Tuesday, July 03, 2007

Myndir frá fyrstu dögunum (fyrir þá sem nenna ekki að lesa bloggið)

Lalli og kettirnir. Garðurinn við Plaza Italia er fullur af köttum og fólki í sleik. Kettirnir halda rottunum í skefjum sem gerir fólkinu kleift að kela í garðinum og allir eru sáttir.

Eva í flíspeysu að pikka á tölvuna. Við ætlum að fjárfesta í rafmagnsofni þegar við fáum tækifæri til.
Dæmigert hús í Palermo-ítalian style. Jonni frá Ísrael, félagi okkar úr skólanum, er í forgrunni.
Við að ferðast. Eva vildi hafa þessa mynd inni því hún lítur svo vel út miðað við mig!!

3 comments:

Anonymous said...

ohh hvað þið eruð heppin að fá að upplifa svona ævintýri. Hljómar rosalega vel og hefur greinilega borgað sig að tala við Dungalmanninn:) Ég var nú eiginlega mest spennt að lesa um stóru búðargötuna... hahaha Eva þú munt sóma þig vel þar:) vertu dugleg þar fyrir mig. Kossar.

Anonymous said...

hæ sætu
gaman að fylgjast með ykkur!
kv. helena

Anonymous said...

Takk fyrir kommentin sæta fólk :)