradis
Meira blogg tegar heim er komid, annars maeli eg med minu eigin undri veraldar tessa dagana, litlu stelpunni teirra Hildar og Agustar www.zhildur.blogdrive.com hun er ut fyrir osonlagid falleg og bara otruleg i tilveru sinni.
Thursday, July 12, 2007
Wednesday, July 11, 2007
Bailando!
Annars er þetta helst í fréttum
-snjór snjór snjór
-bensínlaust í Argentínu
-gasvandamál í Argentínu vegna kulda
-gott veður í Ríó de Janeiro
-spænskan gengur mas y menos vel
-bara nokkrar vikur í stóra ferðalagið
Skemmtilegar staðreyndir frá Suður Ameríku
-kvöldmaturinn er borðaður klukkan 22 eða 23
-við erum búin að borða einu sinni RISA nautasteik klukkan 1 um nóttina, kláruðum kvöldmatinn um 3 leytið....
-allir kyssast... alltaf... allir!
-við kyssum alla (nemendur og kennara) í skólanum hæ á morgnanna og bless þegar kennslustund lýkur. Strákar kysstast líka :)
Tuesday, July 10, 2007
Mest lesna fréttin á mbl
Monday, July 09, 2007
Snjór....
Í sjónvarpinu er allt fullt af aukafréttatímum þar sem fólk hrópar og hoppar og kallar og veifar og allir eru svo kátir og glaðir með snjóinn!!
Myndir
Myndir úr hverfinu okkar. Húsin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Það úir og grúir af alls konar byggingarstíl. Fallegust þykja mér húsin sem er í mjög sterkum ítölskum stíl. Í götunni okkar er verið að byggja risa stórt háhýsi með rosalega flottum íbúðum í. Ég er byrjuð að safna mér fyrir penthouse íbúðinni. Aðeins frá okkur eru stórir járnbrautateinar sem skipta Palermo hverfinu í tvennt. Öðru megin liggur "soho" þar sem við búum og hinu megin liggur "hollywood" þar sem ríkara fólk býr og stór fyrirtæki eins og kvikmyndafyrirtæki eru til húsa.
Hola, que tal?
Það þarf varla að spurja að því hvernig fólk hafi það heima - allir svo glaðir og sáttir með heitasta sumar í manna minnum. Hérna hinu megin á jarðkringlunni - nánar tiltekið í Argentínu er aftur á móti kaldasti vetur í 50 ár. Hitinn í dag fór til dæmis niður í 5 gráður og er þetta án efa kaldasti dagurinn síðan við komum hingað. Það verður líka mjög rakt í borginni þar sem áin Plata eða Río de la Plata liggur við borgina.
Síðustu daga höfum við náð koma okkur aðeins betur fyrir og lært töluvert inn á hverfið sem við búum í, strætó samgöngur og neðanjarðarlestina. Metróin hérna er mjög góður og við erum svo heppin að búa rétt við stöð og gengur línan beinustu leið í skólann okkar.
Við erum búin að hitta þjónustukonuna okkar sem kemur á hverjum föstudegi að taka til og hún kenndi okkur á eitt og annað í íbúðinni. Til að mynda hvernig á hækka hitann svo nú er komin hiti í öll gólf og nýji rafmagsnofninn okkar orðin óþarfur. Það er nú samt ágætt að eiga hann svona til að ylja manni yfir morgunmatnum. Íbúðin er líka orðin töluvert hreinni þar sem konan tók til í marga klukkutíma hjá okkur. Ástæðan fyrir því hversu skítug íbúðin var þegar við komum var sú að fólkið á undan okkur hafði ekki borgað fyrir maid en það er sko lúxus sem við borgum fyrir með glöðu geði. Erum búin að finna allt það nauðsynlegasta í hverfinu okkar eins og til dæmis þvottahúsið. Fórum á föstudaginn með tvo fulla poka af þvotti og fengum allt hreint og straujað til baka tveimur klukkustundum seinna. Þessi þjónusta kosta svo mikið sem 150 kr. Ekki það að mamma gerir þetta nú frítt.... en engu að síður alveg afskaplega ódýrt og þægilegt.
Á morgun er frí í skólanum hjá okkur þar sem það er þjóðhátíðardagurinn þeirra, 9. júlí. Það er reyndar ekkert skipulagt fyrir daginn sjálfan hérna. Kennarinn okkar sagði að þau notuðu daginn bara til að sofa. Hins vegar er stefnt á djamm kvöldið fyrir frídaginn. Við fórum á fyrsta djammið okkar á föstudaginn. Hittum vini okkar úr skólanum, tvær stelpur frá Englandi þær Töru og Hazel og svo Joni frá Ísrael. Við fórum með þeim út að borða - þríréttað og tvær flöskur af víni fyrir tæpan 3000 kall samtals. Kíktum síðan á mjög vinsælan klúbb sem er í hverfinu okkar. Joni hafði fengið boðsmiða gefins og við komumst fram fyrir LANGA röð og fengum frítt inn. Staðurinn var risastór og skiptist í tvo mismunandi sali sem spiluðu sitt hvora tónlistana. Öðru megin mjög lélegt teknó (við höldum að við séum bara of góðu vön) og hinu megin 90s lög og R&B. Reyndar eru flest lög í útvarpinu soldið 90s og maður er í nettu nostalgíukasti allan daginn. Þessa dagana snýst allt um Cup America og leikir eru sýndir á hverjum degi á mörgum stöðum. Fótboltamennirnir hérna eru eins og guðir og allt slúður í slúðurblöðum snýst 99% um þá og kærusturnar þeirra.
Fórum í gærkvöldi á staðinn Milion sem við ætlum sko að fara aftur og aftur á. Guðrún og Viðar við erum búin að setja þennan stað á to do listann þegar þið komið. Staðurinn er á fjórum hæðum og er einn sá allra flottasti sem við höfum farið á. Í morgun fórum við síðan á ofsalega flottan stað sem er annálaður fyrir góðan sundaybrunc - við borðuðum morgunmat þar frá klukkan 1 til 5 og hlustuðum á plöturnar hennar Bjarkar. Spurning hvort maður þurfi ekki einhvern tíma til að rétta sig af þegar maður kemur heim, engin þjónustukona og ekki nýr veitingarstaður á hverjum degi....
Tuesday, July 03, 2007
Myndir frá fyrstu dögunum (fyrir þá sem nenna ekki að lesa bloggið)
Eva í flíspeysu að pikka á tölvuna. Við ætlum að fjárfesta í rafmagnsofni þegar við fáum tækifæri til.
Dæmigert hús í Palermo-ítalian style. Jonni frá Ísrael, félagi okkar úr skólanum, er í forgrunni.
Welcome to Buenos Aires
Ég fékk algjört hláturskast þegar ég kom út úr strætó og maðurinn sem var með okkur sagði bara Welcome to Buenos Aires!!
Saturday, June 30, 2007
Kóngsins Köben
Thursday, June 28, 2007
Æ það reddast... ;)
Sunday, June 24, 2007
Ný plön
Wednesday, June 20, 2007
Argentína
Við bókuðum skólann sama kvöld og völdum Argentínu sem áfangastað. Argentína lætur einfaldlega vel í eyrum og við töldum að nautasteik og rauðvín á hverju kvöldi gæti vanist ágætlega. Að auki heillaði lágt verðlagið okkur, eftir að fjármálamarkaðurinn í Argentínu féll árið 2002 hefur gjaldmiðilinn þeirra verið í sögulegu lágmarki. Það ætti því ekki að kosta mikið að fæða okkur og klæða á meðan dvölinni stæði. Við bókuðum því 10 vikur í það heila og brostum út að eyrum.
Ferðin krafðist vissulega einhvers undirbúnings - sem hefur reyndar verið í algjöru lágmarki svona miðað við fyrri ferðir og skipulagsáráttu. Ég persónulega vissi ekki neitt um Argentínu áður en ég fór að afla mér upplýsinga.
Það fyrsta sem ég lærði er að sökum þess að Argentína liggur hinu megin á jörðinni þá er VETUR þar þegar það er sumar hér... Þessi nöturlega staðreynd plantaði örlitlum efasemdarfræjum í huga minn. Ég eyddi þeim hins vegar fljótt og hef verið ötul við að sannfæra bæði mig og aðra að þessi vetur verði einn sá heitasti og að meðalvetur þar sé þónokkuð betri en meðalsumar hérna á Íslandi.
Meðalhitinn í Argentínu er afar misjafn, enda landið álíka stórt og Evrópa mæld frá Norður Noregi til Spánar og er 8. stærsta land í heimi. Í höfuðborginni, Buenos Aires, þar sem við hyggjumst eyða bróðurpartinum af tímanum er meðalhitinn í kringum 15-17 gráður yfir vetrartímann. Á nóttunni getur hitinn hins vegar hæglega fallið niður í 5 gráður og þar sem ekki fer mikið fyrir kyndingu í Suður-Ameríku mætti ætla að föðurlandið og flíspeysan kæmu sér vel.
Til að róa eldri aðstandendur og þá sem fyllast óhug þegar flogið er til fjarlægari landa en norðurlandanna þá er Argentína talin vera öruggasta land Suður-Ameríku. Glæpir utan stórborga eru afar sjaldgæfir og fólkið yfirleitt tilbúið að hjálpa og aðstoða ferðamenn (þessu lofar Lonely Planet bókin mín allavega).
En nóg í bili af Argentínu - ætla að segja ykkur betur frá skólanum sem við völdum og stórborginni Buenos Aires þar sem við komum til með að eyða ca 6 vikum af 10. Hinar þrjár eru undirlagðar í ferðalag á heitari staði og kaldari reyndar...
Monday, June 18, 2007
Kun en uge
Fyrrasumar einkenndist af dönskum huggulegheitum þar sem hjólreiðar, sólböð og nokkrir bjórar komu við sögu. Í sumar ætlum við að halda örlítið sunnar á bóginn og eyða nokkrum vikum í Argentínu, nánar tiltekið í Buenos Aires.
En eins ég sagði áðan þá fljúgum við til Köben á mánudaginn næsta. Rifjum upp kynni okkar af Islandsbrygge og Salonen. Knúzum og trútsum Hildi, Ágúst og barnið sem Hildur lumar á í maganum. Eftir nokkra daga kelerí býður okkar flug frá Köben til Parísar og frá París og til Buenos Aires.
Ætlunin er því að halda úti skemmtilegri upplýsinga- og myndasíðu hérna á þessari slóð. Það er líka alltaf gott að fá comment og krítík á það sem við erum að gera. Með þessari undursamlegu tækni mætti því ætla að við gætum átt í ágætis sambandi við fjölskyldu, vini og kunningja þrátt fyrir að vera búsett hinu megin á jörðinni, rétt við suðurpólinn.
Ætla að koma með nokkra skemmtilega punkta um áætlaðan áfangastað svo að sem flestir átti sig á því hvað er í vændum hjá okkur Lalla.
Ást og kossar